Fréttatíminn - 07.01.2011, Síða 2
H eilsuveitingastaðurinn Happ verður á næstunni opnaður í Lúxemborg. Rekstrarstjórar staðarins verða þær
Anna Lísa Sigurjónsdóttir, eiginkona Hreið-
ars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaup-
þings, og Kristjana Steingrímsdóttir, kona
Sigþórs Júlíussonar, fyrrum starfsmanns
Landsbankans í Lúxemborg og knattspyrnu-
manns úr KR. „Við konurnar rekum þetta –
ekki þeir,“ segir Unnur Guðrún Pálsdóttir,
kölluð Lukka, annar tveggja eigenda. Það seg-
ir hún að sé á hreinu og heiðurinn sé þeirra.
Þetta er ekki eini veitingastaðurinn sem
opnaður verður undir merkjum Happs á næst-
unni því eigendunum, þeim Lukku og Þórdísi
Sigurðardóttur, hefur einnig verið úthlutað
plássi í nýjum húsum á brunarústum Austur-
strætis og stefna á að opna hráfæðisveitinga-
stað sem einnig verður opinn á kvöldin. „Út-
rás til Lúxemborgar og innrás í miðborgina.
Það eru verkefni sem við erum mjög stoltar af.
Við fengum borgina til að leigja okkur stokka-
húsið, sem byggt hefur verið upp eftir brun-
ann. Það verður opnað í sumar,“ segir Lukka.
„Þar verður alveg nýr matseðill á kvöldin. Við
förum meira út í hráfæðið og bjóðum upp á
heilsumat, eins og áður.“
Lukka segir að ástæða þess að þær opni nú
í Lúxemborg, við Rue Henri Limpertsberg,
sé sú að þar þekki þær vel til. Hún hafi til að
mynda verið þar au-pair á sumrin, tengd flug-
heiminum. Þær Kristjana og Anna Lísa séu
einnig vel að sér í hráfæði. Kristjana vinni
við að útbúa hráfæðisrétti í Lúxemborg og
Anna Lísa hafi verið fastagestur hjá Lukku
áður, sem leiddi til samstarfs þeirra Þórdísar.
„Í Lúxemborg eru bæði frönsk og þýsk
áhrif og þar, svipað og í hinum löndunum,
er vakning fyrir heilsufæði þótt þeir virðist
skemmra á veg komnir en sjá má í stórborg-
um Þýskalands.“ Staðurinn verður hádegis-
verðarstaður. „Í Lúxemborg er innbyggt í
samfélagið að fólk fer út að borða í hádeginu.
Staðurinn verður því aðeins opinn til þrjú á
daginn. Verði hins vegar mikil traffík gæt-
um við endurskoðað afgreiðslutímann,“ segir
hún.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Útrás til
Lúxem-
borgar og
innrás í
miðborg-
ina. Það er
verkefni
sem við
erum mjög
stoltar af.
viðskipti Íslenskur Heilsuveitingastaður Í út- og innrás
Kaupþingsbankastjórafrú
stýrir Happi í Lúxemborg
Veitingastaðurinn Happ hefur slegið í
gegn, sérstaklega hjá kvenþjóðinni.
„Þegar við opnuðum staðinn
voru hlutföllin 95% konur 5%
karlar, en það hefur breyst og
um 20% gestanna eru nú
karlmenn,“ segir
annar eigandinn,
Unnur Guðrún
Pálsdóttir. „Karlarnir hafa uppgötvað að
hjá okkur eru allar þessar fallegu konur og
maturinn góður. Það er ekki meinlætalíf að
borða hollan mat.“
Þá hefur hugmyndin að bjóða fólki að borða
allan daginn mat af veitingastaðnum undið
upp á sig. Fólk getur nefnilega pantað matar-
pakka, sótt og fengið sent heim, og tryggt sér
hollustu allan daginn.
Borða mat af veitingastað allan daginn
Eigendur veitingastaðarins Happs stefna á að opna nýja staði bæði í Lúxemborg og
endurbyggðu húsunum í Austurstræti. Anna Lísa Sigurjónsdóttir, eiginkona Hreið-
ars Más Sigurðssonar, og Kristjana Steingrímsdóttir ætla að reka staðinn ytra en
eigendurnir eru Unnur Guðrún Pálsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir, mágkona Önnu.
Vildu lána dæmdum
Rússa 270 milljarða
Fréttastofa RÚV greindi frá því á
mánudag að lánanefnd Kaupþings hefði
samþykkt á fundi sínum í London 24.
september 2008 að lána rússneska
milljarðamæringnum Alisher Usmanov,
dæmdum gæpon frá Úsbekistan, 270
milljarða króna til að kaupa hlutabréf í
finnska tryggingafélaginu Sampo, þar
sem Exista, stærsti hluthafi Kaupþings,
var einnig stærsti hluthafinn. Ekki virðist
þó hafa verið gengið frá láninu eða
greiðsla gengið í gegn til Usmanovs.
