Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Síða 6

Fréttatíminn - 21.01.2011, Síða 6
 LandLæknir kynferðisbrot „Ólöf á alla mína samúð í þessu hryllilega máli“ Geir Gunnlaugsson landlæknir segir sögu Ólafar de Bont, sem steig fram í Fréttatímanum fyrir tveimur vikum og rauf 40 ára þögn um kynferðisbrot gegn henni á Kleppi, sorglega og utan þess sem hægt sé að ímynda sér. H eilbrigðiskerfið er vel í stakk búið til að taka á svona málum og það hefur verið tekið á þeim. Það eru til verk- ferlar sem unnið er eftir. Fólk getur kvartað til landlæknis og mál eru í kjölfarið skoðuð. Við höfum svipt fólk starfsleyfi að lokinni slíkri skoðun. Við förum hins vegar ekki með ákæruvald. Fórnarlömbin ákveða sjálf hvort þau kæra til lög- reglu eða ekki,“ segir Geir Gunn- laugsson landlæknir um það hvern- ig íslensk heilbrigðisþjónusta er í stakk búin til að takast á við kyn- ferðisbrot sem framin eru af starfs- mönnum. Ólöf de Bont steig fram í Frétta- tímanum fyrir tveimur vikum og sagði frá því hvernig hún var beitt kynferðislegu ofbeldi af lækni á Kleppi fyrir fjörutíu árum þegar hún var sextán ára. Eftir að hafa hlustað á Sigrúnu Pálínu Ing- varsdóttur, fórnarlamb Ólafs Skúlasonar biskups, halda fyrirlestur um þöggun kynferðisbrota ákvað hún að hætta að burðast með leyndarmálið og fór á fund landlæknisembættisins. Hún segir í viðtalinu að þar á bæ hafi fólk tekið afskaplega vel á móti henni og beðist af- sökunar á atvikinu. „ A l l i r s e m hlustuðu á sögu Óla far vor u snortnir. Ólöf á alla mína samúð í þessu hryllilega máli,“ segir Geir aðspurður um heimsókn Ólafar og sögu hennar. Sá læknir sem Ólöf sakar um kynferðisofbeldi er hættur störf- um og segir Geir lítið hægt að að- hafast í málinu. „Þetta mál er utan þess sem maður getur ímyndað sér að geti gerst. Maðurinn er hættur störfum og því er ekkert sem við getum gert. Hins vegar þurfum við að vera vakandi fyrir fyrndum brotum og læra af þeim. Aðspurður hvort viðkomandi læknir hefði verið sviptur starfsleyfi ef hann hefði ver- ið starfandi ennþá segir Geir auð- velt að berja sér á brjóst og segja að hann hefði að sjálfsögðu verið sviptur leyfi. Málið sé hins vegar ekki einfalt. „Það eiga allir rétt á því að bera hönd fyrir höfuð sér og það er ekki hægt að gefa sér niðurstöð- una fyrirfram, en það breytir ekki alvarleika þessa máls og hryggð- inni yfir sögu Ólafar. Ef dæma eigi af reynslunni þá sýni hún að menn hafa verið sviptir fyrir brot sem varða kynferðislega áreitni. Geir segist ekki geta sagt til um hvort Ólöf hafi lokið upp Pandóruöskju með upp- ljóstrunum sínum og fleiri fórnarlömb muni koma fram í kjölfarið líkt og nýleg dæmi sýni. „Það er ómögulegt að segja. Við höfum ekki fundið fyrir því ennþá,“ segir Geir. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ólöf de Bont sagði starfsfólki landlæknis- embættisins hryllilega sögu sína síðastliðið haust. Ljósmynd/ Hari Geir Gunnlaugsson landlæknir segir heil- brigðiskerfið vel í stakk búið til að taka á ásök- unum um kynferðis- brot. Ljósmynd/Hari Karlahópur velferðarráðherra Það verður digur karlarómur á fundum nýs starfshóps sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað til að gera tillögur um hvernig auka megi þátttöku karla í umræðum um jafn- rétti kynja og auka aðild að jafnréttisstarfi. Hópurinn er eingöngu skipaður körlum, að því er fram kemur í tilkynningu velferðarráðuneytisins. Formaður er Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur. Nefndinni er ætlað að greina stöðu karla í samfélaginu og m.a. að fjalla um hvernig breikka megi náms- og starfsval karla og vinna gegn kynskiptum vinnumarkaði. -jh Atvinnulausum fjölgar Á fjórða ársfjórðungi 2010 voru að meðaltali 13.200 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,4% vinnu- aflsins. Atvinnuleysi mældist 8,4% hjá körlum og 6,3% hjá konum. Frá fjórða ársfjórðungi 2009 til fjórða ársfjórðungs 2010 fjölgaði atvinnulausum um 1.200 manns, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Atvinnuleysið er mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 15,4%. Hjá hópnum 24–54 ára var atvinnuleysi 6,6% og 3,8% hjá 55–74 ára. Á fjórða ársfjórðungi 2010 var atvinnuleysi 8,2% á höfuðborgarsvæðinu en 5,9% utan þess. -jh GOLF KORT IÐ VEI TIR 40% A FSLÁT T AF GO LFVÖ LLUM UMHV ERFIS ÍSLAN D AUK A NNAR RA GL ÆSILE GRA F RÍÐIN DA TRYG GÐU Þ ÉR ÁS KRIFT STRA X! TRYG GÐU Þ ÉR ÁS KRIFT Í SÍM A 595 6000 EÐA Á SKJA RGOL F.IS ABU DHABI CHAMPIONSHIP 22 - 23 janúar BOB HOPE CLASSIC 19 - 23 janúar Helgin 21.-23. janúar 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.