Fréttatíminn - 14.01.2011, Qupperneq 30
S amanlögð raforkuframleiðsla á Íslandi er nú 17 teravatt-stundir á ári. Hvað telur þú
að raforkuframleiðslan geti orðið
mest þegar raunhæfir kostir hafa
verið nýttir?
„Svarið við þessu fer að talsverðu
leyti eftir væntanlegum niðurstöð-
um Rammaáætlunar, sem fjallar
um virkjanakosti og flokkar þá í
nýtingarflokk, biðflokk og verndar-
flokk. Það á líka eftir að koma í ljós
hvort og hvaða kostir í biðflokki,
og jafnvel einnig nýtingarflokki,
munu á endanum teljast fýsilegir.
Tíðarandi hvað varðar náttúru-
vernd og áherslu á hóflega, sjálf-
bæra þróun getur breyst eins og við
höfum séð. Í dag er mat sérfræð-
inga að við gætum unnið einhvers
staðar á bilinu 30 til 50 teravatt-
stundir á ári. En mér finnst réttasta
hugarfarið gagnvart þessari spurn-
ingu vera að nota varfærið mat á
vinnanlegu magni, en leggja frem-
ur áherslu á einingarverðið, það er
hversu mikið við fáum í tekjur af
hverri teravattstund.“
Nýtingarréttur HS Orku á orkuauð-
lindunum suður með sjó er 65 ár,
sem mörgum þykir ígildi eignar-
halds á auðlindinni. Orkusölusamn-
ingur Landsvirkjunar við Fjarðaál
er til 40 ára. Hvað finnst þér um svo
langan samningstíma í tengslum við
auðlindir þjóðarinnar?
„Stýrihópurinn fjallaði allnokkuð
um æskilegar tímalengdir í þessu
sambandi og varð ásáttur um að
nefna 25 til 30 ár sem skynsamleg-
an samningstíma þegar auðlindir
eru leigðar. Þarna þarf að feta milli-
veg því ef samningstími er of stutt-
ur, fær þjóðin minna í sinn hlut í
upphafsgjaldi þegar auðlindir eru
boðnar út, og hvati til framkvæmda
gæti horfið. Einnig kemur upp
svokallaður leigjendavandi þegar
styttist í lok samningstíma; þá er
hætta á að illa verði gengið um fast-
eignir og auðlindir. Við viljum hafa
samningstíma hóflegan en fremur
liðka fyrir því að leigjandi fái fram-
lengingu ef hann hefur staðið í
skilum með greiðslur og uppfyllt
skilyrði um gætilega umgengni um
auðlindina.
Varðandi orkusölusamninga
hvetjum við til þess í orkustefn-
unni að samningar verði styttri
og sveigjanlegri, og helst tengd-
ari markaðsverði orku á nálægum
mörkuðum. Áliðnaðurinn hefur
sérstöðu um margt og hentaði ein-
mitt sem viðskiptavinur í árdaga
virkjanaframkvæmda á Íslandi
vegna þess hve hann er viljugur að
gera langa, fasta orkusölusamn-
inga, sem geta verið grundvöllur
heilla virkjana. En nú þegar við
höfum virkjað þriðjung til helm-
ing vinnanlegrar raforku á Íslandi,
og nýtt hana að mestu til álfram-
leiðslu, er kominn tími til að horfa
til fjölbreyttari hóps viðskiptavina
sem eru tilbúnir að gera styttri
samninga á verði sem er nær
heimsmarkaðsverði.“
Í mati á arðsemisáhrifum samn-
ingsins við Fjarðaál, sem Lands-
virkjun lét vinna árið 2003, kemur
fram að þessi 40 ára samningur sé
„mikilvæg trygging fyrir seljanda
orkunnar“. Ertu sammála þeirri
fullyrðingu?
„Stýrihópurinn fjallaði ekki um
arðsemi einstakra orkusamninga
sem gerðir voru á fyrri árum og
hugsanlega á öðrum forsendum en
lagðar eru til grundvallar í dag. En
almennt erum við sammála áherslu
nýs forstjóra Landsvirkjunar á arð-
semi. Við teljum allar líkur á að
orkuverð muni fara hækkandi á
næstu áratugum, sérstaklega fyrir
endurnýjanlega orku sem unnin er
með lágmarks koltvísýringslosun.
Til dæmis niðurgreiða Þjóðverjar
um þessar mundir græna orku um
yfir 130 dollara á megavattstund,
sem er margföld sú upphæð sem
stórnotendur borga á Íslandi.
Hættan er því sú að fórnarkostn-
aður langra orkusamninga, sem
ekki tengjast markaðsverði raforku
hverju sinni, verði mikill. Þegar
um er að ræða 5 teravattstundir
skilar hver 10 dollara hækkun á
verði megavattstundar 50 milljón-
um dollara á ári eða 6 milljörðum
króna. Það þarf ekki mjög mörg ár
til að slíkur munur safnist saman í
verulegar upphæðir.“
En er þá raforkuverð til stóriðju hér
á landi almennt ásættanlegt?
„Af ársreikningum orkufyrir-
tækja má ráða að meðalorkuverð
án flutnings hefur verið á bilinu 19
til 25 dollarar á megavattstund að
minnsta kosti síðan 2006. Þetta er
aðeins brot af orkuverði til iðnaðar í
Norður-Evrópu og OECD, sem hef-
ur verið á bilinu 60 til 100 dollarar
síðustu ár og fremur á uppleið en
hitt. En við búum við að vera á eyju
og án tengingar við meginlandið,
þannig að notendur orkunnar þurfa
að koma til okkar og flytja afurðir
sínar héðan. Hver er eðlilegur af-
sláttur af orkuverði meginlanda
Evrópu og Norður-Ameríku til að
bæta upp fyrir staðsetninguna?
