Fréttatíminn - 14.01.2011, Qupperneq 16
M eð vökulum augum sigtar Gallerí Fold reglulega frá fölsuð málverk. Frá því árið 1997 hafa 50 til
100 fölsuð málverk sést í galleríinu og eigendur þeirra
ekki áttað sig á því að þeir ættu falsanir. Þetta segir
Tryggvi Páll Friðriksson, listmunasali og uppboðs-
haldari. Nú í desember gerðist þó það að mynd sem
sögð var eftir Nínu Tryggvadóttur fór á uppboð en
var dregin úr sölu á síðustu stundu vegna þess að það
kom ekki í ljós fyrr en þá að hún væri fölsuð. Tryggvi
Páll segir að galleríið hafi litið myndina hornauga en
látið blekkjast þar sem eigendasagan hafi verið traust-
vekjandi og hún hafði verið hreinsuð og römmuð inn
af forverði, þótt eftir á að hyggja hafi það líklega verið
áður en málverkafölsun komst í hámæli. Hann harmar
mistökin.
„Það er skelfilegt að þurfa að taka mynd af uppboði.
Þetta er í eina skiptið sem slíkt hefur komið fyrir. Við
höfum verið mjög krítísk á þetta,“ segir Tryggvi Páll
og bætir því við að allar myndir sem veki grunsemdir
séu sendar í athugun og gegnumlýsingu. Hann lýsir
því hvernig þau hjá galleríinu hafi fljótt frá árinu 1997
áttað sig á að málverk væru ekki í lagi. „Á tímabili
var þetta þannig að manni fannst þessi verk vera að
streyma inn [...]. Við lærðum mjög fljótt inn á þetta og
sjáum nær strax hvort málverkin eru eftir viðkomandi
listamann. Við vorum í nánu samstarfi við Ólaf Inga
[Jónsson, forvörð hjá Listasafni Íslands]. Við sáum
fljótlega að fölsuðu verkin voru sögð eftir látið fólk. Að
lokum kom í ljós að 19 listamenn, 17 Íslendingar og
2 útlendir, höfðu orðið fyrir barðinu á þessu, en ekki
var reynt að falsa myndir eftir þálifandi menn,“ segir
hann. „Maður er alltaf með þetta í huga og þetta eru
talin vera um 900 verk. [...] Við bentum strax á það
að ef málið yrði ekki hreinsað strax upp myndu þessi
verk halda áfram að koma inn í sölu næstu áratugina.“
Tryggvi Páll segir það kristaltært að nú sjáist ný-
málaðar falsanir á markaðnum. Nauðsynlegt sé að
yfirvöld grípi inn í og rannsaki málið. - gag
Það er
skelfilegt
að þurfa að
taka mynd
af uppboði.
Þetta er í
eina skiptið
sem slíkt
hefur kom-
ið fyrir.“
ÓÁNÆGÐIR
2,7%
HVORKI NÉ
6,8%
Samkvæmt nýrri þjónustukönnun eru
meira en 90% viðskiptavina okkar ánægðir
með þjónustuna.
Komdu við í útibúum okkar eða hringdu
og kannaðu hvers vegna viðskiptavinir
okkar eru svona ánægðir.
DÆMI UM UMMÆLI
ÚR ÞJÓNUSTUKÖNNUNINNI
„Fólkið er frábært og yndislegt.“
„Mæli með ykkur og veit að sumt af
mínu fólki hefur komið til ykkar.“
„Æðisleg þjónusta.“
„MP er frábær banki. Takk fyrir mig.“
VIÐSKIPTAVINA
ÁNÆGÐIR
Þjónustukönnunin var gerð af Capacent fyrir MP banka í september Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Gallerí Fold siGtaði allt að 100 verk Frá
síðustu árin
Tóku falsaða mynd af
uppboði í desember
s teinbergur Finnbogason, lögmaður Péturs Þórs Gunnarssonar listverka-
sala, segir að enn hafi ekki komið fram vís-
bendingar eða sannanir fyrir því að verkið
sem hjartalæknirinn Skúli Gunnlaugsson
keypti fyrir 1,6 milljónir króna sé falsað.
Hann hafi hins vegar ekkert heyrt af mál-
verkinu sem eignað sé Louisu Matthías-
dóttur.
„Þetta mál [í kringum málverk Skúla
Gunnlaugssonar] er búið að vera í gangi í
hartnær ár. Enn hafa ekki komið fram vís-
bendingar eða sannanir fyrir því að verkið
sé falsað þrátt fyrir loforð Skúla og áskor-
anir Péturs Þórs um að afhenda þær. Þá
vekur það furðu að málinu hafi ekki verið
vísað til lögreglu,“ segir hann. „Pétur er
borinn sökum sem hann er viðkvæmur
fyrir vegna fyrri mála. Þær sakir eru órök-
studdar með öllu.“ Þar vísar Steinbergur í
dóm sem Pétur hlaut á tíunda áratugnum
vegna þriggja mynda sem hann seldi og
mátti vita að væru falsaðar.
Átti engan annan kost en að loka
Steinbergur segir að í kjölfar þess að RÚV
hafi fjallað um þessa meintu fölsun á verki
Þorvaldar í sumar hafi Pétur Þór ekki séð
annan kost í stöðunni en að loka galleríinu.
„Í þeim hildarleik var honum ekki stætt á
því að stunda þessa atvinnu.“ Hann segir
að Pétur hafi gert upp við seljanda verks-
steinberGur FinnboGason, löGMaður
Péturs Þórs Gunnarssonar
Enn hafa ekki
komið fram vís-
bendingar eða
sannanir fyrir
því að verkið sé
falsað þrátt fyrir
loforð Skúla og
áskoranir Péturs
Þórs um að
afhenda þær. Þá
vekur það furðu
að málinu hafi
ekki verið vísað
til lögreglu.
Pétri Þór verði
bættur skaðinn
því sannanirnar
séu engar
Tryggvi Páll Friðriksson listmunasali.
16 úttekt úttekt 17 elgin 14.-16. janúar 2011 Helgin 14.-16. janúar 2011