Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 84
48 heilsa Helgin 25.-27. nóvember 2011
L engstum í sögulegu samhengi hefur mann-skepnan hvar sem hún hefur hreiðrað um sig á jarðarkringlunni búið við matarskort og
ekki þurft að kljást við offitu. En þá eins og nú hefur
gæðum jarðar verið misskipt og á flestum tímabil-
um mannkynssögunnar hafa valdamenn verið vel
í holdum og á myrkum miðöldum Evrópu þótti það
vera merki um velmegun og góðan árangur í lífinu. Í
kjölfar iðnbyltingarinnar hefst fjöldaframleiðsla á mat-
vælum sem umbylti fæðuöflun og aðgangi almennings
að mat. Á tiltölulega fáum áratugum tókst iðnvæddum
Vesturlöndum að brauðfæða flesta íbúa með fjölda-
framleiðslu. Hungursneyðir urðu sjaldgæfar nema ef
vera skyldi í kjölfar styrjalda og átaka. Aðrir heims-
hlutar hafa síðan náð að brauðfæða sig fyrir utan
Afríku vegna vatnsskorts og átaka um auðlindir. Í
þúsundir ára hafa margar þjóðir ekki þurft að hafa
áhyggjur af offitu og er þar nærtækast að líta til Kína,
Japan og Grænlands. Hér á landi var offita nánast
óþekkt fyrir 1970.
Nú er svo komið að offituvandamálið er farið að
herja á flestar þjóðir heims og þar á meðal Kínverja og
Grænlendinga. Hvað hefur breyst í mataræði þessara
þjóða sem framkallar þessa þróun? Jú sú vitneskja að
bein tenging er á milli aukinnar sykurneyslu og tíðni
offitu samanber graf hér að neðan sem sýnir hvernig
aukin neysla sykurs hefur haldist í hendur við tíðni
offitu hjá Bandaríkjamönnum 20 ára og eldri.
Framleiðsla á sykri og kornsýrópi
Framleiðsla á sykri hófst árið 1689 þegar fyrsta syk-
urverksmiðjan var reist í New York. Þá þegar byrjuðu
menn að sykra morgunmatinn sinn, hafragrautur með
sykri varð fljótt algengur og á innan við tíu árum var
neysla sykurs orðin um tvö kíló á mann á ári í Banda-
ríkjunum. Hér á landi er neysla á viðbætum sykri um
48 kíló að meðaltali á mann á ári, sem gerir tæplega
eitt kíló á viku. Við eigum því þann vafasama heiður
að vera Norðurlandameistarar í sykuráti.
Afdrifaríkt skref í þessari þróun átti sér einnig stað
í Bandaríkjunum er fjöldaframleiðsla á kornsýrópi
hófst á sjöunda áratugnum. Virkar svosem saklaust
að auka framleiðslu á kornsýrópi en það sem skipti
ekki síður máli voru miklar niðurgreiðslur stjórnvalda
á korni. Gríðarleg framleiðslugeta varð fljótt til og
koma þurfti ódýrri framleiðslunni í sölu. Á ótrúlega
stuttum tíma var ódýrt kornsýróp komið í nánast alla
matvöru, allt frá mjólkurvörum yfir í kex og sælgæti.
Afleiðingin af þessu er að neytendur eru háðir því að
finna sykurbragð af matnum og allur matur verður
eins á bragðið sem er bein afleiðing af sykurvæðingu
matvæla.
Sykurvæðingin
Vestræn matvælaframleiðsla tröllríður nú öðrum
heimshlutum líkt og um trúboðsfaraldur sé að ræða
og stórmarkaðir rísa með fullar hillur af sælgæti,
dósamat og frosnum afurðum sem ekki þarf að hafa
áhyggjur af að hafi síðasta söludag. Í stað kirkjubygg-
inga rísa einnig vestrænir skyndibitastaðir hraðar en
aldrei fyrr. Um afskaplega sorglega menningarsnauða
þróun er að ræða sem breiðist hratt út og hefur þegar
náð tökum á Mexíkó, hluta Suður-Ameríku, Austur-
Evrópu, Japan, Ástralíu og sækir hratt á Kína og
Suður-Afríku. Ef heldur sem horfir verður þess ekki
langt að bíða að offita muni herja á Indland. Stóru
matvælaframleiðendur eins og Nestle, Pepsi, Coca
Cola og Kraft Foods nema ný lönd á degi hverjum og
ef þeir rekast á einhverjar hindranir þá hóta þeir stjór-
nvöldum líkt og Coca Cola gerði í Frakklandi nú fyrir
skömmu er franska ríkisstjórnin vildi setja skatt á
sykraða gosdrykki til að draga úr offitu ungmenna.
