Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 18
Þ egar Jóhann Gunnar Arnarsson sveiflaði sér í dansi í konungshöllinni í Stokkhólmi fannst honum dálítið sérkennilegt að þau sem dönsuðu við hlið hans voru Viktoría krónprinsessa og hinn nýi eiginmaður hennar Daniel Westling en hinum megin sveifluðu þau sér í dansi Haraldur Noregskonungur og Sonja eiginkona hans. Þetta var á brúðkaups- degi Viktoríu og Daniels og eiginkona Jóhanns Gunnars, Kristín Ólafsdóttir, hefur stigið dans við hlið Alberts Mónakóprins, Karólínu systur hans og Karls Gústafs Svíakonungs og Sylvíu drottningar. Og hvernig stendur á því að ís- lensk hjón hafa upplifað þetta návígi við helsta hefðarfólk Evrópu? Jú, vegna þess að í níu ár störfuðu þau á Bessastöðum, hann sem bryti og hún sem þjónn. Fyrir þremur mánuðum létu þau af starfi sínu á Bessastöðum og ventu kvæði sínu í kross. Jóhann Gunnar er nú bryti á varðskipinu Þór þar sem hann eldar ofan í átján skipverja og Kristín starfar sem þjónn í hlutastarfi á Grand hótel frá sex á morgnana til tólf á hádegi nokkra daga í viku og fer þaðan beint á fasteigna- söluna Remax Alpha. Einsog að reka lítið hótel Starfið á Bessastöðum fól í sér að þau bjuggu í húsi á staðnum, enda vaktir eins og maður segir á lélegri íslensku „24/7“ – semsagt alltaf til staðar. „Í raun má líkja starfinu á Bessastöðum við það að maður reki hótel,“ segir Kristín. „Það þarf að fara inn á hvert herbergi daglega og gæta þess að allt sé hreint og fínt, elda mat, taka á móti gestum, þjóðhöfð- ingjum og öðrum og það var alltaf nóg að gera.“ Þegar þjóðhöfðingjar sóttu Bessa- staði heim var það oftast Jóhann Gunnar sem sá um eldamennskuna, enda annálaður matreiðslumaður, sjálflærður. „Nema auðvitað í stóru opinberu veislunum, þá fengum við matreiðslumeistara okkur til að- stoðar,“ útskýrir hann. Kristín er hins vegar menntaður þjónn, svo hún sinnti því starfi af mikilli kostgæfni og um það getur sú sem hér skrifar vitnað. Þegar Vacláv Klaus forseti Tékklands kom í opinbera heimsókn hingað til lands var mér – sem hálfum Tékka – boðið til kvöldverðar á Bessastöðum. Þá var mér bent á að Jóhann Gunnar myndi ekki heilsa mér sérstaklega; hann væri þarna í starfi „butlers“, sem tæki á móti gestunum við bílana, fylgdi þeim inn í hús og hengdi upp yfirhafnir. Mér leið svolítið eins og ég væri að fara í leikrit: Átti ég virkilega ekki að heilsa manni sem ég hef þekkt í næstum 20 ár? En þegar Jóhann Gunnar tók á móti mér fékk ég faðmlag og koss og Kristín kom sérstaklega fram til að faðma mig líka: „Við erum nú bara mannleg!“ segja þau hlæjandi. „Að sjálfsögðu heilsum við þeim sem við þekkjum,“ Maður varð aldrei var við að þau væru að þjóna; glösin voru allt í einu full án þess að maður yrði var við að nokkur hefði komið að borðinu, diskar hurfu og nýir komu og allt eins og ósýnilegt fólk væri að verki. Þau kynntust árið 1993 í Vestmanna- eyjum, þar sem Kristín starfaði á veitingastað vinkonu sinnar. Jóhanni, sem á rætur að rekja til Vestmanna- eyja og Akureyrar, var boðin vinna á staðnum. En örlögin ætluðu þeim ekki að verða nema vinir þá og það var ekki fyrr en árið 1998 sem þau náðu saman og giftu sig á nýársdag árið 2000. „Við erum sálufélagar,“ segir Kristín. „Í þrettán ár höfum við búið saman og unnið saman og aldrei rifist. Við erum ekki alltaf sammála, en við getum rætt málin án þess að rífast. Stelpurnar hafa aldrei heyrt rifrildi á heimilinu.“ Danskennari þjónar á Bessa- stöðum Stelpurnar þeirra eru þrjár: Kristrún Dröfn, 21 árs, býr með unnusta sínum á Álftanesi, en þær yngri; Katrín Ósk, 14 ára og Margrét Hörn 12 ára búa auðvitað heima. Katrín Ósk leikur á gítar og Margrét á þverflautu, auk þess sem þær systur syngja eins og englar en Kristrún stundar nám við Háskólann í Reykjavík. Margrét er stórkostlegur dansari og hefur unnið til margra verðlauna auk þess sem hún leikur í Skoppu og Skrýtlu og Galdra- karlinum í Oz. Ekki skrýtið að hún hafi dansinn á færi sínu, pabbi hennar hefur dansað frá fjögurra ára aldri og er menntaður danskennari frá Dans- skóla Hermanns Ragnars Stefáns- sonar. „Ég lærði fyrst dans hjá Heiðari Ástvaldssyni í Alþýðuhúsinu heima á Akureyri. Þremur árum seinna vildi mamma einnar bekkjasystur okkar, Lóa systir séra Hjálmars Dómkirkju- prests, endilega kenna okkur gömlu dansana heima í stofunni heima hjá sér. Hún spilaði á nikku og við döns- uðum eftir fyrirmælum hennar. Hún hvatti okkur til að fara í dansskóla, sem við gerðum. Vinir mínir hættu þegar við vorum 12 ára en ég hélt áfram. Ég ólst upp á Akureyri, nema hvað við bjuggum eitt ár í Danmörku og ég lauk stúdentsprófi frá M.A. árið 1993.