Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Page 34

Fréttatíminn - 07.01.2011, Page 34
34 viðhorf Helgin 7.-9. janúar 2011 Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Það er því ekki skrítið að þessi stjórn slagi um eins og hún sé helsærð. Það er bara um það bil tvennt í stöðunni; að slá hana af eða finna lækningu sem kemur henni til bjargar. Fært til bókar Aðeins ein mynd Landsdómur mun brátt koma saman í fyrsta sinn vegna ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra. Dómurinn hefur ekki verið kvadd- ur til starfa áður en honum ber að fjalla um meint brot ráðherra í starfi. Þrír aðrir ráðherrar í ríkisstjórn Geirs, sem sat frá 2007-2009, sluppu við ákæru, þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðs- son. Afgreiðsla Alþingis varðandi þessa fjóra fyrrverandi ráðherra var umdeild. Margir vilja því kynna sér landsdóm og allt sem honum við kemur. Fyrsti val- kostur í upplýsingaleit er netið og nánast sjálfgefið að menn kanni hvaða fróðleik er að finna á landsdomur.is. Því er fljót- svarað. Þar blasir við ein mynd og ekkert annað – af gapastokki. Strákarnir okkar? Fáir eru dáðari hér á landi en karla- landsliðið í handbolta, strákarnir okkar eins og þeir eru kallaðir, að minnsta kosti þegar vel gengur. Og það hefur svo sannarlega gengið vel hjá strákunum okkar. Þeir komu heim með silfur frá Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og bættu bronsi í safnið á síðasta Evrópumeistaramóti. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi þá verðskuldað fálkaorðu þegar þeir fluttu silfrið heim og Dorrit forsetafrú fékk ekki hamið sig þegar best gekk og gerði „stórasta land í heimi“ að ódauðlegum frasa. Nú halda strákarnir okkar enn af stað. Fram undan er heimsmeistara- mótið í handknattleik sem hefst í næstu viku í Svíþjóð. Sjónvarpið hefur fylgst vel með leikjum liðsins og sýnt beint. Þjóðin hefur staðið á öndinni þegar mest hefur á gengið. 365 miðlar skutu Sjónvarpinu hins vegar ref fyrir rass og keyptu sýn- ingarréttinn á leikjum liðsins á HM í Sví- þjóð. Það þýðir að þrír af fimm leikjum landsliðsins í riðlakeppni mótsins verða í lokaðri dagskrá. Undirskriftalistar ganga nú á netinu til að mótmæla þessu. Menn spyrja sig því þessa dagana hvort hinir dáðu drengir séu strákarnir okkar eða aðeins strákarnir hans Jóns Ásgeirs. Skammt öfganna á milli Íslendingar voru á árum áður hamingju- samasta þjóð í heimi. Það kom fram í hverri skoðanakönnuninni af annarri. Þetta vakti athygli víða enda undruð- ust menn hvernig fólk á hjara veraldar gat verið svo glatt í sinni. Ísland er á mörkum hins byggilega heims, svo norðarlega að skammdegi er ríkjandi langtímum saman. Þetta er hins vegar liðin tíð, í bili að minnsta kosti. Bleik er brugðið, Icesave er yfir oss og hrunið með öllum sínum afleiðingum. Íslend- ingar eru nú meðal svartsýnustu þjóða, raunar eru Frakkar einir þjóða svart- sýnni en Frónverjar. