Fréttatíminn - 14.01.2011, Side 24
Í Noregi var farin umdeild leið til að hagræða og bregðast við augljós-um göllum á menntakerfinu. Þar
sem löngum hefur þótt sýnt og sannað
að ekki henti öllum börnum að sitja
kyrr í kennslustofum, hlusta og læra,
tóku sífellt fleiri sveitarfélög upp skóla-
stefnur með frjálsu flæði á milli rýma.
Bjóða átti börnum upp á meira
val svo að námið yrði einstak-
lingsmiðaðra. Svokallaðir basa-
skólar spruttu upp á undanförn-
um áratug en nýlega var horfið
frá því að byggja fleiri slíka
skóla þar sem stefnan sætti
harðri gagnrýni fagfólks.
Þegar norska Stórþingið
lofaði að frá árinu 2005 ættu
allar fjölskyldur í landinu að fá
leikskólapláss fyrir börnin sín
að fæðingarorlofi loknu, var
ljóst að gera þurfti róttækar
breytingar í kerfinu svo að unnt
væri að efna loforðið. Í stærstu sveitar-
félögum landsins var því gripið til þess
ráðs að byggja eingöngu risastóra
svokallaða basaleikskóla þar sem allt
að 700 börn fengju pláss.
Hugmyndin að baki stóru basaleik-
skólanna og byggingum þeirra er að
gefa börnunum kost á að velja sér það
sem þau vilja gera, með hvaða börnum
og fullorðnum sem þau kjósa. Frjálst
flæði er á milli rýma í risastóru hús-
næði skólanna þar sem meðal annars
eru sullherbergi, listasmiðjur, rann-
sóknarherbergi og bókasöfn. Engar
deildir eru í skólunum en börnin til-
heyra hópum sem hver hefur sinn
faglega leiðtoga. Engin aldursskipting
er á kjörnunum og eru börn frá eins árs
til sex ára saman í rými.
Leikskólarnir eru því talsvert frá-
brugðnir hefðbundnum deildaskiptum
skólum.
Hættið nú!
„Leikskólarnir voru opnaðir án þess að
nokkur þekking lægi fyrir um hvernig
þeir hentuðu yngstu börnunum.Við
verðum að rannsaka betur hvað við
erum að gera börnunum áður en við
höldum áfram að reisa fleiri basaleik-
skóla,“ segir Monica Seland við leik-
skólakennara-háskólann í Þrándheimi í
doktorsritgerð sinni um starf basaleik-
skólanna. Hún hristi rækilega upp í
umræðunni þegar hún kynnti dokt-
orsrannsókn sína fyrir tæpu ári en í
fjögur ár fylgdist hún grannt með starfi
skólanna. Nú biður hún stjórnvöld að
hverfa frá leikskólastefnunni sem hún
telur vera beinlínis óhentuga ungum
börnum.
„Niðurstöðurnar benda til að börnin
fái miklu minni tíma með faglegum
leiðtogum en í smærri leikskólum,“
sagði hún í viðtali við fréttaskýringa-
þáttinn Brennpunkt í norska ríkissjón-
varpinu á dögunum. Þar benti hún á að
börn upplifðu óöryggi þegar þau þyrftu
að eiga tengsl við margt starfsfólk.
„Þetta er sorglegt. Nýju byggingarnar
eru hannaðar þannig að starfsfólk geti
haft yfirsýn yfir stærri hóp. Yngstu
börnin öðlast ekki þau nánu tengsl við
fáa kennara sem reyna ætti í lengstu
lög að stuðla að.“
Miklu ódýrari leikskólar
Það er ekkert launungarmál að basa-
leikskólar eru ódýrari í rekstri en
margir smærri deildaskiptir leikskólar
og að fjárhagslegar ástæður liggja að
baki fjölgun þeirra. Það viðurkenndi
Kristin Halvorsen, menntamálaráð-
herra Noregs og formaður Sósíalíska
vinstriflokksins, í sama fréttaskýringa-
þætti. Hún var einn helsti hönnuður
breytinganna sem gerðar hafa verið á
leikskólakerfi landsins og segist sann-
færð um að leiðin sé betri valkostur
en úrræðin sem fyrir voru. ,,Þá reiddu
fjölskyldur sig á dagmömmur þar til
þeim bauðst leikskólapláss seint og
um síðir.” Halvorsen hafnar þeirri full-
yrðingu Monicu Seland að rannsaka
þurfi leikskólana betur áður en haldið
verður áfram með þá og að verið sé að
gera tilraunir á leikskólabörnum. ,,Hin
raunverulega tilraunastarfsemi átti
sér stað þegar eins og tveggja ára börn
voru send til dagmæðra sem enginn
vissi hvernig virkuðu, án íhlutunar
stjórnvalda.“
Samtök einkarekinna leikskóla í
Noregi hafa einnig gagnrýnt basaleik-
skólana harðlega og bent á að ekkert
nema fjárhagslegur ávinningur ráði því
að leikskólarnir séu enn í notkun.
Í Svíþjóð voru sambærilegir leik-
skólar prófaðir á áttunda áratugnum og
upplifun barna og foreldra rannsökuð
náið. Niðurstaðan var sú að börnin
upplifðu óöryggi í skólanum og starfs-
fólk og foreldrar kusu heldur hið hefð-
bundna deildaskipta leikskólaform.
Bygging basaleikskóla var því stöðvuð
skömmu síðar.
„Barnageymslustefna“
Mikil umræða hefur verið á Íslandi um
vöggustofur og ungbarnaleikskóla.
Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður
Félags stjórnenda í leikskólum, óttast
að litið verði til þessarar stundum köll-
uðu „barnageymslustefnu“ þegar leitað
verður leiða til að hagræða í mennta-
kerfinu hér á landi.
Hún bendir á að öryggi og traust
sé það sem allir þurfi í upphafi lífsins.
„Þessi lýsing passar ekki við þær hug-
myndir sem við höfum um barnvænt
samfélag. Hvert einasta barn á aðeins
skilið besta umhverfi sem þekking er
um.“ Ingibjörg furðar sig á hugmynda-
fræðinni. „Í fyrsta lagi er það viðhorfið
á bak við stóru leikskólana, að það eigi
að geyma krakka einhvers staðar, þó
án þess að ég alhæfi um að slíkt eigi
alls staðar við. Við vitum að minni um-
svif í umhverfi barna veitir þeim meira
skjól.“
Hún segir þó ekki ómögulegt að
reka góðan leikskóla þótt hann sé stór.
„Menntun starfsfólks er grundvöllur
að gæðum leikskóla og það er ekki
útilokað að með góðu fólki sé hægt að
skapa góðan skóla í hvað umhverfi sem
er. En það fyrsta sem maður gerir er að
hólfa niður og skapa öryggi. Mér finnst
ágætis þumalputtaregla að þekkja nöfn
allra barna og foreldra þeirra líka. Það
verður að vera ákveðin nánd í starfinu.
Frá sjónarhóli stjórnandans þarf hann
að geta verið í faglegri forystu og geta
hlúð að starfsfólki sínu og börnunum.
Það eru takmörk fyrir því hvað eitt
fang er stórt þótt ætlunin sé ekki að
mæðra. Leikskólinn má aldrei vera svo
stór að stjórnandinn missi persónuleg
tengsl og yfirsýn.“
Ingibjörg tekur undir niðurstöður
rannsóknar Seland um að hið frjálsa
flæði þar sem börnin fá að velja sér
viðfangsefni og rými sé ekki það sem
yngstu börnin þurfi mest á að halda.
„Þau þurfa skýran ramma en innan
hans getur verið alls konar ríkidæmi.“
Ekki fyrir ung börn
Í fyrrnefndum Brennpunkt-þætti var
fjallað ítarlega um óánægju starfsfólks
basaleikskóla. Sigríður Síta Pétursdótt-
ir er uppeldis- og menntunarfræðingur
og starfar sem faglegur stjórnandi í
basaleikskólanum Utforskeren í Ósló.
Hann er ársgamall, ekki fullmann-
aður og aðeins þriðjungur barnanna
er byrjaður. „Fyrsta upplifun mín af
leikskólaforminu var nokkuð kaótísk,
starfsfólk sat og fylgdist með en börnin
voru um allt; elstu börnin hlupu um,
yngri börnin grétu og virtust óörugg.
Til að svokallað frjálst flæði virki þarf
að mínu mati að vera mjög sterk fagleg
sýn á starfið og margir fagmenn, sem
er því miður ekki alltaf raunin, hvorki
í þeim leikskóla sem ég vinn við né
öðrum leikskólum í Noregi.“
Sígríður Síta segir það galla að leik-
skólakennarar skuli ekki hafa komið að
hönnun slíkrar risabyggingar. „Fyrir
börn undir þriggja ára aldri tel ég þetta
form ekki henta; á meðan verið er að
byggja upp traust og öryggi er betra að
hafa minni hópa. Það hefur sýnt sig að
eftir að við gerðum breytingar á hluta
af rýminu fyrir börn undir þriggja
ára aldri og settum fast starfsfólk
með þeim, eru börnin öruggari. Eldri
börnin njóta sín betur líka.“
Þóra Tómasdóttir
ritstjorn@frettatiminn.is
Tilraunir á börnum
Kristin Halvorsen, menntamálaráðherra
Noregs, telur risaleikskólana miklu betra
úrræði en að senda smábörn til dagmæðra.
Fyrir fimm árum lofaði norska ríkisstjórnin að tryggja öllum börnum í landinu leikskólapláss. Lausnin var að
reisa miklu stærri leikskóla og ná fram sparnaði með færri yfirbyggingum. Nýlegar rannsóknir benda til þess að
stórkostleg mistök hafi verið gerð og að nýju risaleikskólarnir séu skaðlegir ungum börnum. Þóra Tómasdóttir
skoðar hér þessa sögu.
Gömul smjörlíkis-
verksmiðja í Ósló er
nú orðin að leikskóla
og á lóðinni var reist
nýbygging til að koma
enn fleiri börnum fyrir.
Þegar nýbyggingin
verður tekin í notkun
er gert ráð fyrir 500
börnum og 130 starfs-
mönnum í leikskól-
anum. Teikning/NAV AS
Arkitekter
Til að tryggja öllum
börnum í Noregi
leikskólapláss eru
nú aðallega byggð ir
risaleikskólar í
landinu þar sem
pláss er fyrir mörg
hundruð börn
Nýjar rannsóknir
benda til að yngstu
börnin upplifi mikið
óöryggi í stóru
leikskólunum
Horfið var frá
sambærilegri
hugmyndafræði í
grunnskólum land-
sins vegna mikillar
gagnrýni frá fagfólki.
Ingibjörg Kristleifs-
dóttir, formaður
Félags stjórnenda
í leikskólum, segir
stjórnendur missa
persónuleg tengsl og
yfirsýn í of stórum
leikskólum.
24 úttekt Helgin 14.-16. janúar 2011