“ Kristín er fædd og uppalin í Hvera- gerði en bjó í Vestmannaeyjum í nokk- ur ár og segist hafa ákveðnar taugar til Eyja. Á heimili þeirra má sjá mynd af tveimur lundum og Vestmannaeyjar í baksýn, kveðjugjöf frá samstarfsfólki hjá forsetaembættinu, málað af fyrrum starfsmanni. „Lundarnir eiga að tákna okkur þegar við kynntumst á eyjunni okkar sem er okkur svo kær. Föður- fólkið mitt er úr Stykkishólmi svo ég er líka með sterkar taugar þangað.“ Með blómabúð í París Jóhann Gunnar vann á Edduhótelinu á Húnavöllum áður en hann hélt til Eyja og síðar varð hann hótelstjóri á Eddu- hótelinu að Núpi í Dýrafirði og loks á Flúðum. Þar fór Kristín að vinna eftir að þau byrjuðu saman og eftir það fluttu þau norður á Akureyri þar sem þau störfuðu bæði á hótel KEA. „Ég var vaktstjóri og Kristín sá um morgunverðinn,“ segir Jóhann. „Svo fyrir enn eina tilviljunina í lífinu keypt- um við Blómabúð Akureyrar sem var staðsett í húsinu París.“ Blómabúð? Já, það kemur nefnilega í ljós að Kristín ætlaði ekkert að segja mér frá öllu því sem hún hefur lært: Hún lauk námi sem þjónn árið 1991, er lærður blómaskreytir, tækniteikn- ari og skrifstofutæknir og er að ljúka námi í viðburðastjórnun við Háskól- ann á Hólum. „Miklir vinir okkar, Sigmundur og Inga, áttu þessa blómabúð og spurðu hvort við vildum ekki bara kaupa hana og við slógum til. Sigmundur og Inga höfðu keypt þetta merka hús, París, sem var byggt árið 1913. Við tókum við blómabúðinni 1. ágúst 2001. Á Bessastaði Árið 2003 var aftur komið að tíma- mótum. Í Morgunblaðinu birtist auglýsing um starf á Bessastöðum og inn í blómabúðina kom viðskiptavinur sem benti þeim á hana og sagði að þau væru fædd í þetta starf. „Það var svolítið fyndið,“ segir Kristín, „Við vorum bæði búin að sjá auglýsinguna en ekkert rætt hana okkar á milli. Við hugsuðum að kannski væri þetta bara merki um að við ættum að sækja um og notuðum sömu tækni og forsetinn þegar hann bauð sig fram: Við buðum okkur fram sem hjón í þessa einu stöðu. Þetta var langt og strangt ferli; fyrst á ráðn- ingarstofu, svo á skrifstofu forseta og loks á heimili forsetahjónanna. Svo þurftum við að fara í prufur sitt í hvoru lagi í nokkra daga, til að kanna hvort þau kynnu við okkur og við við þau. Þau sáu greinilega eitthvað í okkur og við vorum ráðin. Við ætluðum bara að verða gömul í yndislegu blómabúðinni okkar en úr því við fengum starfið ákváðum við bara að stökkva.“ „Þetta eru tilviljanir sem ég elska,“ segir Jóhann. „Bessastaðir eru þjóðar- heimili og það þarf að passa upp á að staðurinn og móttökurnar sem gestirn- ir fá þarna séu þannig að sómi sé af. Það er ekki hægt að segja beint að einn maður sé að taka á móti fólki, hann er að taka á móti fólki fyrir hönd þjóðar- innar. Ég sá oft um matinn, þó með Bryti forseta og hirðmey Dorritar Hjónin Jóhann Gunnar Arnars- son og Kristín Ólafsdóttir hafa dansað við hlið helsta hefðarfólks Evrópu og þó víðar væri leitað. Það fylgdi því að annast sjálfan forseta Íslands. Hjónin hafa nú vent kvæði sínu í kross og yfir- gefið Bessastaði; Jóhann fór til starfa á varð- skipinu Þór en Kristín starfar á hóteli og fasteignasölu. Þeim fellur iðjuleysið illa. Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Ég er svo mikill roya- listi í mér að ég held óskaplega mikið upp á dönsku krón- prinshjónin, Mary og Friðrik. Þau eru falleg að utan sem innan. Framhald á næstu opnu Kristín Ólafsdóttir og Jóhann Gunnar Arnarsson: Við buðum okkur fram sem hjón í þessa stöðu. Ljósmynd/Hari 18 viðtal Helgin 25.-27. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.