Því er erfitt að svara en við eigum
að leitast við að ná þeim afslætti
niður í framtíðinni. Takist það get-
ur framlegð af orkuauðlindunum
margfaldast á við það sem við höf-
um séð til þessa.“
Hvaða mál þarf að setja í forgang til
að tryggja að þjóðin fái í sinn hlut
hámarks arð af orkuauðlindum sín-
um?
„Stýrihópurinn mælir með því að
orkuauðlindum í ríkiseigu verði
safnað saman í Auðlindasjóð sem
taki að sér umsýslu þeirra, rann-
sóknir, útboð og útleigu gegn upp-
hafsgjaldi og hlutdeild í auðlinda-
rentu allan útleigutímann. Þá þarf
að skoða hvort sveitarfélög eru til-
búin að taka upp sama fyrirkomu-
lag útboða og útleigu, svo ramm-
inn sé samræmdur og hið opinbera
tapi ekki arði vegna innbyrðis sam-
keppni. Nefna má að Norðmenn
eru með þrískipt afgjaldakerfi á
orkufyrirtæki, þar sem um er að
ræða venjulegan tekjuskatt, sér-
stakan orkuskatt og loks hlutdeild
í reiknaðri auðlindarentu. En á
söluhliðinni er mikilvægt að sýna
þolinmæði, vera tilbúin að setja
markið hærra og bíða eftir orku-
kaupendum sem greiða betra verð
og tengdara markaðsverði í ná-
grannalöndum.“
Í hvaða verkefni er arðvænlegast að
selja orkuna?
„Það er erfitt að segja fyrir um, en
æskilegast er að laða að fjölbreytt-
an hóp orkukaupenda, af ýmsum
stærðum og gerðum, og gera við þá
sveigjanlega samninga þannig að
virkari samkeppni myndist á kaup-
hliðinni. Smærri kaupendur henta
líka betur fyrir jarðvarmavirkjanir,
þar sem erfitt er að spá fyrirfram
um vinnslugetu jarðhitasvæða og
affarasælast að byggja vinnslu
þeirra upp í hóflegum skrefum.
Nefna má að í jarðvarmavirkjun-
um fellur til talsvert magn af varma
á lágu hitastigi, sem ekki nýtist.
Iðngarðar nálægt jarðvarmavirkj-
unum gætu hugsanlega nýtt bæði
rafmagn, gufu og heitt vatn, og
jafnvel koltvísýring einnig.
Önnur staðreynd sem staldra má
við er sú að við flytjum inn olíu og
bensín fyrir yfir 50 milljarða á ári,
FOB. Það væri unnt að ná margvís-
legum markmiðum, bæði hagræn-
um, umhverfislegum og öryggis-
tengdum, með því að lækka þá tölu,
og þá meðal annars með því að nota
raforku í staðinn, beint og óbeint.
Í stýrihópi um orkustefnu voru,
auk Vilhjálms: Bergur Sigurðsson,
Brynhildur Davíðsdóttir, Guðni A.
Jóhannesson, Guðrún Jóna Jóns-
dóttir, Gunnar Tryggvason og Sal-
vör Jónsdóttir. Með hópnum starfaði
Helga Barðadóttir, sérfræðingur hjá
iðnaðarráðuneytinu.
Raforkunotkun og sala
Árleg raforkuframleiðsla á Íslandi
er 17 TW-stundir á ári. Yfirgnæf-
andi meirihluti fer til álvera og
annarrar stóriðju, eða um 14 TW-
stundir. Almenn notkun heimila
og atvinnulífs er því aðeins þrjár
TW-stundir á ári (sjá mynd). Þar
af er raforkunotkun vegna lýsing-
ar og raftækja á heimilum (utan
bændabýla) 23 prósent af notkun
almenna markaðarins. Það liggur
sem sagt fyrir að engin þörf er á
að virkja meira fyrir almennan
markað. Það þýðir aftur að öll við-
bótarorka verður seld orkufrekum
iðnaði, eða flutt úr landi um sæ-
streng á erlendan markað þegar
fram líða stundir. Í orkustefnunni
er einmitt gert ráð fyrir þeim
möguleika.
Úr skjali stýrihópsins má lesa
að raunhæf viðbótarraforkufram-
leiðsla virkjana, sem hafa ekki
verið reistar, sé í kringum 18 TW-
stundir. Mögulega er sem sagt
hægt að ríflega tvöfalda raforku-
framleiðslu landsins að hámarki.
Sú stærð er þó örugglega umdeil-
anleg. Hörðustu virkjanasinnar
Tillaga um stofnun Auðlindasjóðs
Vilhjálmur Þorsteinsson er formaður stýrihóps um mótun heildstæðrar orkustefnu.
5 teravattstundir skila hver 10 dollara hækkun
á verði megavattstundar, 50 milljónum dollara
á ári eða 6 milljörðum króna. Það þarf ekki
mjög mörg ár til að slíkur munur safnist saman
í verulegar upphæðir.“
16.000
14.000
12.000
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
Gigavatt-
stundir á ári
Orkusamningar stórnOtenda eftir stærð Og tímalengd
2010 2015 2020 2025 2030 2035 2040 2045 2050
Alcoa Fjarðaál Reyðarfirði 579 MW til ársins 2048
Rio Tinto Alcan Straumsvík 345-422 MW til ársins 2036
Becromal Krossanesi 66 MW til ársins 2029
Norðurál Grundartanga II 310 MW til ársins 2026
Norðurál Grundartanga I 186 MW til ársins 2019
Elkem Grundartanga 123 MW til ársins 2019
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
Vilhjálmur Þorsteinsson er formaður stýrihóps iðnaðarráðherra um orkustefnu.
30 úttekt Helgin 14.-16. janúar 2011