Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 07.01.2011, Qupperneq 54
54 tíska Helgin 7.-9. janúar 2011 tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Í útvíðum á Indlandi Þegar þetta er skrifað er ég stödd á niðurníddu netkaffi á Indlandi. Skrapp yfir hátíðarnar í lítið frí, aðeins til að hvíla mig á kuldanum og veruleikanum. Ég hafði í raun- inni ekki kynnt mér mikið Indland áður en ég lagði af stað en flest höfum við jú einhverja vitneskju um landið. Það var margt sem fékk mig til að hugsa. Áherslur í lífi Indverja eru allt aðrar en þær sem ég þekki, hugsunarhátt- ur þeirra öðruvísi, fátæktin og já, klæðaburð- urinn. Tískan hér er svo ólík því sem ég þekki og þetta fékk mig vissulega til að pæla í því hversu mikil fjölbreytni ríkir í heiminum. Ég tel það vera forréttindi sem ég fæ að upplifa hér. Að fá að sjá aðeins út fyrir okkar litla sjón- deildarhring og út fyrir vestræna menningu. Þetta er eins og að fara í tímavél. Indverska tískan er ómetanleg. Karlmenn keppast við að ganga í heimsins þrengstu buxum sem eru svo útvíðar að ummál þeirra stækkar fjórfalt eftir því sem neðar dregur. Bæta síðan krókó- díla-stígvélunum við, kátir með samsetningu dagsins. Já, ég brosi við tilhugsunina. Konurnar eru hins vegar aðeins hefðbundn- ari og fjölbreytnin minni. Þrátt fyrir alla þá miklu stéttaskiptingu sem ríkir á Indlandi er lítill munur á klæðaburði indverskra kvenna á þeim slóðum sem ég hef heimsótt. Svartar búrkur eða skrautlegir saríar eru mest áber- andi. Hvor búningurinn verður fyrir valinu fer allt eftir trúarbrögðunum. Flestar eru þær skreyttar frá toppi til táar með alls konar keðjum, lokkum og hringum úr gulli eða silfri. Betlarar jafnt sem hefðarfrúr. Lítill sem enginn munur. Í rauninni væri rangt af mér að segja að ég hafi ferðast aftur í tímann. Þrátt fyrir að það séu ansi mörg ár síðan við losuðum okkur við útvíðu gallabuxurnar fáum við sífellt að heyra að tískan gangi í hring. Ef til vill eru Indverjar langt á undan okkur þegar kemur að tískunni. Miðvikudagur: Klútur: H&M Jakki: Bershka Bolur:Vero Moda Buxur: Only Föstudagur: Axlaskraut með ekta hrosshárum: Eigin hönnun Bolur: Sautján Skór: Fókus Buxur: Eigin hönnun Mánudagur: Skór: Diesel-búð á Ítalíu. Leggings: Topshop Stuttbuxur: Zara Bolur: Selected Peysa: Vero Moda Þriðjudagur: Skór: H&M Slá: Eigin hönnun Leggings: Vero Moda 5 dagar dress Fimmtudagur: Bolur: H&M Pils: H&M Klútur: Volcano Skór: H&M Algjör sporttýpa Sóley Jóhannsdóttir er tvítug og hefur mikinn áhuga á íþróttum, tónlist og tísku. Hún útskrifaðist af fatahönnunarbraut frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ síðastliðið vor og stefnir á framhaldsnám erlendis í haust. „Minn stíll er mjög blandaður. Ég er algjör sporttýpa. Elska að vera í þægilegum íþróttafötum og líða vel. Svo er auðvitað líka gaman að geta dressað sig upp og verið fín. Fatnaðurinn? Ég myndi segja að ég væri pínu rokkuð. Alltaf verið pínu dökk og klæðist mikið svörtu. Er svona að reyna að breyta því og blanda litum með. Fötin kaupi ég mest í Vero Moda, Zöru og eiginlega bara alls staðar. Held mig ekkert endilega við einhverja eina búð. Kaupi það sem mér finnst flott. Svo reyni ég auðvitað að sauma sem mest á mig. Ég breyti mikið fötum og fæ mikinn innblástur frá fimmta áratugnum, alls staðar í kringum mig, og tónlist hefur mikil áhrif á mig. Reyni að skapa minn eigin stíl. Michael Jackson er mín helsta fyrirmynd. Hann fór algjörlega sína eigin leið og skapaði sinn stíl. Alveg eins og ég reyni að stefna sem mest að.“ Ljær hárinu silkiáferð Djúpnæringu er gott að nota af og til. Hún smýgur inn í kjarna hársins og ef það er skaddað, lokar hún því og styrkir það. Við eigum það til að skemma hárið með til dæmis hárlitun eða rafmagnstækjum á borð við sléttujárn og blásara. Þá er gott að nota næringuna til að vinna gegn skemmdunum. Hún hjálpar til við endurbyggingu á hárinu og ljær því silkiáferð og glans. Best er að nota djúpnæringuna rétt eftir að sjampóið hefur verið skolað úr. Þá er gott að bera næringuna í allt hárið, frá rót til enda, og leyfa henni að vera í hárinu í þrjár til fimm mínútur. Djúpnæring fæst í öllum helstu snyrtivöruversl- unum landsins sem gerir okkur auðvelt fyrir að nálgast vöruna. Leyfum hárinu að glansa. Þegar við hugsum um karl- menn með andlitsfarða koma Adam Lambert eða Pete Wents fyrst upp í hugann. Þeir eru þekktir fyrir ýkta andlitsmálningu og ganga fremstir í flokki þeirra sem tjá sig listrænt gegnum farðann. Nýlega skapaði heimsfrægi förð- unarfræðingurinn Natalie Ramirez snyrtivörulínu undir nafninu Enter Prono- un sem er hugsuð fyrir bæði karla og konur sem vilja tjá sig á þennan hátt. Hugmynd sína segir hún byggjast helst á kynja- og tjáningarfrelsi og hvetur alla til að endurskoða þá staðreynd að snyrtivörur eru framleiddar annað- hvort fyrir konur eða sam- kynhneigða karlmenn. Tjáning gegnum farðann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.