Það er erfitt að sjá fyrir sér að ríki Afríku muni hafna
erlendri fjárfestingu Coca Cola þegar vestræn ríki
geta ekki gert það.
Vesturlönd eru því á góðri leið með að vestræna hin
austræna heim með markaðssetningu á fjöldafram-
leiddum sykruðum mat, sælgæti og skyndibitafæði
sem á eftir að hafa mjög alvarlegar félagslegar og
efnahagslegar afleiðingar auk þess að afmá fjöl-
breytta staðbundna matarmenningu.
Neytandinn
Einhver myndi segja að fólk geti einfaldlega valið um
hvort það borðar sykur eða ekki! En er þetta svona
einfalt? Ekki alveg, því ef gengið er um stórmarkaði
og fæstir hafa aðra möguleika en að versla í þeim þá
er búið að setja sykur eða kornsýróp út í stóran hluta
matvæla. Ef sneiða á framhjá sykruðum matvælum
þá er lítið eftir í matarkörfunni annað en grænmeti,
fiskur og ávextir. Kaupmenn leggja ennfremur mikið
á sig til að skipuleggja búðir með þeim hætti að vara
sem hefur mesta framlegð sé hvað aðgengilegust
fyrir neytandann. Það vill svo til meðal annars vegna
niðurgreiðslna að oftar en ekki er um mikið sykr-
aðar vörur að ræða. Loks þarf mikla sérfræðiþekk-
ingu til að lesa út úr innihaldslýsingum en það kemur
mörgum á óvart hversu mikið er af sykri í matvöru
og hversu mörg nöfn eru notuð um sykur til að rugla
neytendur í ríminu.
Við skorum á lesendur að skoða vel innihaldslýsing-
ar á matvöru því ekki er allt sem sýnist.
Heyrnarskerðing er algengt vandamál og meirihluti okkar kemur til með að
finna fyrir skertri heyrn eftir því sem við
verðum eldri. Sú vitneskja hjálpar okkur
þó ekki alltaf að takast á við vandamálið,
sérstaklega ef þú eða þínir nánustu
hafa áhyggjur af því að þurfa að nota
heyrnartæki í fyrsta sinn.
Heyrnartækni kynnti þann 29. október
ný heyrnartæki frá Oticon sem þróuð voru
sérstaklega til að mæta þörfum þeirra sem
eru að byrja að nota heyrnartæki. Tækin
sem um ræðir heita Intiga og er um að
ræða minnstu heyrnartæki í heimi í flokki
bak við eyra heyrnartækja sem búa yfir
þráðlausri tækni og hljóðstreymingu.
„Með Intiga er auðveldara og
þægilegra en nokkurn
tímann áður að fá betri
heyrn. Sambland af
framúrskarandi virkni
og nánast því ósýnilegum heyrnartækjum
veitir notendum sjálfstraust til að vera
með tækin í öllum aðstæðum,“ segir
Anna Linda hjúkrunarfræðingur en hún
er sérmenntuð í heyrnarmælingum og
heyrnarfræðum. Anna Linda á og rekur
Heyrnartæki ásamt eiginmanni sínum
Birni Víðissyni.
Skjót aðlögun að Intiga
Nýleg alþjóðleg rannsókn sem var gerð
við Towson University í Banda-
ríkjunum og Hörzentrum í
Þýskalandi staðfestir að
Intiga heyrnartækin eru
bæði mjög áhrifarík og
auðveld í noktun að
sögn Önnu Lindu. „Þessar niðurstöður
sýndu að þróuð tækni Intiga tækjanna
ásamt ofur nettu og jafnframt snilldarlega
hönnuðu útliti hvetur fólk með heyrnar-
skerðingu til stíga fyrsta skrefið til bættra
lífsgæða með því að nota heyrnartæki.
