Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 78
42 bækur Helgin 25.-27. nóvember 2011
Bókadómur ValeyrarValsinn
Eymundsson seldi
ljóðabækur með afslætti
á degi íslenskrar tungu í
vikunni. Mest selda bókin
þann dag var Það sem
ég hefði átt að segja eftir
Ingunni Snædal.
ljóðaljóð
Bókadómur Trúir þú á Töfra? efTir Vigdísi grímsdóTTur
l jóðið hefur skriðið inn í skáld-sagnaheim Vigdísar Grímsdóttur áður og gert sig þar heimankomið,
ýtt ýmsum settum reglum skáldsögunnar
til hliðar og lagt undir sig söguheiminn,
breytt lögmálum, skapað ný. Nýja sagan
hennar, Trúir þú á töfra?, er ljóðabálki
líkust af öllum hennar sögum og er þó
mörgu til að jafna. Ljóðsaga, frekar en
skáldsaga. Hún er afskaplega fallega stíl-
að verk og margbrotið í smágervu flúri;
þótt málið á textanum virðist einfalt og
auðskilið er merking víða flókin, einkum
sökum þess að sögumaðurinn, Nína, sem
er nefnd eftir skáldkonunni Nínu Björk,
tólf ára stelpukorn, er ekki öll þar sem
hún er séð.
Nína býr hjá stjúpa sínum og stjúpu,
hann lifir með glæp sínum, er verk-
fræðingur og hefur skipulagt þorpið
þar sem þau búa ásamt fleira fólki sem
þangað var flutt nauðugt og verður nú að
lifa og starfa eftir settum reglum. Um-
hverfis þorpið er múrinn og yfir dalnum
er kúpullinn. Verðirnir tólf standa vörð
milli þess sem þeir heimsækja hórurnar.
Nína fer um allan þennan heim og kemst
meira að segja niður í kjallarann undir
bókasafninu og rekst þar á ýmsa texta.
Verkið býr þannig yfir framtíðarsýn sem
er mörkuð ógn og harðstjórn, þorpsbúar
ráða ekki högum sínum og hugsunin
er ekki frjáls þótt margir komi í leyni
hugsunum sínum á blað. Skrif þeirra og
textar annarra skálda eru svo á dreif um
söguna, hún er uppfull af vísunum, hver
kafli er með inngangstexta sem greinir
frá efni komandi kafla og tilgangi. Svo
talar sögumaðurinn Nína til manns með
ólíkindalátum og dregur lesandann á
tálar, villir og stillir.
Eins og löngum eru mikil málverk í
texta Vigdísar, skærir hreinir litir í upp-
stillingum sem skáldkonan leggur inn
í myndina, náttúran fjarri en skynjunin
er ofurnæm og henni ánetjast blessaður
lesandinn og veit víða ekki hvaðan á sig
standa veður, það er bál og sól í bland við
myrkur og þoku sem er þó ekkert á við
Þokuna sem einu sinni lagðist yfir allt.
Við erum á kunnuglegum slóðum og
vitum ekki vel hvað á að halda, hvert skal
að halda.
Og þá er bara að halla sér aftur og bíta
söguna í sig, bita fyrir bita og láta þá
liggja sér á tungu langa stund og finna af
þeim bragðið, beiskt og sætt, grænt og
rautt, gefa sig á hönd galdrakonunni með
kettina sína vitandi að hún skilar okkur
við sögulok, bak við spjald og í kápunni,
heilum eftir þessa merkingarríku ferð
um þorpið og sögu þess, svei mér ef hún
býður okkur ekki í aðra ferð með dular-
fullu en heillandi brosi. Og hver ferð er sú
besta til þessa.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Engin teiknimynd
Trúir þú á töfra?
Vigdís Grímsdóttir
JPV, 260 s. 2011.
Nýjar útgáfur á fyrsta hluta sögunnar um Eirík Hansson
og dagbókum frá 1902 til 1918 eftir Jóhann Magnús
skreyta tilvitnanir í þá Gyrði Elíasson og Halldór
Laxness. Fyrsta bindi dagbóka hans, Dagbók vestur-
fara, er að koma út í fyrsta sinn en sagan af Eiríki í það
fjórða. Jóhann er merkilegt skáld þótt sögur hans hafi
yfir sér sterkan afþreyingarblæ, eru skrifaðar af fjöri
enda hugsaðar sumar sem framhaldssögur. Sökum
þess að hann starfaði alla sína skáldævi vestanhafs er
hann utangarðs í bókmenntasögunni, ekki metinn að
réttu, hvorki á eigin forsendum, né miðað við lestur og
vinsældir og ekki heldur sem áhrifavaldur. Það er Lestu.
is sem ræðst í að gefa verk hans út á ný en fyrir dag-
bókinni er formáli Gyrðis, sóttur í Leslampasafn hans
en Baldur Hafstað fylgir Eiríki úr garði. Sögur Jóhanns
hafa verið aðgengilegar á vef Lestu.is og nú er Eiríkur
kominn á rafbók að auki. -pbb
Dagbækur og sögur eftir Jóhann Magnús
Nýja bókin
hennar
Vigdísar er
afskaplega
fallega stílað
verk. Þetta
er ljóðsaga,
frekar en
skáldsaga.
