Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Page 40

Fréttatíminn - 14.01.2011, Page 40
40 viðhorf Helgin 14.-16. janúar 2011 Karlastund Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL S Synir mínir og tengdasynir tóku kallinn með sér síðastliðið sumar á harðhausa- mynd, sem þeir kölluðu svo, kvikmynd Syl- vesters Stallone The Expendables. Strák- arnir töldu það brýna nauðsyn að fara með þann gamla á alvöru strákamynd þar sem saman væru komnir allir helstu harðhausar kvikmyndanna, með Rocky í fararbroddi. Ég vissi um aðdáun þeirra á Stallone. Sá góði maður eyðir ekki tíma sínum í mála- lengingar enda vart til þess fallinn. Hann afgreiðir fjandmenn sína með öðrum hætti. Meiri töffarar hafa vart sýnt sig á hvíta tjaldinu nema ef vera skyldu þeir Arnold Schwarzenegger og Bruce Willis. Snilldar- bragð Stallones, sem leikstjóra og aðalleik- ara, var að fá þá báða með í slaginn fyrir utan Mickey Rourke, Dolph Lundgren og enn fleiri nagla. Ég viðurkenni að ég stend strákunum talsvert að baki þegar kemur að þekkingu á þessum hetjum og myndum þeirra. Þó sá ég Rocky á sínum tíma, að minnsta kosti fyrstu myndina, og nokkrum sinnum hef ég séð Bruce Willis sýna fjendum sínum í tvo heimana, ef ekki fleiri. Þekkingarskort- ur minn, miðað við ungu mennina, breytti því þó ekki að ég átti fína kvöldstund með þeim í bíóinu, naut þess að sjá Stallone og fé- laga frelsa sakleysingja úr höndum ótíndra skúrka. Schwarzenegger og Willis stöldr- uðu ekki lengi við á tjaldinu en áttu fína inn- komu. Hinir harðhausarnir lömdu, spörk- uðu, sprengdu og skutu og máttu á móti þola ýmsar skrokkskjóður af hálfu skúrkanna áður en yfir lauk og það góða sigraði hið illa. Stallone, sem fráleitt er unglamb lengur, var merkilega vel á sig kominn og hafði greini- lega tekið vel á í ræktinni áður en hann fór úr að ofan í helstu slags- málunum. Strákrnir hlógu og skemmtu sér því betur sem fleiri lágu í valnum enda notaði Stallone engin vettlingatök á andskota sína. Þeim var slétt sama um söguþráðinn, hvort hann var trúverðugur eður ei. Þeir nutu stundar- innar, yfirdrifinnar karlmennskunnar. Þess vegna tóku þeir pabbann og tengdapabb- ann með, töldu hann hafa gott af. Þetta var karlastund, hvort heldur var okkar hópur eða í bíóinu almennt. Salurinn var fullur af körlum. Konur sáust vart. Það var hlegið tröllslega. Um liðna helgi töldu strákarnir að enn væri þörf á strákaferð í bíó og kipptu pabb- anum/tengdapabbanum með. Í þetta sinn var hvorki sprengt né skotið en því meira af pínlegum uppákomum karlkynsins í boði. Synir mínir báðir bjuggu um hríð í Dan- mörku og hrifust þar af trúðunum Casper og Frank og sjónvarpsþáttum þeirra. Grín þeirra teygði þolmörk hins leyfilega lengra en áður hafði verið gert. Casper og Frank breyttu húmor Dana. Ef litið er til saman- burðar má segja að Tvíhöfði og Fóstbræðra- gengið hafi gert það sama hér á landi. Dönsku trúðarnir náðu til íslenskra sjón- varpsáhorfenda með svipuðum hætti og í heimalandinu, auk þess sem Casper og Frank urðu Íslandsvinir. Þótt þeir félagar gengju langt í sjónvarpsþáttunum er al- menningssjónvarp samt ákveðinn hemill. Það er kvikmynd hins vegar ekki. Þangað fer enginn ótilneyddur. Í nýrri kvikmynd í framhaldi af sjónvarpsþáttum trúðanna halda þeim kumpánum engin bönd. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem við feðgar og tengdafeðgar fórum í bíóið. Fyrirfram vissum við að Frank og Casper kæmu sér í meiri vandræði og pín- legri aðstæður en fyrr og engu var upp á þá logið. Uppátækin voru grófari en um leið enn fyndnari en áður. Í kvikmyndarýni í Fréttatímanum á föstudaginn var sagði að þeir Frank og Casper væru dásamlega ósmekklegir, fallega sjúkir og skemmti- lega á skjön við borgaralega rétthugsun. Undir það skal tekið. Uppákomurnar eru pínlega vandræðalegar en um leið óborg- anlega fyndnar. Lokaatriðið er með þeim hætti að hörðustu karlar gráta hreinlega af hlátri. Hláturinn var ekki tröllsleg- ur eins og á mynd Stallo- nes, hann var tryllings- legur. Ég minnist þess ekki að hafa fyrr hleg- ið stjórnlaust við lok kvikmyndar, á leiðinni út úr kvikmyndahúsinu og á heimleið í bílnum. Strák- arnir voru ekkert betri. Ekkert skal fullyrt um það hvort karlkynið sé almennt svona brenglað en þegar best lætur er það fyndið – sjúk- lega fyndið. Te ik ni ng /H ar i N ú er jóla- og áramótaum-ferð Íslands- meistaramótsins í auglýsinga-birting- um nýafstaðin og gaman að líta aðeins um öxl og velta fyrir sér hvernig til tókst. Eyddir þú meira? Eyddir þú minna? Jókst veltan á móti eða minnkað hreyf- ingin á vörunum þínum? Á t ímum sem þessum er ekki bara vert að skoða þessa hluti heldur hreinlega nauðsynlegt því ekkert okkar á meiri peninga í auglýsingar og birtingar heldur en við mögulega náðum að kreista út þetta árið. Ég held að ég tali fyrir hönd flestra, ef ekki allra, fyrir- tækjaeigenda og -stjórnenda þegar ég segi að fyrirtækin þurfi á öllu sínu að halda. Það er á árum eins og 2009, 2010 og nú 2011 sem það kemur í ljós hverjir hinir raunverulegu mark- aðssnillingar eru. Það er lítið mál að ausa út peningum og fá athygli, aukna vitund fyrir vörumerkinu og svo framvegis þegar hægt er að sækja í botnlausa sjóði en í dag eru þeir peningar ekki til. Hver króna þarf að skila sér og helst tuttugufalt í viðbót. Auglýsingar í 55% útsend- ingartímans Þetta var mér ofarlega í huga þegar ég hlustaði á morgunþátt Bylgjunn- ar laugardaginn 11. desember síð- astliðinn. Það er deginum ljósara að sú helgi er ein sú stærsta í verslun og viðskiptum ársins. Þetta er næst- síðasta helgin fyrir jólin og baráttan algjörlega í hámarki. Frá klukkan 11.31 til 12.00, eða á samtals 29 mínútna tímabili, voru keyrðar auglýsingar í 15 mínútur og 50 sekúndur. Ég gef mér kannski 5 sekúndur í skekkjumörk á þessu en svona var þetta nokkurn veginn. Þarna voru stórir auglýsendur sem leita ráðgjafar markaðsstofa, aug- lýsingastofa og birtingahúsa sem eiga að standa vörð um hagsmuni auglýsandans. Hvort hámarkstími auglýsinga í útvarpi á að vera þrjár mínútur eða fjórar mínútur þrisv- ar sinnum á klukku- tíma til að hámarka árangur – um það má kannski takast á. En að 55 prósent tímans frá 11.31 til 12.00 séu auglýs- ingar er algjör van- virðing við auglýs- endurna svo að ekki sé minnst á hið frá- bæra dagskrárgerð- arfólk sem sinnir morgunþættinum á þessari tilteknu stöð á laugardögum. Ef þú, auglýsandi góður, settir peningana þína í birtingu þarna þá er ég viss um að þú hafðir ekki tíma til að fylgjast með því hvernig farið var með þær birtingar eða í hvaða umhverfi þær birtust. Ég veit að þú hefðir aldrei tekið slíka ákvörðun. En ef þú ert með birtingahús, aug- lýsingastofu, markaðsstjóra eða markaðsráðgjafa er í það minnsta eðlilegt að taka umræðu um það innanhúss hverju fólk telur að svona birtingamaraþon skili í raun. Hvað er eðlilegt? Ég hafði orð á þessu við stóran hóp auglýsenda í nóvember 2009 og aftur hafði ég orð á þessu við enn stærri hóp auglýsenda í nóvember síðastliðnum; það er að segja há- markstíma auglýsinga bæði á ein- stökum tímum og hve mikið magn mönnum finnst