Exista seldi bréf sín í Sampo á brunaút-
sölu tveimur vikum síðar. Þetta gerðist
degi fyrir stjórnarfundinn fræga þar
sem ábyrgðir starfsmanna á lánum fyrir
hlutabréfum í bankanum voru felldar
niður. -óhþ
Munar 100 milljörðum
Líkur hafa verið leiddar að því að hugmyndin
hafi verið að Usmanov keypti hlut Existu í Sampo
með lánsfé frá Kaupþingi. Ef það er rétt hefði
Usmanov borgað 270 milljarða fyrir rétt tæplega
20 prósentna hlut í finnska tryggingarisanum.
Usmanov fékk hins vegar aldrei peningana og Exista
seldi hlutinn á brunaútsölu tveimur vikum seinna
fyrir upphæð sem var hundrað milljörðum lægri en
sú sem Usmanov átti að fá að láni. -óhþ
Stakk kærastann með
hnífi um jólin
Mál konu sem stakk kærasta sinn með hnífi í öxl um
jólin er til rannsóknar hjá lögreglu höfuðborgar-
svæðisins. Málsatvik eru óljós og framburður
misvísandi en málið er ekki rannsakað sem morð-
tilraun, segir Friðrik Smári Björgvinsson yfirlög-
regluþjónn. Hann segir það í flokki heimilisofbeldis,
stungan hafi ekki verið djúp og óljóst hvenær
rannsókn þess ljúki.
Milli jóla og nýárs greindi Fréttablaðið frá því að
parið væri á þrítugsaldri og að það hefði neytt
áfengis og fíkniefna. -gag
Kyrrsett hjá
Lárusi fyrir 70
milljónir
Slitastjórn Glitnis hefur fengið
samþykkta sjötíu milljóna króna
kyrrsetningarbeiðni á einbýlis-
hús Lárusar Welding í Blöndu-
hlíð. Ástæða kyrrsetningarinnar
er mál slitastjórnarinnar gegn
Lárusi, Jóni Ásgeiri Jóhann-
essyni, Pálma Haraldssyni og
þremur starfsmönnum Glitnis
þar sem slitastjórnin fer fram á
sex milljarða króna bætur. Áður
hefur slitastjórnin kyrrsett eign-
ir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
en Pálmi Haraldsson greiddi
hálfan milljarð í tryggingu til að
komast hjá kyrrsetningu. -óhþ
Hreiðar Már
Sigurðsson og
fjölskylda búa í
Lúxemborg.
Unnur Guðrún
Pálsdóttir, Lukka,
á heilsuveitinga-
staðnum sínum
Happi, sem hefur
gert mikla lukku.
Ljósmynd/Hari
F rét tastofa RÚ V greindi frá því í gær að lánanefnd Landsbankans, sem skipuð
var þeim Sigurjóni Þ. Árnasyni,
Elínu Sigfúsdóttur og Halldóri K.
Lárussyni, hefði tekið ákvörðun um
117 milljarða króna lánveitingar 8.
október 2008, daginn eftir að Lands-
bankinn var tekinn yfir af Fjármála-
eftirlitinu. Eftir því sem fram kemur
á RÚV runnu 70 milljarðar til félaga
tengdra aðaleigendum bankans,
fegðunum Björgólfi Guðmundssyni
og Björgólfi Thor Björgólfssyni.
Ekki er vitað hversu mikið af upp-
hæðinni allri var í raun úthlutað eða
hvort búið var að ráðstafa hluta lán-
anna áður en fundurinn var haldin.
Gunnar Andersen, forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins, sagðist í samtali við
Fréttatímann ekki geta tjáð sig um
hvort þessi gjörningur lánanefnd-
arinnar, að ráðstafa slíkum upp-
hæðum eftir að eftirlitið hafði tekið
bankann yfir, væri löglegur eður
ei. „Við skoðum allt sem við kemur
bönkunum með rannsóknarnálar-
augum. Ég get ekki tjáð mig um ein-
stök atriði í því,“ segir Gunnar.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
landsbankinn lánamál
70 milljarðar lánaðir til Björgólfs-
feðga eftir að bankinn féll
Fréttastofa RÚV hefur undir höndum fundargerð lánanefndar bankans frá 8. október 2008.
Björgólfur Thor Björgólfsson og
faðir hans fengu 70 milljarða lánafyrir-
greiðslu frá bankanum eftir að hann var
tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu.
2 fréttir Helgin 7.-9. janúar 2011