Útgáfur Listasafns Reykja-
víkur eru á boðstólum nú um
helgina í safnahúsum þess:
Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum
og Ásmundarsafni. Flestar
eru bækurnar gefnar út í
litlum upplögum og margar
elstu útgáfur safnsins eru
orðnar sárasjaldgæfar
sökum þess að upplög margra þeirra voru geymd í hús-
næði sem skemmdist mikið í bruna og eyddust því upplögin
í vatni og hita. Útgáfur safnsins, eins og annarra safna, eru
merkilegar vörður í íslenskri og erlendri myndlistarsögu og
ættu áhugasamir því að líta á úrvalið og finna hvað vantar
í safnið af slíkum bókum. Eins duga þær prýðilega til gjafa.
-pbb
Listaverkabækur á góðum kjörum
guðmundur
andri Thorsson
Valeyrarvalsinn
JPV útgáfa, 165 s. 2011.
Vigdís Grímsdóttir Lætur sögumanninn Nínu tala til manns með ólíkindalátum og dregur lesandann á tálar, villir og stillir.
Sagnasveigur Guðmundar Andra um
þorpið Valeyri og nokkra íbúa þess
byggir á formi sem er alþekkt þótt ís-
lenskir höfundar hafi fáir lagt það fyrir
sig með jafn yfirlýstum hætti og Andri
gerir. Raunar minnist ég bara ljóða-
sveigs Gunnars Gunnarssonar, en vera
kann að fleiri hafi lagt sig eftir þessari
gerð sagna sem oft er haldið saman af
formi, anda og staðsetningu í tíma og
rúmi. Saltkorn í mold eftir Guðmund
Böðvarsson kemur upp í hugann, Hvít-
ársíðusögur Böðvars bera þennan svip.
Hér er margsinnis minnt á að sama
andartakið, tvær mínútur, er núllstund-
in í mörgum ef ekki öllum sögunum
þótt þaðan breiðist frásögn jafnan yfir
stærra svið, tekur jafnvel til heillar æfi, atburða liðins
tíma. Andri rammar sögurnar sem eru fjórtán saman
með inngangi og eftirmáli, nánast eins og hann sé að
leika sér líka með hringleikinn – rondó – ormurinn
bíti í hala sinn. Tónlist er reyndar mikilvægur þáttur
í safninu, tónlist af öllu tagi, enda að hefjast kórtón-
leikar í þorpinu. Hér hljóma margar raddir og er á
líður sveiginn skýrast sumar sögurnar, skarast, bæta
í og birta annað sjónarhorn.
Það er mildi sem ríkir yfir sveignum öllum,
sögumaðurinn, söguandinn, lítur af umburðarlyndi
og væntumþykju yfir sinn söfnuð, breyskar sálir og
brotnar. Örlögin eru ekki aðeins ráðin af gervileika,
göllum, heldur líka af hendingunni, hikinu, þegar
ævin fer hjá garði. Persónugerðirnar, svo margbreyti-
legar sem þær eru, ná ekki að verða, standa undir
eigin væntingum og tapa þannig ævinni, gæfan
gengur þeim úr greipum. Þannig er yfir safninu öllu
ljúfsár en brosmildur svipur sem liggur ekki aðeins í
afstöðu sögumannsins heldur í stílnum sem er ljúfur
og lýriskur, stundum fullfegraður en sú er afstaðan,
jafnvel aðeins rómantískur.
Bent hefur verið á að hér komi saman þræðir úr
eldri verkum höfundar, ekki er ég svo þaullesinn í
Andrafræðum að ég geti um það dæmt en ljóst er þó
að hér fer höfundur sem ann viðfangsefni sínu, dag-
legru spani hversdagsfólks sem lætur lítið yfir sér,
stendur ekki í stórræðum, guðsbörnum sem skapari
þeirra meðhöndlar af skilningi og hlýju þó brestir
séu lagðir fyrir okkur og skýrðir svo við skiljum þessi
systkin okkar í þorpinu. -pbb
Söknuður þorpsins
Guðmundur Andri
Thorsson.
Ljósmynd/JPV
Lj
ós
m
yn
d/
JP
V
Áramótaferð
Útivistar í Bása
30. desember – 2. Janúar
Skráning á skrifstofu Útivistar í síma 562 1000