Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Qupperneq 38

Fréttatíminn - 07.01.2011, Qupperneq 38
Danskir úitgefendur eru þessa dagana að herða sig í útgáfu hljóðbóka þótt þær hafi ekki sömu stöðu og í löndum með lengri leiðum eins og Svíþjóð eða Bandaríkjunum. Það nýjasta er að bjóða upp á smásögur í síma og niðurhali fyrir skinbækur. Þá hafa menn litið til þess að dreifa ljóðum á síma. Stuttir textar hafa verið vinsælt efni í Asíulöndum, Japan og Kóreu. Íslenskir útgefendur eru enn á kassettustiginu og höfundar sem þeir munstra upp á hlut í sinni útgerð hugsa í bókarformum þótt gaman væri að sjá þessa samstarfsaðila prufa eitthvað nýtt: Eiríkur Örn Norðdahl hefur sent frá sér nýja ljóðarunu og hún er aðgengileg í öllum símum af þriðju kynslóð farsíma. Það verður stopp á fundum skilanefndanna og starfsmanna þeirra – allir spretta upp til að lesa nýtt ljóð eftir Eirík – eða örsögu eftir Kristínu Ómars. Detta dauðar lýs? -pbb Stafrænar bókmenntir  Listatímarit Ljóð, prósabrot og tiLraunatexti t ímarit um bókmenntir og listir koma enn út á Íslandi þótt miðlun sé að hliðrast inn á nýjar brautir á vefmiðlum og smáskammtasýkin sem kom til með aðlögun fríblaðaútlitsins að hugsjónum íslenskra blaðaútgefenda, fyrst fyrir atbeina Sveins Eyjólfssonar sem endaði með krassi Fréttablaðsins fyrsta, og síðar með aðkomu Gunnars Smára Egilssonar og útlits- og eiginda- hugmyndum hans að Fréttablaðinu síðara. Snögglesturshugmyndin sem upprunnin er úr fríblöðum og tengist upphaflega lesvenjum á samgönguleið- um stórborga hefur nú sett mark sitt á öll íslensk dagblöð, bæði áskriftarblaðið eina, sem gefið er út með vænum niður- greiðslum auðugra útgerðarmanna, og líka á Fréttablaðið sjálft. Blöð í stopulli útgáfu halda sig á sama róli. Vilji ís- lenskir lesendur komast í ítarlegri grein- ar verða þeir að leita þær uppi á öðrum vettvangi. Aldin karlskáld Tímaritin verða því í senn hinsta skjól greina um bókmenntir og listir í lengra formi. Þau eru líka eini vettvangurinn fyrir frumbirtingu texta af ýmsu tagi, ljóða, prósabrota og tilraunatexta. Tíma- ritið Stína er eitt þeirra og fyrir jólin kom út nýtt hefti af því. Primus motor í út- gáfunni er Bragi Jósepsson sem, kom- inn á eftirlaun hjá íslenska ríkinu, hóf að nota gamalt skáldanafn sitt frá yngri árum, Kormákur Bragason, í útgáfunni. Þar sitja með honum á fleti ýmsir eldri höfundar: Guðbergur Bergsson leggur Stínu til efni, Thor og Matthías Johann- essen eiga báðir efni í nýja heftinu og þar birtist samtal Ingimars Erlends við sjálfan sig, brot úr skáldsögu Jóhanns Péturssonar, Gresjum guðdómsins, frá 1948, og brot úr nýrri skáldsögu Ragn- ars Arnalds. Stína er þannig vettvangur elstu starfandi karlskálda í landinu. Af yngri mönnum sem eiga efni í ritinu má nefna Eirík Örn Norðdahl, Þórdísi Gísla- dóttur, Berglindi Ósk Bergsdóttur, Ævar Örn Jósepsson og Harald Jónsson. Stína birtir myndverk í litprentun, að þessu sinni röð mynda af olíuverkum og grafík eftir Stefán Boulter og ljósmynd- ir eftir Nönnu B. Buchert. Þar er löng og ítarleg greining Godds á mynd- og hugmyndaheimi Bjarna Þórarinssonar. Öðrum greinum verður best lýst sem ádrepum. Af þeim er mest fjör í framlagi Guðbergs Bergssonar: stuttri greiningu hans á íslenskum bókmenntaheimi sem er merkileg, eitraðri umfjöllun hans um bókamessuna í Frankfurt, kynningu hans á Hertu Müller og þýddri smásögu hennar, og birtingu á örleiktextum eftir Guðberg sem eru, trúi ég, fyrstu textar hans fyrir svið síðan hann kom að leik- gerð Viðars Eggertssonar á Sögum af systrum. Greining Guðbergs á Frankfurtarmessu Guðbergur er einn skarpasti greinir íslenskra samfélagshátta þótt athuga- semdum hans kjósi menn jafnan að láta ósvarað. Þannig er greining hans á Frankfurtarmessunni í blóra við sam- stilltan áróður hans gamla útgefanda og verkefnisstjóra, Halldórs Guðmundsson- ar, og íslenskra rithöfunda. Raunar skýt- ur greining Guðbergs skökku við upp- troðslur hans þar ytra og verður gaman að sjá hvort hann stillir sig um að koma þar fram með verk sín fyrst Frankfurt er svona ómerkileg eins og hann segir. Á sama hátt er stuttur pistill Guðbergs, Til lesenda, samannjörvuð greining á stöðu bókmennta og samfélags okkar daga: „Menn héldu að hægt væri að lifa í vel- lystingum, án æðri hugsunar, og gerðu engan greinarmun á hámenningu og létt- meti. ... Rithöfundar tóku þátt í að létta efni bóka sinna líkt og almenningur sitt í hnignun þjóðlífsins. Allir á kafi í væð- ingunni!