Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 6
S óst er eftir starfs-kröftum Sense, dótt-urfélags Nýherja, í Noregi og er útlit fyrir að fyrirtækið verði á næst- unni með alla þá starfs- menn sem það má missa úr landi þar ytra. Þrír fara til að mynda út í næstu viku til að tengja tæknibúnað í höfuðstöðvum norska olí- urisans Statoil sem verið er að reisa í Stavanger, segir framkvæmdastjórinn Er- ling Ásgeirsson. „Við reiknum með að vera með starfsmenn ytra meira og minna allt árið. Hefðum við ekki þetta verk- efni værum við að kroppa í þau nokkur hér og þar,“ segir hann. „Funda- og upplýsingakerfi, er það síðasta sem sett er inn í ný- byggingar. Á meðan allt var á fullu blússi sáum við verk- efni fram í tímann. Núna veit ég ekki um nein stór mannvirki sem verið er að byggja, nema tónlistarhús- ið Hörpu. Að því komum við ekki og því má búast við því að lítið sem ekk- ert verði að gera í þessum sérhæfðu verkefnum hér heima næstu árin,“ segir hann. „Þess vegna koma verkefnin í Noregi sér vel fyrir alla, bæði fyrirtækið og starfsmenn.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  tækniþekking ÍSlenSk þekking eftirSótt utan landSteinanna Senda alla út til Noregs sem þeir geta Erling Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Sense, segir íslenska tækniþekkingu eftirsótta. Ljósmynd/Hari a ð sögn Páls Hjaltasonar, for-manns skipulagsráðs Reykjavík-ur, hafa komið fram fjölmargar ábendingar um að ýmislegt hafi farið úr- skeiðis við þessa fyrirhuguðu andlitsupp- lyftingu á Nönnutorgi. „Ég hef meðal annars fengið á minn fund íbúa í hverfinu sem var í áfalli yfir því sem hann kallaði yfirgang borgar- innar við þessa framkvæmd. Það er til dæmis grafalvarlegt mál að breytingin á torginu lukkaðist ekki betur en svo að hún virðist hamla aðkomu slökkvibíla. Það liggur fyrir að þetta þarf að sjálf- sögðu að lagfæra,“ segir Páll. Nönnutorginu var breytt síðasta  nönnutorg liStræn innSetning, geymSluStaður eða hönnunarSlyS? Bekkirnir á Nönnutorgi virðast fremur eiga að koma í veg fyrir að bílum sé lagt á torgið en þjóna þreyttum vegfarendum. Ljósmynd/Hari Merkjagerðarmenn borgarinnar reyna að útskýra hvaða mann- virki þetta er við mót Nönnugötu, Baldursgötu og Óðinsgötu. Víti til varnaðar Viðamiklar endurbætur á torginu á mótum Nönnugötu, Óðinsgötu og Baldursgötu eru svo misheppn- aðar að ekki þykir annað fært en að gjörbreyta núverandi hönnun þess. sumar í kjölfar íbúakosninga á netinu. Verklýsingin var að fækka bílastæðum, koma fyrir blómakerj- um, bekkjum og ruslastömpum. Kosningin var hluti af svokölluðu Lýðræðisverkefni fyrri meirihluta í borgarstjórn. Eftir breytingarnar á torginu hafa staðið þar í einni bendu og á örfáum fermetrum sjö bekkir, sem gætu á góðum degi rúmað í kringum þrjátíu manns í sæti. Svæðið hefur fyrir vikið litið út eins og geymslustaður fyrir um- frambekki borgarinnar eða jafnvel listræn innsetning. Hvorugt er þó raunin, að sögn Páls. „Þetta gerðist ekki á okkar vakt. Þetta var eitt af þeim verkefnum þar sem framkvæmdir voru keyrð- ar áfram þrátt fyrir meirihluta- skiptin. Í raun er framkvæmdin í hnotskurn nákvæmlega eins og við viljum ekki gera hlutina. Íbúar vildu lagfæringar á torginu, en höfðu ekkert um það að segja hvernig þær voru útfærðar. Þetta er okkur víti til varnaðar.“ Að sögn Páls verða breytingarn- ar á nýju útliti Nönnutorgs settar í opna samkeppni. Sama gildir um fyrirhugaðar breytingar á Óðins- torgi, Vitatorgi, Lækjartorgi og Ingólfstorgi, svo nokkur önnur dæmi sé til tekin úr miðbænum. -jk www.skjargolf.is GOLFKORTIÐ VEITIR 40% AFSLÁTT AF GOLFVÖLLUM UMHVERFIS ÍSLAND AUK ANNARRA GLÆSILEGRA FRÍÐINDA TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT STRAX! 6 fréttir Helgin 7.-9. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.