Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Qupperneq 5

Fréttatíminn - 21.01.2011, Qupperneq 5
Árangur þinn er okkar takmark Hvort sem þú vilt leggja fyrir til skemmri eða lengri tíma þá finnur þú varla betri sparnað en þann sem felst í að lækka yfirdráttinn. Vildarviðskiptavinir sem lækka nýttan yfirdrátt á launa­ reikningum um 30% á árinu 2011 fá 10% endurgreiðslu greiddra vaxta í lok ársins. Prófaðu reiknivél­ ina á arionbanki.is og sjáðu hversu há endurgreiðslan þín verður. Skráðu þig á arionbanki.is fyrir 5. apríl. Hafðu samband við ráðgjafa okkar og kynntu þér það sem við höfum upp á að bjóða. Við tökum vel á móti þér. Vilt þú lækka yfirdráttinn? Þá endur greiðum við þér hluta vaxtanna. Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is Endurgreiðsla vaxta vegna yfirdráttar ÍS LE N S K A S IA .IS A R I 5 2 9 0 6 0 1 /1 1 S igurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, vill skuldajafna 250 milljóna króna launakröfu, sem hann gerði í þrotabú bankans, gegn skuld sem Arion banki hefur stefnt honum fyrir. Þetta kom fram við fyrirtöku dómsmálsins í Héraðs- dómi Reykjavíkur á þriðjudag. Ekki hefur enn verið tekin afstaða til kröfu Sigurðar og var dómþingi frestað til 25. febrúar næstkomandi til þess að niðurstaða liggi fyrir um afstöðu til kröfunnar áður en lengra er haldið með málið. Almar Möller, lögmaður Sigurðar, og Andri Árnason, lögmaður Arion banka, staðfestu báðir fyrir dóm- ara að reynt væri að ná samkomulagi utan dómstóla. Þar gegna launakrafa Sigurðar og afdrif hennar stóru hlut- verki. Fréttatímanum hefur ekki enn tekist að fá á hreint hvaða skuld ná- kvæmlega Sigurði er stefnt fyrir. Eft- ir því sem næst verður komist fékk Andri Árnason öll mál frá Arion banka sem varða svokölluð þekjulán starfs- manna bankans. Þar fengu starfsmenn lán frá bankanum þegar hlutabréf þeirra hækkuðu að virði, án þess að nota lánin til kaupa á bréfum í bankanum. Arion banki mun krefjast fullrar endurgreiðslu á þess- um lánum sem hlaupa í mörgum tilvikum á hundruðum milljóna – þar á meðal Sigurðar. Sigurður skuldar Kaupþingi einnig 10 milljónir punda, um 1,8 milljarða íslenskra króna, vegna lánveit- inga bankans í tengslum við sjóðinn Kaupthing Capi- tal Partners II sem getið er um í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Auk þess hefur Sigurði verið stefnt vegna persónulegra ábyrgða hans á lánum bankans til hans vegna hlutabréfakaupa. Sigurður var stjórnarformaður Kaup- þings þegar bankinn féll 8. október 2008. Hann var eftirlýstur af Interpol um tíma á síðasta ári og var yfirheyrð- ur af sérstökum saksóknara vegna gruns um meinta markaðsmisnotk- un stjórnenda bankans. Hann býr í London en eyddi jólunum í einbýlis- húsi sínu á Seltjarnarnesi. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  DómSmál Sigurður EinarSSon og arion banki Vill skuldajafna 250 milljóna launakröfu við bankann Arion banki og Sigurður Einarsson eiga í dómsmáli vegna skulda Sigurðar við bankann Sigurður Einarsson stendur í ströngu gegn sínum gömlu vinnuveitendum. Íbúðalánasjóður undir Fjármálaeftirlitið Búast má við umfangsmiklum breytingum á því regluverki sem Íbúðalánasjóður starf- ar undir á næstunni samhliða innspýtingu eiginfjár í sjóðinn. Hyggjast stjórnvöld færa sjóðinn undir beint eftirlit Fjármála- eftirlitsins með ámóta hætti og aðrar fjármálastofnanir, auk þess sem eiginfjár- kvaðir, og aðrar kröfur um fjárhagslegan styrk, verða samræmdar því sem gengur og gerist í fjármálakerfinu. Þetta má lesa út úr viljayfirlýsingu stjórnvalda til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins vegna 4. endurskoðunar á áætlun sjóðsins og stjórnvalda, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. -jh Aukið aflaverðmæti Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 112 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2010 samanborið við rúma 96 milljarða á sama tímabili árið 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpa 16 milljarða eða 16,5% á milli ára, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Aflaverðmæti botnfisks var í lok október orðið 78,5 milljarðar og jókst um 16,9% frá sama tíma árið 2009 þegar aflaverðmætið nam 67,1 milljarði. Verðmæti þorskafla var um 37,2 milljarðar og jókst um 25,5% frá fyrra ári. -jh Byggingarkostnaður að ná jafnvægi Byggingarkostnaður jókst um 0,6% í janúarmánuði frá fyrri mánuði, að því er Hagstofan greindi frá í gær. Hækkunin er til komin vegna hækkunar á innlendu efni en undirvísitalan fyrir þann lið hækkar um 2,3% frá fyrri mánuði og þá hækkar einnig undirvísitalan fyrir vélar, flutninga og orkunotkun um 1,8% frá fyrri mánuði. Kostnaður vegna innflutts efnis og vinnu lækkar hins vegar. Greining Íslandsbanka segir að svo virðist sem kostnaður við nýbyggingar íbúðarhúsnæðis sé nú að ná jafnvægi eftir mikla hækkun í kjölfar hrunsins. -jh 86,7% STUÐNINGUR VIÐ STAÐGÖNGUMÆÐRUN Könnun MMR Stuðningur við staðgöngumæðrun MMR kannaði hvort landsmenn væru fylgjandi eða andvígir því að staðgöngumæðrun yrði gerð lögleg á Íslandi. Mikill meirihluti þeirra sem tóku afstöðu var fylgjandi lögleiðingunni eða 86,7%. Stuðningur við staðgöngumæðrun reyndist um og yfir 80% óháð því hvort niðurstöður eru greindar eftir kyni, aldri, búsetu, tekjum eða stuðningi við stjórnmálaflokka. -jh fréttir 5 Helgin 21.-23. janúar 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.