Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Page 8

Fréttatíminn - 07.01.2011, Page 8
Er að verða ljóst hvern hug almenn- ingur ber til hug- mynda um að girða höfuðborgarsvæðið af með tollmúr. Blaðamannaverðlaun Almennur skilafrestur á tilnefningum (ábendingum) vegna Blaðamanna­ verðlauna ársins 2010 er til FÖSTUDAGSINS 21. JANÚAR 2011 KL 16:00. Eins og áður eru verðlaunin eru veitt í þremur flokkum en þeir eru þessir: . Besta umfjöllun ársins 2010 . Rannsóknarblaðamennska ársins 2010 . Blaðamannaverðlaun ársins 2010 Almenningur getur komið með tilnefningar með því að fara inn á vef Blaða­ mannafélagsins www.press.is á þar til gert tilnefningarsvæði. Tilgreina þarf nafn blaðamanns eða blaðamanna, miðil, hvað tilnefnt er fyrir, hvenær það birtist og rök fyrir tilnefningunni. Einnig er hægt er að senda inn tilnefningar til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamannafélags Íslands í Síðumúla 23, 108 Reykjavík, ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Dómnefnd mun síðan fara yfir tilnefningarnar og tilkynna um verðlaunahafa 26. febrúar nk. Sálfræðistofa Björgvins Ingimarssonar Borðað í árvekni Námskeið sem leggur drög að breyttum lífsstíl við neyslu matar. Farið verður yfir hvernig njóta má matar til fulls þótt skammtar séu minnkaðir. Tekist verður á við sjálfvirka matarneyslu og innbyggða ,,skyldu“ til að klára af disknum. Námskeiðið snýst ekki aðallega um að grenna sig en rannsóknir hafa þó sýnt fram á þyngdarlækkun til lengri tíma hjá þeim sem tekist hefur að viðhalda árvekni við matarborðið. Laugavegi 178 - 105 Reykjavík - björgvin@salfrædingur Námskeiðið stendur í fjögur skipti frá 15. janúar til 5. febrúar. Nánari upplýsingar í síma 571 2681 eða á www.salfraedingur.is  FÍB UndirskriFtasöFnUn á veFnUm Þúsundir mótmæla vegatollum Þúsundir manna mótmæla vegatollum á vegi umhverfis höfuðborgarsvæðið. Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hýsir á vef sínum, fib.is, undirskrifta- söfnun gegn veggjaldi á þessum braut- um, vegatollmúr eins og FÍB kallar það. Þegar á öðrum degi höfðu um tíu þús- und manns mótmælt veggjaldinu á vef félagsins og síðdegis í gær, fimmtudag, voru mómælendur orðnir 35 þúsund. „Það er því að verða ljóst,“ segir Stef- án Ásgrímsson hjá FÍB, „hvern hug al- menningur ber til þeirrar fyrirætlunar stjórnvalda að girða höfuðborgarsvæð- ið af með tollmúr og leggja vegatolla á alla umferð um þjóðvegina inn á og út af svæðinu þegar endurbótum á þessum vegum verður lokið eftir fá ár. Stjórnvöld hafa valið úr umferðar- þyngstu kaflana af samhangandi og samstæðu þjóðvegakerfi Íslands til að gera sérstaklega gjaldskylda í ofaná- lag við gríðarháa skatta sem fyrir eru á eldsneyti, bifreiðar og rekstur þeirra. Þetta er gjörbreyting á grundvallar- hugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og allra landsmanna.