Áður fyrr var almennt talið að það tæki
nokkrar vikur fyrir fólk að venjast því að
nota heyrnartæki í fyrsta sinn en með
Intiga þá hefur þetta breyst til muna.” Hún
segir jafnframt að þátttakendur í rann-
sókninni hafi þegar upplifað kosti þess að
vera með Intiga og greindu frá þáttum svo
sem þægindum í eyra og að tveggja manna
tal og samtal í hávaða varð skýrara. „Þeir
voru jafnframt fljótir að aðlagast tækinu
og innan viku lýsti meirihluti yfir vilja til að
vera með heyrnartæki til lengri tíma.“
Ofurnett og þægileg heyrnartæki
Talið er að eingöngu 20 prósent þeirra
sem eru með heyrnarskerðingu og gætu
haft gagn af heyrnartækjum leiti sér
hjálpar. „Margir bíða í fjölda ára áður en
þeir fá sér heyrnartæki. Meðal þeirra
sem prófa heyrnartæki í fyrsta skipti
þá eru alltaf einhverjir sem eru lengi að
venjast því að nota tækin og gefast upp.
Ómeðhöndluð heyrnarskerðing getur
leitt til þreytu, pirrings, minni félags-
virkni ásamt álagi á persónuleg eða
vinnutengd sambönd,” segir Anna Linda.
Og bætir við að sama hversu þróuð tæknin
í heyrnartækjum sé, „þau skila engum
árangri ef þau eru geymd ofan í skúffu, en
rannsóknir sýna að 1 af hverjum 10 þeirra
sem kaupa heyrnartæki nota þau aldrei.
Með Intiga heyrnartækjunum er verið að
hjálpa notendum að aðlagast því að nota
heyrnartæki fljótt og vel. Margir þættir
skipta máli við hönnun heyrnartækja
en það sem flestir leita eftir eru nett og
þægileg heyrnartæki sem eru búin þannig
tækni að þau skili notendum heyrn sem er
næst því að vera sem eðlilegust.”
Eins og önnur heyrnartæki frá Oticon
búa Intiga tækin yfir blátannartækni
sem gerir notendum kleift að tengja
þau þráðlaust við aðra hjóðgjafa eins og
farsíma, sjónvarp, tölvu og heimasíma.
„Þó svo að tækin séu nær ósýnileg á bak
við eyra þá koma þau í mörgum fallegum
litum sem hægt er að velja um. Intiga
heyrnartækin henta einstaklingum með
væga til meðal mikla heyrnarskerðingu en
meira en 80 prósent sem eru að byrja að
nota heyrnartæki eru í þessum flokki við
greiningu,” segir Anna Linda.
Heimsins minnstu heyrnartæki skila notendum skjótum árangri
Kristján Vigfússon
kennari í Háskólanum
í Reykjavík
Þórdís Sigurðardóttir
félagsfræðingur og
heilsuráðgjafi hjá IIN
Sykurvæðing matvæla
Tengsl sykurneyslu og offitu.
Sykur unnin úr sykurreyr kemur í ýmsum myndum. Að auki er
framleitt ódýrt sætuefni úr korni, svokallað kornsíróp, sem
er notað óspart í mat og drykk af mörgum gerðum. Ljósmynd/
Nordicphotos Getty-Images
Umsóknarfrestur er til 29. nóvember 2011
Hæfnikröfur:
Stundvísi, samviskusemi og dugnaður
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Viðkomandi þarf að standast hæfnispróf sundstaða
Lágmarksaldur er 20 ár
Umsóknir sem greina frá menntun, reynslu og fyrri störfum
skulu sendar á netfangið hildurm@mos.is. Einnig má skila
2, 270 Mosfellsbæ.
-
stjóri í síma 6936725 milli klukkan 9 og 16.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Starfsmannafélags Mosfellsbæjar.
Mosfellsbær setur sér það markmið að vera eftirsóknarverður
Laus störf
hjá Íþróttamiðstöðvum Mosfellsbæjar
100% staða konu við Íþróttamiðstöðina Lágafelli
100% staða konu við Íþróttamiðstöðina Lágafelli
frá og með 15. des. n.k.
við Íþróttamiðstöðina
Lágafelli frá og með 1. jan. n.k.
Um er að ræða almenn störf
(vaktavinnu) í íþróttamiðstöð:
og aðlaðandi vinnustaður þar sem atvinna og ölskyldu-
ábyrgð.
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild
Fréttatímans í síma 531 3310 eða á
valdimar@frettatiminn.is
Fréttatímanum er dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og
í lausadreifingu um allt land.
Dreifing á bæklingum og
fylgiblöðum með
Fréttatímanum
er hagkvæmur
kostur.