Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 72
Í Fréttatímanum þann 11. nóvember síðastliðinn birtist grein eftir Írísi Ólafsdóttur þar sem hún fjallaði um loðdýrarækt út frá sjónarhóli andstæðinga greinarinnar. Mörgu af því sem fram kom í greininni er ekki hægt að svara því það á einfaldlega ekki við hér á landi. Einnig á ljósmyndin, sem birtist með greininni og sögð var tekin á rússnesku loðdýrabúi, ekkert skylt við það hvernig staðið er að loðdýrarækt hér á landi. En ég vil þó fyrir hönd íslenskra loðdýrabænda af þessu til- efni árétta nokkur atriði um loðdýrarækt hér á landi. Við virðum að sjálfsögðu skoðanir þeirra sem eru alfarið andvígir loðskinnafram- leiðslu. Það hefur oft komið fram að hluti fólks er þessarar skoðunar og það er þeirra réttur. En hvort sem fólk er af hugmyndafræðilegum ástæðum andvígt notkun dýraafurða til fataframleiðslu eður ei, þá geta allir tekið undir það sjálfsagða sjónarmið að af- lífun dýra, hvort sem er í kjötframleiðslu eða skinna- framleiðslu, sé ávallt með þeim hætti að dýrin þjáist sem minnst. Að þessu sé ábótavant hér á landi er að mínu áliti eitt af því sem er ranghermt í fyrrnefndri grein. Sú aflífunaraðferð sem hefur verið talin valda dýrunum minnstum sársauka er köfnun með aðstoð koltvísýrings/kolmónoxiðs eða blöndu af þessum lofttegundum. Sú aðferð er notuð hér á landi og er í samræmi við reglur sem gilda á EES-svæðinu og hafa til þess bær yfirvöld eftirlit með því að þeim sé fylgt. Við íslenskir loðdýrabændur leggjum ávallt áherslu á að búa vel að dýrunum, eins og allir góðir bændur gera og skylt er samkvæmt lögum um dýravernd. Vissulega hafa hjá flestum þjóðum komið upp dæmi um illa með- ferð og slæman aðbúnað dýra, bæði loðdýra og annarra húsdýra. Þetta er eitthvað sem nauðsynlegt er að berj- ast gegn, enda koma slík mál óorði á alla bændur, hvort sem það er í Frakklandi, Norður-Noregi eða á Íslandi. Ef við víkjum því til hliðar hvort bú- greinin okkar sé yfirleitt þóknanleg eða ekki og veltum fyrir okkur stöðu íslenskr- ar loðdýraræktunar í alþjóðlegu sam- hengi, þá má sjá að margt er þar jákvætt. Afurðirnar frá Íslandi er eftirsóttar og þeir sem þekkja til loðdýraræktar vita að bestu afurðirnar koma frá búum þar sem vandað er til verka og aðbúnaður dýranna er góður. Íslendingar standa nú framarlega í loðdýrarækt og það hefur leitt til þess að erlendir fjárfestar hafa fengið áhuga á ís- lenskri loðdýrarækt. Það er ekki rétt sem fram kom í áðurnefndri grein að Hollend- ingar hyggist að hætta loðdýrarækt af siðferðilegum ástæðum, þó að þar finnist ákafir dýra- verndunarsinnar líkt og annars staðar. Megin ástæðan fyrir því að greinin getur ekki vaxið áfram í Hollandi er skortur á landrými og hækkanir sem orðið hafa á jarðaverði, ásamt auknum kröfum um betra fóður og bætta nýtingu þess úrgangs sem framleiðslunni fylgir. Við höfum hins vegar hér á landi kjöraðstæður fyrir þessa ræktun, þó vissulega þurfi að stíga eitt skref í einu í þessu sambandi. Umræða um velferð dýra sem er málefnaleg og með þátttöku bæði bænda og dýraverndunarsinna, er nauðsynleg. Vissulega eru ávallt tilfinningar í spilunum þegar talað er um sið- ferðismat, já eða lífsviðurværi. En það er á endanum Alþingi sem ákveður hvaða atvinnugreinar er leyfilegt að stunda hér á landi. Íslenskir loðdýraræktendur eru ekki hafnir yfir gagnrýni, þó að þau kunni því miður að vera illsamræmanleg sjónarmið þeirra einstaklinga sem vilja ræktunina feiga og þeirra sem eiga allt sitt undir viðgangi hennar og döfnun. Vonandi getum við sameinast um að umræðan verði hér áfram virk og víðsýn í senn. Stækkun Landspítalans við Hringbraut fellur fullkomlega að framtíðarsýn um Vatnsmýri án flugvallar. En hvenær svo sem flugvöllurinn fer á endanum þá er stækkun spítalans mikið hagsmunamál fyrir miðborg Reykjavíkur. Þegar búið verður að sameina Landspítal- ann á eina torfu munu starfa þar um 4.500 manns. Til framtíðar mun þessi mikli fjöldi starfs- manna spítalans styrkja miðborgina mikið. Bæði verslun og þjónustu á svæðinu og líka sjálfa íbúðabyggðina. Borgaryfirvöld hafa gert sitt besta til að kynna þetta stóra skipulagsverk- efni. Hófst sú kynning á meðan það var í vinnslu, sem var nýjung. Hugmyndin var að bjóða íbúum „upp á tækifæri til að hafa meiri áhrif á endanlega lausn en