Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Page 37

Fréttatíminn - 14.01.2011, Page 37
FÍFA (Húsgagnahöllinni) – Sími 552 2522 – www.fifa.isOpið: Mán. - Fös: 10-18 Lau.: 10-17 - Sun.: 13-17 Allt fyrir börnin 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FATNAÐI ÚTSALAN ER HAFIN Lagið þitt Lag og texti: Ingvi Þór Kormáksson Flytjendur: Böddi og JJ Soul Band Böðvar Reynisson, betur þekktur sem Böddi í Dalton, hefur verið atkvæðamikill í poppbransanum undanfarin ár og ferðast landshorna á milli með hljóm- sveit sinni Dalton, eða Dalton-bræðrum eins og þeir eru oft nefndir. Dalton gaf út sína fyrstu breiðskífu fyrir jólin 2009. Símanúmer: 900-9001 Ef ég hefði vængi Lag og texti: Haraldur Reynisson Flytjandi: Haraldur Reynisson Halli Reynis flytur eigið lag. Hann hefur verið trúbador allt frá því hann byrjaði tónlistarferil sinn en haft hljómsveitir með sér annað slagið. Hann hefur gefið út sjö geisladiska með eigin lögum og textum. Símanúmer: 900-9002 Elísabet Lag og texti: Pétur Örn Guðmundsson Flytjandi: Pétur Örn Guðmundsson Pétur Örn hefur sungið með hljóm- sveitunum Buff, Dúndurfréttum, Hangir á bláþræði, Sirkus Babalú og Fjallkonunni. Hann tók einnig þátt í uppfærslu á söngleiknum Hárinu árið 1994 og árið eftir söng hann hlutverk Jesú Krists í rokk- óperunni Súperstar. Hann hefur oft sungið bakraddir í Söngva- keppni Sjónvarpsins fyrir aðra höfunda. Símanúmer: 900-9003 Huldumey Lag: Ragnar Her- mannsson Texti: Anna Þóra Jónsdóttir Flytjandi: Hanna Guðný Hitchon Hanna Guðný kemur úr söngelskri fjölskyldu en meðal náinna skyldmenna hennar eru þau Sigríður Guðnadóttir og Páll Rósinkranz. Hanna Guðný hefur hingað til aðeins sungið við brúðkaup og aðrar skemmtanir, en ætlar nú að demba sér út í tónlistina af fullum krafti. Símanúmer: 900-9004 Ástin mín eina Lag og texti: Arnar Ástráðsson Flytjandi: Erna Hrönn Ólafsdóttir Erna Hrönn var einn af stofnendum hljóm- sveitarinnar Bermuda árið 2004 og var hún söngkona sveitarinnar til ársins 2008. Hún hefur tvisvar áður tekið þátt í Söngva- keppni Sjónvarpsins sem aðalsöngkona. Símanúmer: 900-9005 Ingvi Þór Kormáksson. Haraldur Reynisson. Pétur Örn Guðmundsson. Ragnar Hermannsson. Arnar Ástráðsson. Keppnin um að komast til Düsseldorf að hefjast Fimmtán lög hafa verið valin til þess að etja kappi um réttinn til að keppa í Eurovision fyrir hönd Íslands í Düsseldorf í Þýskalandi í maí. Söngvakeppni Sjónvarpsins hefst á laugardagskvöld þegar þau Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson kynna fyrstu fimm lögin í keppn- inni. Undankeppnin heldur svo áfram dagana 22. janúar og 3. febrúar. Hinn 5. febrúar verður sér- stakur upprifjunarþáttur og 12. fer úrslitakeppnin fram. Sem fyrr er valið í höndum áhorfenda sem geta greitt lögunum atkvæði sitt með því að hringja í símanúmer viðkomandi lags. Fyrstu fimm lögin í keppninni: eurovision 37 Helgin 14.-16. janúar 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.