“ Hann segir glæpasagnagerð sam- tímans „bull sem geri lítið annað en að leysa ástarsöguvelluna af hólmi“. Hún sé „skrípi með stimpil heimsbókmennta“ og að við „blaðamannabjánar, fjölmiðla- kjánar, gagnrýnendur og bókmennta- fræðingar“ reynum að drepa ritlistina með „blaðri í fjölmiðlum“. Framlag Guðbergs eitt og sér ætti að duga mönnum til kaupa á Stínu og stendur raunar allt annað efni í heftinu í skugga af hans brýna framlagi. Tímaritið má fá í öllum skárri bókaverslunum en það er ekki komið á bensínstöðvar svo vitað sé. 38 bækur Helgin 7.-9. janúar 2011  bókardómur pompei robert Harris Hann [Guð- bergur] segir glæpasagna- gerð sam- tímans „bull sem geri lítið annað en að leysa ástar- söguvelluna af hólmi“. Hún sé „skrípi með stimpil heimsbók- mennta“ og að við „blaða- mannabjánar, fjölmiðla- kjánar, gagn- rýnendur og bókmennta- fræðingar“ reynum að drepa rit- listina með „blaðri í fjöl- miðlum“. Ævar Örn sterkur Ævar Örn Jósepsson kemur járngrimmur inn í 2. sætið á fyrsta metsölulista ársins með bók sína Önnur líf. Skiptibókamark- aðurinn í kjölfar jóla reynist honum vel.  pompei Robert Harris Elín Guðmundsdóttir þýddi 320 bls. Ugla 2010 Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Bandaríski rithöfundurinn Michael Chabon hefur gefið út hluta af stórri skáldsögu sem hann gafst upp á fyrir tíu árum, nú með athuga- semdum og neðanmálsskýringum, á vegum tímaritsins McSweeney í San Francisco sem Oddi prentaði hér um árið. Sagan, Mysteries of Pitts- burg, var unnin á fimm ára tímabili og eftir að Chabon gafst upp á verkinu settist hann niður og skrifaði á sex mánuðum The Wonder Boys sem margir þekkja af samnefndri bíómynd. Fyrir þá sögu fékk hann Pulitzer, frægð og peninga. Tímaritið birtir alls fjóra kafla úr sögunni og í at- hugasemdum reynir höfundur að gera grein fyrir ætlun sinni, kveikjum og hvað misfórst við smíði verksins. Taka þær upp nær helming textans í McSweeney 36, sem kann að koma í skárri íslenskar bókaverslanir. -pbb Yfirgefin skáldsaga kemur út í brotum Bókafélagið Ugla gaf út fyrir jól nokkur þýdd rit. Eitt þeirra var spennusagan Pompei eftir metsöluhöfundinn Robert Harris. Sagan gerist á fjórum sólar- hringum fyrir gosið mikla í Vesúvíusi sem færði í kaf Pompei og Herkuleum. Þar er fylgst með gerðum þriggja karla af ólíku standi í aðdraganda gossins: ung- um verkfræðingi og ekkjumanni frá Róm sem kominn er að skipa sæti yfirverk- fræðings yfir vatnsleiðslunni miklu sem kennd var við Ágústínus, eignamanni og leysingja sem ræður ríkjum í Pompei og sagnaritaranum Plínusi sem er kominn á efri ár. Sagan er skrifuð sem spennu- saga af bestu gerð en inniber ríkulegar mannlýsingar fólks af öllum stigum sam- félags þessa tíma, miklar og vel fram- reiddar lýsingar á borginni og lífsháttum þar, atvinnuháttum og verklagi. Þannig veitir hún hverjum áhugamanni um hið forna stórveldi ríkulega ánægju á sama tíma og sögusnið spennubókmennta heldur áhuga virkum. Sögulegar skáldsögur sem Pompei verða seint taldar til merkilegra bók- mennta en þær svala í senn lesanda sem vill hreina afþreyingu og þeim sem for- vitnir eru um hvernig fólk bar sig að á þessum tíma: Hvernig var buru bjarg- að ef jóðið sem hún bar í sér átti erfitt með að koma úr móðurkviði? Hvað var barnavændi títt á dögum Pompei? Hvern- ig gerðust kaupin á eyrinni – þar voru skuldsettar yfirtökur líka til. Pompei er hörkuspennandi lestur og fróðlegt er að lesa hvernig höfundurinn lagar söguna að væntanlegri endurgerð sögunnar fyr- ir myndmiðla sem eiga þegar von á slíkri gerð sögunnar að fordæmi Rómarsögu HBO. -pbb Hörkuspennandi og fróðleg Stína ó Stína Stína er tímarit um bókmennt- ir og listir. Framlag Guð- bergs Bergs- sonar skyggir þar á aðra höfunda, sem eru þó flestir í þungavigtar- flokki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.