tíðkast hef- ur,“ eins og Páll Hjaltason, arkitekt og for- maður Skipulagsráðs Reykjavíkur, orðaði það í grein í Fréttatímanum í síðasta mán- uði. Í grein Páls kom fram að áætlanir um stækkun Landspítalans við Hringbraut eiga sér afar langan aðdraganda. Benti hann á að deiliskipulag fyrir nýjum spítala hefur verið í gildi á þessum slóðum frá 1976, í að- alskipulagi Reykjavíkur frá 1984 og að ríkið hafi verið með samning við Reykjavíkur- borg um lóð fyrir nýjan spítala við Hring- braut í marga áratugi. Þeir sem hafa gagnrýnt áætlanir um stækkun Landspítalans hafa meðal annars bent á að ekki sé ljóst hvernig fyrirsjáanleg- ur stóraukinn umferðarþungi verður leyst- ur. Þetta eru réttmætar ábendingar. Fyrir liggur af hálfu forsvarsmanna verkefnis- ins að dregið verði úr neikvæðum áhrifum samgangna á umhverfið vegna starfsemi spítalans. Hvernig það verður gert hefur hins vegar ekki verið útfært nákvæmlega. Vilji borgaryfirvalda er þó skýr í þessum efnum. Kemur hann meðal annars fram í að samhliða deiliskipulagsvinnu á Landspítala- svæðinu er unnið að breytingu á aðalskipu- lagi Reykjavíkur 2001-2024 og svæðisskipu- lagi höfuðborgarinnar fyrir sama tímabil. Andstæðingar stækkunar spítalans hafa einnig lýst áhyggjum sínum vegna stærðar og umfangs fyrirhugaðra nýbygginga. Þær rýma aftur á móti ljómandi vel við vinnings- tillögu alþjóðlegu hugmyndasamkeppninn- ar um skipulag Vatnsmýrarinnar frá 2008. Þar er gert ráð fyrir húsum af svipaðri hæð, fjórar til sex hæðir, en álíka hús umlykja til dæmis Austurvöll. Í umræðum um stækkun Landspítalans við Hringbraut er vel við hæfi – og reynd- ar bráðnauðsynlegt – að rifja upp frábæra vinningstillögu Skotans Graeme Massie um framtíðarskipulag í Vatnsmýrinni. Og þá um leið að í keppnislýsingu samkeppn- innar var á sínum tíma skilið eftir galopið hvort flugvöllurinn færi eða yrði um kyrrt. Í fyrstu umferð gerði aftur á móti aðeins ein tillaga af 136 ráð fyrir flugvellinum áfram. Og í annarri umferð féll höfundur hennar frá þeirri útfærslu. Flugvöllinn er því hvergi að finna í tillögu Massie. Hún hvílir í grunninn á sömu hug- mynd og borgarskipulagið frá því árið 1927. Það miðaði að því að Reykjavík yrði borg í evrópskum stíl með randbyggðum nokk- urra hæða húsum, sem því miður varð ekki. Sú von lifir þó enn fyrir Vatnsmýrina. Án flugvallar og með spítala. Nýr Landspítali við Hringbraut Styrkur fyrir miðbæinn Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is S Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Árétting Um íslenska loðdýrarækt Fært til bókar Barátta í háloftunum Þetta hefur ekki alveg verið vika athafna- mannsins Pálma Haraldssonar. Breska flugfélagið Astreus, sem var í eigu félags hans, fór í þrot. Iceland Express, sem einnig er í eigu félags Pálma, varð því að hafa snör handtök og samdi við tékkneska flugfélagið CSA Holidays. Bandaríkjaflugi Iceland Express var hætt samtímis. Fréttin um samninginn við tékkneska flugfélagið hafði vart birst þegar frá því var greint að það væri til rannsóknar hjá samkeppnisyfirvöldum Evrópusambandsins. Þar sagði að tékknesk stjórnvöld hefðu komið CSA Airlines til bjargar í fyrra. Rannsókn ESB beinist að björgunaráætluninni og því hvort líklegt sé að hún skili árangri og eins hvort með henni hefði verið brotið gegn reglum um ríkisstuðning við einstök fyrirtæki. Keppinautar Iceland Express gáfu hins vegar ekkert eftir meðan á þessu stóð. Svo var að sjá sem Íslend- ingar tækju hinu nýja flugfélagi WOW Air opnum örmum. Félagið kynnti tólf áfangastaði og móttökurnar voru slíkar að heimasíða þess hrundi. Bandaríska flugfélagið Delta greindi jafnframt frá því að það héldi áfram flugi milli Íslands og New York næsta sumar og ekki má gleyma breska lágfargjaldaflugfélag- inu easyJet sem boðar flug milli London og Ísland frá mars næstkomandi - fyrir 10.900 krónur báðar leiðir með sköttum. Björn Halldórsson formaður Sambands ís- lenskra loðdýrabænda Veitingahús SuZushii Stjörnutorgi Pizzafjörður ehf Veitingastaðurinn Fiskimarkaðurinn ehf Karma Keflavík ehf Grófinni 8 Kringlunni 4-12 Aðalstræti 12 Strandgötu 25 4 ummæli 4 ummæli 8 ummæli 10 ummæli 10 ummæli Krúska ehf Suðurlandsbraut 12 1 2 3 4 5 Efstu 5 - Vika 47 Topplistinn 36 viðhorf Helgin 25.-27. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.