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem BVA-Gallup gerði um efnahagshorfur í heiminum. Dýralíf stjórnmálanna Svavar Gestsson, fyrrverandi ráð- og sendiherra, tuktar sitt lið í grein í Frétta- blaðinu í fyrradag. Þar fjallar hann um ríkisstjórnina, hvort hún sé veik eður ei. Niðurstaða Svavars er að margar ríkis- stjórnir hafi staðið knappar en sú sem nú fer með völd. Hún hafi komið öllum sínum málum í gegn nema hvað forseti Íslands hafi breytt farvegi Icesave-máls- ins. Ríkisstjórnin sé því sterk. Það eina sem getur fellt stjórnina er stjórnarliðið sjálft, segir ráðherrann fyrrverandi. Eflaust er engin tilviljun að greinin birtist í fyrradag, sama dag og þingflokkur VG hittist á löngu boðuðum fundi. Í þeim hópi eru þeir þrír þingmenn sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaganna. Í grein Svavars segir: „Enginn stjórnarliði vill þó enn láta það um sig spyrjast að hann/ hún hafi stytt líf þessarar ríkisstjórnar. Sá stjórnarliði sem gefst upp við verk- efnin hefur enn ekki gefið sig fram.“ Um þetta má segja: Taki þeir til sín sem eiga. Frægt varð þegar Jóhanna Sigurðar- dóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagði um órólegu deildina í samstarfsflokknum, VG, að það væri eins og að smala köttum að eiga við þann hóp. Svavar víkur raunar að dýrum í grein sinni og segir: „Það er raunar ekki endilega til bóta að ráðherrarnir haldi áfram að líkja þingmönnum hins stjórn- arflokksins við húsdýr.“ Þar fær Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sinn skammt en hann fylgdi í fótspor flokks- formannsins og líkti þingmönnunum Lilju Mósesdóttur og Ásmundi Daða Einarssyni við hryssu og folald. Maður þarf ekki að fylgjast sérstaklega vel með stjórnmálunum til að átta sig á því að núverandi ríkisstjórn lafir nánast eingöngu saman af því að annað stjórnarmynstur er ekki í sjónmáli. Sé miðað við þingstyrk, andrúmsloftið innan og milli flokka, er ekki flókið að komast að þeirri niðurstöðu að tæpast yrði friðsælla á stjórnarheimilinu þótt þar væru aðrir í forsvari. Í þessu felst þó alls engin huggun. Lát­ laus leiðindin í boði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur smita neikvæðninni út frá sér. Stöðugt stapp og stríðs­ ástandið milli ríksstjórnar­ flokkanna stendur beinlínis í vegi fyrir því að sæmilega yfirvegað andrúmsloft komist á í samfélaginu. Veitir þó ekki af andspænis snúnum úrlausnarefnum sem blasa við. Átökin í samstarfi VG og Samfylkingar snúast í raun fyrst og fremst um eitt afmarkað mál: umsókn Íslands um inngöngu í ESB. And­ staðan gegn umsókninni stendur eins og heykvísl á kafi í baki ríkisstjórnarinnar. Á skaftinu hanga svo bóndsonurinn úr Döl­ unum og landbúnaðarráðherrann og rugga því eins og þeir best geta með ötulli hjálp fé­ laga sinna í VG: Atla Gíslasonar, Lilju Rafn­ eyjar Magnúsdóttur og Þuríðar Backman. Það er því ekki skrítið að þessi stjórn slagi um eins og hún sé helsærð. Það er bara um það bil tvennt í stöðunni; að slá hana af eða finna lækningu sem kemur henni til bjargar. Sjálfstæðiskonan Unnur Brá Konráðs­ dóttir hefur ítrekað boðið fram leið sem er þeim kostum gædd að hún getur virkað á báða vegu. Unnur vill að ESB­umsókn Íslands verði dregin til baka. Hún lagði fram tillögu þess efnis á vorþinginu í fyrra í samvinnu við þingmenn úr öllum flokkum nema Sam­ fylkingu. Málið kom of seint fram til að vera tekið á dagskrá í það skiptið en nú rétt fyrir áramót tilkynnti Unnur að það yrði meðal hennar fyrstu verka við upphaf þings 17. janúar að leggja fram endurbætta tillögu um afturköllun ESB­umsóknarinnar. Það væri gustukaverk af Unni að standa við þessi orð sín. Þegar ESB­umsóknin var samþykkt