Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Page 6

Fréttatíminn - 07.01.2011, Page 6
S óst er eftir starfs-kröftum Sense, dótt-urfélags Nýherja, í Noregi og er útlit fyrir að fyrirtækið verði á næst- unni með alla þá starfs- menn sem það má missa úr landi þar ytra. Þrír fara til að mynda út í næstu viku til að tengja tæknibúnað í höfuðstöðvum norska olí- urisans Statoil sem verið er að reisa í Stavanger, segir framkvæmdastjórinn Er- ling Ásgeirsson. „Við reiknum með að vera með starfsmenn ytra meira og minna allt árið. Hefðum við ekki þetta verk- efni værum við að kroppa í þau nokkur hér og þar,“ segir hann. „Funda- og upplýsingakerfi, er það síðasta sem sett er inn í ný- byggingar. Á meðan allt var á fullu blússi sáum við verk- efni fram í tímann. Núna veit ég ekki um nein stór mannvirki sem verið er að byggja, nema tónlistarhús- ið Hörpu. Að því komum við ekki og því má búast við því að lítið sem ekk- ert verði að gera í þessum sérhæfðu verkefnum hér heima næstu árin,“ segir hann. „Þess vegna koma verkefnin í Noregi sér vel fyrir alla, bæði fyrirtækið og starfsmenn.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  tækniþekking ÍSlenSk þekking eftirSótt utan landSteinanna Senda alla út til Noregs sem þeir geta Erling Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Sense, segir íslenska tækniþekkingu eftirsótta. Ljósmynd/Hari a ð sögn Páls Hjaltasonar, for-manns skipulagsráðs Reykjavík-ur, hafa komið fram fjölmargar ábendingar um að ýmislegt hafi farið úr- skeiðis við þessa fyrirhuguðu andlitsupp- lyftingu á Nönnutorgi. „Ég hef meðal annars fengið á minn fund íbúa í hverfinu sem var í áfalli yfir því sem hann kallaði yfirgang borgar- innar við þessa framkvæmd. Það er til dæmis grafalvarlegt mál að breytingin á torginu lukkaðist ekki betur en svo að hún virðist hamla aðkomu slökkvibíla. Það liggur fyrir að þetta þarf að sjálf- sögðu að lagfæra,“ segir Páll. Nönnutorginu var breytt síðasta  nönnutorg liStræn innSetning, geymSluStaður eða hönnunarSlyS? Bekkirnir á Nönnutorgi virðast fremur eiga að koma í veg fyrir að bílum sé lagt á torgið en þjóna þreyttum vegfarendum. Ljósmynd/Hari Merkjagerðarmenn borgarinnar reyna að útskýra hvaða mann- virki þetta er við mót Nönnugötu, Baldursgötu og Óðinsgötu. Víti til varnaðar Viðamiklar endurbætur á torginu á mótum Nönnugötu, Óðinsgötu og Baldursgötu eru svo misheppn- aðar að ekki þykir annað fært en að gjörbreyta núverandi hönnun þess. sumar í kjölfar íbúakosninga á netinu. Verklýsingin var að fækka bílastæðum, koma fyrir blómakerj- um, bekkjum og ruslastömpum. Kosningin var hluti af svokölluðu Lýðræðisverkefni fyrri meirihluta í borgarstjórn. Eftir breytingarnar á torginu hafa staðið þar í einni bendu og á örfáum fermetrum sjö bekkir, sem gætu á góðum degi rúmað í kringum þrjátíu manns í sæti. Svæðið hefur fyrir vikið litið út eins og geymslustaður fyrir um- frambekki borgarinnar eða jafnvel listræn innsetning. Hvorugt er þó raunin, að sögn Páls. „Þetta gerðist ekki á okkar vakt. Þetta var eitt af þeim verkefnum þar sem framkvæmdir voru keyrð- ar áfram þrátt fyrir meirihluta- skiptin. Í raun er framkvæmdin í hnotskurn nákvæmlega eins og við viljum ekki gera hlutina. Íbúar vildu lagfæringar á torginu, en höfðu ekkert um það að segja hvernig þær voru útfærðar. Þetta er okkur víti til varnaðar.“ Að sögn Páls verða breytingarn- ar á nýju útliti Nönnutorgs settar í opna samkeppni. Sama gildir um fyrirhugaðar breytingar á Óðins- torgi, Vitatorgi, Lækjartorgi og Ingólfstorgi, svo nokkur önnur dæmi sé til tekin úr miðbænum. -jk www.skjargolf.is GOLFKORTIÐ VEITIR 40% AFSLÁTT AF GOLFVÖLLUM UMHVERFIS ÍSLAND AUK ANNARRA GLÆSILEGRA FRÍÐINDA TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT STRAX! 6 fréttir Helgin 7.-9. janúar 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.