Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Qupperneq 60

Fréttatíminn - 14.01.2011, Qupperneq 60
60 tíska Helgin 14.-16. janúar 2011 tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Heillaðar af gervinu Það er með ólíkindum hversu mikil útlitsdýrkun ríkir í okkar vestræna heimi. Fjöldi þeirra einstaklinga sem láta sér sína nátt- úrulegu fegurð nægja er mun minni en við gerum okkur grein fyrir. Nú á dögum telst náttúruleg feg- urð langt í frá náttúruleg. Bendum á fallega stelpu sem hefur ekki ennþá gengist undir lýtaaðgerð – falleg frá náttúrunnar hendi. Við hugsum lítið út í það hversu miklum tíma og peningum þessi stelpa hefur eytt í útlit sitt. Kvenþjóðin er með vissu stærri hópurinn í samfé- laginu sem beygir sig undir þessa ákveðnu dýrk- un. Meðvitað fegrum við útlit okkar með einum eða öðrum hætti og þykir það jafn sjálfsagt og að klæða okkur á morgnana. Mun fleiri stelpur en strákar hafa lagst undir hníf- inn til þess að uppfylla þær kröfur sem samfélagið gerir til þeirra. Fyrir ekki svo löngu þótti þetta mikið feimnismál og fáar sem höfðu látið verða af aðgerðinni töluðu opinberlega um hana. En nú hefur þetta undið upp á sig á stuttum tíma. Strax á unglingsaldri sækjast stelpur eftir því að fá stærri brjóst, varafyllingu eða leyfa aukakílóunum að fjúka með skurðaðgerðum. Auk sílíkonbrjósta og annarra aðgerða sækjast stelpur eftir ýmiss konar breytingum. Hinn nátt- úrulegi háralitur fær sjaldan að njóta sín, fölur húð- litur okkar Íslendinga er kaffærður af þeim brúna og hárlengingar gjarna festar við hárið svo að það sýnist lengra og þykkara. Að vissu leyti eru þessar útlitsbreytingar okkar komnar út í öfgar. Hver er það sem fær að ákveða að stór brjóst eigi að vera ríkjandi? Eða þá að músarliturinn, þjóðarháralitur okkar Íslendinga, eigi ekki að vera sýnilegur? Hversu langt erum við tilbúnar að ganga? Þetta er komið út á hættulegar brautir og við verðum að fara að vakna upp af veru- leikafirrtum draumum og sætta okkur við okkar fallega útlit. Við erum jú fallegustu konur heims. Miðvikudagur: Stuttbuxur: Zara Bolur: Zara Hálsmen: Heimagert Skór: Búð í London Leggings: Primark Fimmtudagur: Skór: Accessories Veski: H&M Kjóll: H&M Sokkabuxur: Primark Armbeygjur á einum fæti Una Björg Ingvarsdóttir er spræk fjögurra ára stelpa sem æfir fimleika, er í söngskóla og leikskólanum Fálkaborg. „Uppáhaldsliturinn minn er fjólublár, bleikur, gull og silfur en mér finnst flottast að vera í gulllitum fötum. Svo finnst mér skemmti- legast að vera í kjólum og sparifötum og nýju uppáhaldsskórnir mínir eru þeir sem jólasveinninn gaf mér í skóinn. Háhælaðir prins- essusskór.“ Unu finnst alltaf skemmtilegt að leika sér en í leikskólanum finnst henni skemmtilegast að róla. „Þegar ég er í leikskólanum finnst mér alltaf gaman að róla. En þegar ég er heima þá finnst mér skemmtilegast að horfa á mynd. Besta vinkona mín er Birta en mamma er uppáhaldið mitt. Líka hundurinn minn, pabbi og bara allir í fjölskyldunni.“ Þegar hún átti að svara spurningunni um einhverja leynda hæfileika var hún ekki sein til svars: „Ég get auðveldlega gert armbeygjur á einum fót.“ Pizzaveisla í Kosti! Pizza og gos McCain og Pepsi ................................. 699 kr/pk* Í DAG FÖSTUDAG Pepperoni eða ostapizza * Pepsi 2l eða Pepsi Max 2l * Með mikið tískuvit Katie Holmes er ein af fáum stjörn- um sem forðast sviðsljósið eins og heitan eldinn. Nú í febrúar mun hún þó prýða forsíðu tískutímaritsins Elle og talar opinskátt um tískukennd fjög- urra ára dóttur sinnar, Suri Cruise. „Dóttir mín er með sterka tískuvitund og kaupæði á háu stigi. Hún elskar há- hælaða skó, gengur aðallega í kjólum og neitar að fara í buxur. Oftar en ekki segir hún mér að skipta um föt vegna þess hversu illa þau passi saman. Hún er ótrúleg.“ Suri mun eiga farsælan farveg þegar kemur að tísku og við fáum áreiðanlega að sjá meira af henni á næstu árum. Kynþokkafullar myndir fyrir gott málefni Hægt er að taka upp á ýmsu þegar kemur að því að vekja áhuga almenn- ings. Sómalska fyrirsætan Waris Dirie, 46 ára, hefur aldrei verið glæsi- legri og hefur verið fengin til að sitja fyrir á nærfötunum einum klæða fyrir gott málefni. Klæðleysið hefur lítið að gera með málstað herferðarinnar en með þessu móti reynir hún að beina athyglinni að afrískum konum. Hún segir að aðstæður kvenna í þróunar- löndum séu gríðarlega slæmar, frelsi þeirra takmarkað og tími sé til kominn að taka til hendinni. Mánudagur: Kjóll: H&M Bolur: Next Leggings: Zara Skór: Zara Þriðjudagur: Leggings: Primark Pils: H&M Peysa: H&M Skór: Frá jólasveininum Föstudagur: Skór: Zara Leggings: Zara Pils: Pumpkin patch Bolur: Adams Peysa: Prjónuð af ömmu Hárband: H&M Eyrnalokkar: Accessories 5 dagar dress
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.