með 33 atkvæðum 16. júlí 2009, þurfti ríkisstjórnin liðstyrk fimm stjórnarandstöðuþingmanna til að koma málinu í höfn. Stjórnarandstaðan hefur því í hendi sér að samþykkja tillögu Unnar með tilstyrk þeirra fimm þingmanna VG sem greiddu atkvæði gegn umsókninni. Ef þetta verður raunin þarf ekki að efast um að stjórnina hefur endanlega þrotið örendið. Í framhaldinu væri réttast að boða til kosninga. Ef tillaga Unnar verður hins vegar felld og ESB­umsóknin látin standa, hljóta Ás­ mundur Einar og félagar að sleppa takinu á heykvíslinni. Þá er ekkert annað eftir en að treysta þjóðinni til að ráða sjálfri örlögum sínum í þessum efnum þegar kosið verður á endanum um aðildarsamning við ESB. Afturköllun ESB-umsóknar Gustukaverk Unnar Brár Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is M Þ etta er nú í annað sinn sem Jógakennarafélag Íslands stend­ur fyrir hinum frábæra jógadegi en hann verður haldinn laugardaginn 8. janúar. Þennan dag býðst áhugasömum á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í Reykjanesbæ að kynna sér jóga og sækja jógatíma hjá reyndum kennur­ um sér að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar um þá jógakenn­ ara, setur og stöðvar sem bjóða upp á fría tíma má finna á heimasíðu félags­ ins www.jogakennari.is Þess ber að geta að stærstu líkams­ ræktarstöðvarnar á höfuðborgarsvæð­ inu, Hress, Sporthúsið og World Class, bjóða einnig upp á fría jógatíma. Hvað er jóga og af hverju að kynna sér það? Jóga er fyrir alla, karla og konur, börn sem og full­ orðna. Markmið jóga er í megindráttum að sam­ eina og tengja saman huga, líkama og sál og skapa jafnvægi þar á milli. Jóga er því í senn ástundun og ástand og er fyrir alla þá sem sækjast eftir að byggja upp líkama sinn með styrkjandi og liðkandi líkamsæfingum og/eða öðlast hugarró og innri frið með öndunaræfingum, hugleiðslu og slökun. Margar leiðir og aðferðir eru innan jóga og hver og einn finnur þá leið og aðferð sem hentar. Sumir leita eftir kraftmiklu flæði á meðan aðrir velja rólegri og mýkri aðkomu. Jóga er einstaklingsbundin iðkun, enginn er eins og hver og einn iðkar jóga út frá stöðu sinni líkamlega sem og andlega hverju sinni. Í jóga er lögð áhersla á að hver og einn sé meðvitað­ ur um stöðu sína, hlusti vel á líkama sinn og beini athygli sinni að andar­ drættinum einum. Ávinningur jógaiðkunar er marg­ víslegur og einstaklingsbundinn. Aukin orka, jafnvægi, styrkur og lið­ leiki eru algeng dæmi en ástundun getur einnig stuðlað að aukinni ein­ beitingu, bættu andlegu og líkamlegu jafnvægi, dregið úr streitu, spennu og eirðarleysi og jafnvel stuðlað að betri svefni. Þessu til viðbótar er ávallt ávinningur að rækta sjálfan sig, jafnt innan sem utan. Af hverju að nýta tækifærið? Marga langar að kynna sér jóga og sækja tíma en gera það ekki. Ástæður þessa eru óteljandi og verða ekki taldar upp hér en nú er tækifærið að slá til og prufa. Nýtt ár gefur okkur ný tækifæri og ný verk­ efni. Jógadagurinn er eitt slíkt tækifæri og er fram­ lag kennara án endurgjalds. Láttu þig ekki vanta! Það er frítt. Hlökkum til að taka á móti þér 8. janúar. Fyrir hönd stjórnar JKFÍ. Jógadagurinn 8. janúar 2011 Jóga er fyrir alla Birna Markúsdóttir, ritari Jógakennarafélags Íslands

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.