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is m álin eru ekki útrædd, um-ræðum er ekki lokið. Staðan er status quo [óbreytt], segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, spurður um margra klukkustunda þing- flokksfund á miðvikudag sem sprott- inn var meðal annars af hjásetu hans, Lilju Mósesdóttur og Ásmundar Einars Daðasonar þegar fjárlög fjármálaráðherra voru samþykkt. Lilja hafði lýst því yfir að hún gæti yfirgefið þingflokkinn en hefur nú lýst því yfir að það verði ekki. Ágrein- ingur innan flokksins nær til fleiri mála, eins og ESB-umsóknarinnar og efnahags- mála. „Við viljum líka, eftir sem áður, sjá breyttar áherslur í efnahagsmálum,“ seg- ir Atli. „Ég vil að komið verði í veg fyrir frekari uppsagnir opinberra starfsmanna. Sérstaklega þær uppsagnir sem óhjá- kvæmilega leiða af fjárlagafrumvarpinu.“ Það sé ekki of seint og hægt að koma í veg fyrir uppsagnirnar á fjáraukalögum. ESB-umsókn á krossgötum Spurður um orð Össurar Skarphéðinsson- ar, sem sagði í frétt Morgunblaðsins að deilur innan VG hefðu engin áhrif á störf ríkisstjórnarinnar né umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, svarar hann því til að Össur sitji ekki þingflokksfundi Vinstri grænna heldur sé „túlkandi úti í bæ“ sem hver annar. Hann taki því um- mælum hans með þeim fyrirvara. „ESB-umsóknin er á ákveðnum kross- götum núna vegna vinnu rýnihópa og það er seinni rýning í landbúnaðinn núna í seinni hluta janúar og í málefni sjávar- útvegs í febrúar. Þar þurfum við Íslend- ingar að svara grundvallar- og pólitískum spurningum um hvenær og hvernig við ætlum að laga regluverk okkar að þeirra. Við eigum eftir að klára það mál og fund- um um það á mánudaginn; fáum væntan- lega sérfræðinga á okkar fund til að ræða það,“ segir Atli.  PólitÍk tekið á ágreiningi innan þingFlokks vinstri grænna Af Facebook-síðu Lilju Mósesdóttur. Fyrirvari við stuðninginn Með óleyst mál í pokahorninu sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, í Fréttablaðinu að ríkisstjórnin hefði stuðning allra þingmanna sinna. Hann segir ekkert kjaftæði í gangi og þessi eins dags fundur hafi skilað því að þingflokkurinn sé kominn vel á veg með að leysa ágreininginn sem uppi hafi verið. Atli segir að þau þrjú, hann, Lilja og Ásmundur, hafi alltaf sagt að þau myndu aldrei styðja vantraust á ríkisstjórnina: „Ergo, þá hlýtur maður að styðja hana.“ Hann hafi þó aldrei stutt ESB-umsóknina og hafi frelsi til að leggjast gegn henni með þeim hætti sem hann kjósi. „Þetta er skýrt í samstarfsyfirlýsingu flokkanna en við eigum eftir að útkljá málin.“ Það eigi því eftir að koma í ljós hvort hann láti steyta á þessu máli í samstarfi flokkanna. „Fyrst þurfum við betri upplýsingar og ég hef þennan fyrirvara um stuðning.“ Þingflokksfundum VG vegna þessarar krísu verður fram haldið á mánudag. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Lilja Mósesdóttir er ekki á leið út úr þing- flokki Vinstri grænna eftir fund flokksins þar sem ágreiningurinn var ræddur. Hún hefur gagnrýnt harðlega Steingrím J., foringja flokksins, og hann hefur sagt hana þurfa að íhuga stöðu sína innan flokksins. Ljósmynd/Hari Atli Gíslason Styðja ríkisstjórnina en ekki öll mál hennar Atli Gíslason styður ekki aðildarviðræðurnar við ESB og setur þann fyrirvara við stuðning sinn við ríkisstjórnina. Hann segir málin ekki útrædd eftir þingflokksfundinn á miðvikudag. Hann vill sjá breytta efnahagsstefnu sem laga megi með fjáraukalögum. Nýr þingflokksfundur vegna ágreinings innan flokksins verður á mánudag. 8 fréttir Helgin 7.-9. janúar 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.