Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 40
6 jól Helgin 25.-27. nóvember 2011 S kátahnútar sem Ragnheiður Ösp vöruhönnuður lærði að hnýta á unga aldri urðu henni innblástur að hnýttum púðum sem hún hannaði og framleiðir úr íslenskri ull. Léttari útgáfu af þessum hnýttu púðum setti hún saman þegar Fréttatíminn fór þess á leit við hana. Útkoman er skrautlegt, fallegt og óvenjulegt jólaskraut. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í hausnum og þegar ég var beðin um að gera eitthvað jólalegt fyrir Fréttatímann ákvað ég að láta hana verða að veruleika. Ég fékk Glófa í Kópavogi, sem prjónar allt fyrir mig, til að prjóna mjó ullarbönd úr einbandi og ég hnýtti þau saman,“ segir Ragnheiður Ösp. „Ég datt niður á stórkostlega og fallega bók um hnúta þegar ég var að ráfa á netinu og pantaði hana samstundis. Hún varð svo kveikjan að því að ég fór að gera þessa púða, en ég hafði verið heilluð af hnútum frá því ég var skáti sem lítil stelpa. Ég hef mjög gaman af því að taka hluti úr samhengi, leika mér með stærðir og beita gömlum aðferðum á nýjan máta.” Ragnheiður Ösp rekur vinnustofu ásamt fleiri hönnuðum á Laugavegi 25 þar sem hún situr nú iðin við að fram- leiða vörur fyrir jólin, því alla laugar- daga fram að jólum mun vinnustofan standa gestum og gangandi opin. Hún vinnur mikið með íslensku ullina eins og svo margir aðrir hönnuðir af hennar kynslóð sem hafa blásið nýju lífi í ullariðnaðinn á Íslandi. „Já þetta er aðalmálið núna og allir óðir í ullina. En það er líka svo auðvelt að vinna með hana og hún er ódýr, þetta er hráefni sem við höfum við höndina og eigum að nýta.“ En hvernig verða jólin hjá Ragnheiði? „Jólunum eyði ég alltaf í faðmi stórfjölskyldunnar. Ég og maðurinn minn förum til Keflavíkur til mömmu og pabba í mat og svo borðum við eftirréttinn hjá ömmu, en það eru engin jól án hans. Að því loknu hittast systkini pabba og börnin þeirra, þar á meðal systir hans sem býr erlendis, um kvöldið og þá er mikið talað og börnin eru hlaupandi út um allt,“ segir Ragnheiður Ösp og bætir við að mikil áhersla sé lögð á að allir í fjölskyld- unni hittist yfir hátíðarnar. „Ein jólin bjuggum við öll í hinum og þessum löndum en komum heim um jólin og gistum öll hjá afa og ömmu. Við vorum sennilega ellefu í allt í allt og húsið var svo pakkað að afi, sem er þúsundþjalasmiður, brá á það ráð að tjalda í verkstæðinu sínu sem stendur við litla timburhúsið þeirra og svaf því í tjaldi öll jólin. Til að toppa þetta festi hann jólastjörnu efst á tjaldið. Það voru eftirminnileg jól,“ segir Ragnheiður Ösp. Húsið var svo pakkað að afi sem er þúsund- þjalasmiður brá á það ráð að tjalda í verkstæðinu sínu sem stendur við litla timbur- húsið þeirra og svaf því í tjaldi öll jólin. Til að toppa þetta festi hann jólastjörnu efst á tjaldið.  jólaHönnun úr íSlenSkum lopa Sækir innblástur í æskuna Ragnheiður Ösp útbjó jólaskraut úr hnútum en á þeim hefur hún haft mikinn áhuga á allt frá því hún var skáti. Skrautlegt og fallegt jólaskraut úr ís- lenskum lopaböndum hnýtt eftir kúnstar- innar reglum. Jólagjafir prjónakonunnar Laugavegi 59, 2. hæð | Sími 551 8258 | www.storkurinn.is Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur, Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Stærðir 40-60. Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar- svæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.