eðlilegt á hálftíma eða klukkutíma. En með þessari grein langar mig að kalla eftir við- horfi Samtaka auglýsenda og birt- ingahúsanna. Ég á upptökur af þessum tímum og ykkur er velkomið að nálgast þær hjá mér ef áhugi er fyrir hendi. Fyrir mér er þetta ekkert ósvip- að því að ég keypti mér flugmiða til London hjá einhverju af okkar ágætu flugfélögum. Ég stigi upp í vélina um klukkan 20, þremur tím- um seinna væri lent í Ósló, klukku- tíma síðar í Kaupmannahöfn, öðr- um klukkutíma seinna í Berlín, þar á eftir París svo Madríd og svo væri mér hent út á Heathrow um kvöld- mat á leiðinni heim til Íslands og þökkuð samfylgdin. Auglýsingar í útvarpi Um birtingar og fagleg vinnubrögð Einar Bárðarson útvarpsstjóri Kanans Mun andi sjálfbærni fremur en efnishyggju verða ofan á í ljósi allrar þeirrar umræðu sem hrunið hefur kveikt? Skóli og þjóðfélag Dulda námskráin Þ að er alkunna að skólastarf fer ekki einungis eftir þeirri námskrá sem mennta- málaráðuneytið gefur út og skólar möndla með að sínum hætti hver og birta niðurstöðuna í skólanám- skrá sem öllum er aðgengi- leg á netinu, en yfirleitt eru skólar hættir að gefa hana út í sérstöku kveri eða bók. Í öllum skólum er líka óskráða námskráin eða dulda námskráin sem skapast af siðum, venjum og umgengni, aga, skipulagi á húsnæði og tilhögun hús- gagna o.fl. og getur verið býsna ólík milli skóla þótt ýmsir þættir séu sameiginlegir. Samkvæmt henni mótast margvísleg samskipti og hún sendir dulin skilaboð sem enginn sér en allir skilja og tileinka sér. Sem dæmi um hið fyrrnefnda er virðing starfsmanna fyrir margvíslegum gildum, til dæmis fyrir stundvísi, nefna má tilteknar kurteisisvenjur, samskipti í mötuneyti og á kennarastofu og fleira. Dulda námskráin mótar það viðmót sem gestkom- endur ganga inn í. Þegar nemandi missir disk eða glas sem brotnar á gólfi mötuneytis í Laugaskóla, þá klappa allir viðstaddir. Þetta er regla sem hvergi er skráð en allir kunna. Það er nefni- lega svo að nemendur skynja líka í loftinu margvísleg skilaboð frá hinum eldri án þess þó að þau hafi beinlínis verið send. Ég held til dæmis að ákaflega margir nemendur í framhaldsskóla súpi úr fyrsta staupi eða ölkollu áður en þeir fara á busaball eða í tengslum við það. Vissulega hafa margir skólar náð góðum árangri í að stemma þessa á að ósi, en enn er þetta allt að því hefð í mörgum skólum. Dulda nám- skráin leggur börnunum líka línur hvað klæðaburð varðar. Það geta þeir séð sem sjá vilja, en að vísu eru þá líka í púkkinu tískustraumar samfélagsins. Þjóðerniskennd var sterk í sjálfstæðis- baráttunni og hún birtist víða, til dæmis í kennslubókum, en ég held hún hafi líka birst í óskráðu námskránni með ýmsu móti. Menn lærðu ættjarðarljóð og lög og sungu á hvers konar samkomum, sama hvert tilefnið var. Ísland, farsældafrón og hagsælda hrímhvíta móðir. Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin best? Þetta held ég hafi verið andinn í óskráðu námskránni langt fram yfir lýðveldis- stofnun. Dulda námskráin mótar líka að sumu leyti virðingu nemenda (og kennara) fyrir einstökum greinum og líklega er lenskan sú hérlendis að bóklegar greinar séu skör hærra settar en verklegt nám og listir, illu heilli. En hvaða andi skyldi ríkja núna í duldu námskránni? Er þjóðerniskennd fyrir bí eða blómstrar hún kannski á ný í ESB um- ræðunni? Mun andi sjálfbærni fremur en efnishyggju verða ofan á í ljósi allrar þeirr- ar umræðu sem hrunið hefur kveikt? Sölvi Sveinsson skólastjóri Landakotsskóla

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.