Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 56
22 jól Helgin 25.-27. nóvember 2011
Þ egar jólahátíðin gengur í garð þá fer rútínan og mataræðið úr skorðum; fólk fer seinna að sofa, vaknar seinna
og morgunmaturinn samanstend-
ur oft á tíðum af konfektmola,
jólaöli, afgangi af hamborg-
arhryggnum og brún-
uðum kartöflum,“ segir
Rakel Sif Sigurðar-
dóttir næringar- og
heilsuráðgjafi. Rakel
Sif býr og starfar
í Lúxemborg en
margir þekkja
hana í gegnum
Facebook-
síðuna
Nær-
ing
og heilsa.
Hún útbjó fyrir lesendur uppskrift að
bragðgóðum og næringarríkum jólagraut
sem gott er að byrja daginn á.
„Það er ekkert launungarmál að
jólin koma á hverju ári og því ætti
að vera hægt að vera búinn að
skipuleggja sig, halda sig við
sína rútínu, leyfa sér konfekt-
mola og jólaöl inni á milli án
þess að þyngdaraukning upp
á fimm kíló sé afleiðingin.
Janúar er líka alveg helm-
ingi leiðinlegri ef maður
situr uppi með sárt ennið
sökum aukakílóa, með
skammdegið og í ofanálag
að vinna úr kreditkorta
skuldum og jólatimbur-
mönnum. Lífið verður
einfaldara ef maður getur
stjórnað að minnsta
kosti einum þessara
þátta.“
Rakel Sif er mikið jóla-
barn og finnst dásam-
legt að eyða jólunum
heima hjá foreldrum
sínum að æskuheimili
sínu þar sem jólahefðir
ríkja. „Ég hverf aftur í
tímann til barnæskunnar
þegar jólatónlistin byrjar og
mamma kveikir undir pottunum. Ég hef
alltaf átt yndisleg
jól heima hjá
foreldrum
mínum.“
En í ár
eyðir
Rakel
Sif jól-
unum
í Lúx-
em-
borg
þar
sem
hún
hefur
verið
búsett
síðastlið-
inn sex ár.
„Við hlökkum
mikið til að byrja að
skapa okkar eigin jól
og jólahefðir með börn-
unum okkar sem verða brátt
tvö, en dóttir okkar fær lítið systkini í
aðventugjöf í ár.“
„Ég hangi yfirleitt mikið í eldhúsinu yfir
hátíðirnar þar sem mér finnst gaman að
prófa og þróa nýjar uppskriftir, baka og
hlusta á fallega jólatónlist. Svo er ekkert
betra en að klæða sig vel upp, fara í góðan
göngutúr í kuldanum með fjölskyldunni,
draga dóttur okkar á snjóþotu ef veður leyfir
og búa til snjókalla. Rölta um í bænum, upp-
lifa jólaljósin og stemmninguna og fá sér
ekta heitt súkkulaði inni á huggulegu kaffi-
húsi þegar hrollurinn sækir að. Svo er það
náttúrulega bara besta jólastemmningin að
kyssa manninn sinn mikið, knúsa börnin sín
og fjölskyldu og vera þakklátur fyrir allt það
sem maður á. Ég er alltaf voðalega þakklát
fyrir líf mitt og fjölskyldu og þann stað sem
ég er á en svo hleypur einhver hiti í hjartað
á manni yfir jólin og þá verður maður sér-
staklega þakklátur.“
Jólagrauturinn
Hangir í eldhúsinu yfir jólin
Rakel Sif Sigurðardóttir útbjó jólagraut sem gott er að byrja daginn á í stað þess að narta í
hamborgarhrygginn og konfektið frá deginum áður.
Bakaður jólagrautur með eplum og pekanhnetum.
Rakel Sif eyðir miklum tíma í eldhúsinu yfir jólahá-
tíðina, þar sem hún þróar nýjar uppskriftir.
Laugavegi 26 | s.512 1715
www.ntc.is | erum á
Jólin eru yndisleg...
DKNY | BY MALENE BIRGER | GERARD DAREL | BRUUNS BAZAAR | KRISTENSEN DU NORD | FRENCH CONNECTION | VENT COUVERT | UGG | FREE LANCE | STRATEGIA | BILLI BI