Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Side 29

Fréttatíminn - 21.01.2011, Side 29
„Fólki fannst svolítið spes í Danmörku hve ungir foreldrar við vorum. Það átti líka við í skólanum þegar ég komst inn í læknanámið. Ég las undrunina úr augna- ráðinu þegar það vissi af Huldu. Samt eru Danir í læknisfræði frekar ungir þegar þeir eignast börn því að þeir vita að vaktir og viðbjóður taka við að námi loknu og þeir geta ekki verið sínir eigin herrar lengur.“ Stefnir út á nýjan leik Tími Svölu og barnanna hér heima hefur ekki slökkt löngunina til að búa úti í löndum. „Ég hef ekki alltaf verið mikil ævintýramanneskja en er það núna. Ég hafði sem betur fer enga útþrá þegar ég varð móðir svona ung – sem ég fagna, því það hefði ekki verið gott að vera tryllt af útþrá þá,“ segir hún. „Núna er ég tíma- bundið hérna heima og mér finnst ég ekki hitta fólkið mitt neitt oftar en þegar ég bjó úti og kom heim á sumrin og um jól. Hér pukrast allir í sínu horni en áður en ég flutti út var ég náttúrlega í háskólanámi eins og vinir mínir og tími hvers og eins ekki eins pakkaður – heldur lífið létt,“ segir hún. „Vinkona mín hafði sagt mér að sam- gangur vina og ættingja væri svona lítill en ég hafði enga trú á að þetta ætti við um mig; en jú, tíminn líður hjá. Allt í einu eru liðnir fjórir mánuðir og maður hefur engan hitt.“ Svala sér því enga vankanta á að búa úti. „En ég enda á Íslandi, það er ekki spurning.“ Heilsan skiptir máli og það vita þau Svala og Róbert bæði. „Ég stæði ekki upprétt ef ég stundaði ekki leikfimi. Ég verð því oft að setja leikfimina í fyrsta sæti því gerði ég það ekki, gæti ég ekki sinnt börnunum. Bakið brestur,“ segir Svala sem stundaði fimleika frá ungaaldri. Spurð hvort þau verði þá bundin ræktinni alla tíð til að bæta fyrir slit á líkamanum eftir íþróttaferilinn segist hún trúa því að aðstaða handboltamanna, eins og annarra íþróttamanna, hafi breyst. Vel sé hugsað um heilsu þeirra, þeir lyfti og fái nudd og sjúkraþjálfun meðfram iðkuninni. „Þeir verða ekki með eins ónýt hné og axlir og kynslóðin á undan sem öll er bækluð eftir ferilinn. Pottþétt ekki. Enda var sú kynslóð í fullri vinnu með íþróttinni og komst ekkert í þjálfun meðfram henni,“ segir hún. „Ég vona það alla vega því maður fær víst bara einn kropp og það er ekki hægt að fá nýja liðþófa í hné og axlir, aðeins gerviliði.“ En styttist ekki í íþrótta- ferli Róberts og hvað tekur þá við? „Hann er þrítugur núna, hefur klárað stúdents- prófið og hóf viðskiptafræði í Árósum, en prófin voru á sama tíma og landsliðið spilar. Hann sló því náminu á frest. Ætli ég verði nú ekki bara fyrirvinnan á meðan hann ákveður hvað hann vill verða þegar hann verður stór.“ Margra mánaða fjarvera Svala þarf að vinna eitt ár sem kandídat til þess að fá læknisleyfi á EES-svæðinu. Hún er að klára sjötta mánuðinn hér heima. „Ég ætla að verða heimilislæknir. Ég hef alltaf ætlað mér það. Ég tel það eitt erfiðasta fagið innan læknastéttarinnar. Heimilislæknir þarf að vita svo gott sem allt. Áður en ég hóf námið hélt ég að heim- ilislæknir þyrfti aðeins að vita smá um allt sem snýr að sjúkdómseinkennum en mér liði ekki vel með það. Heimilislæknar hitta alla, allt frá krílum til eldri borgara, þeir fást við sálræna og líkamlega kvilla – alla flóruna. Það gerir fagið svo spennandi,“ segir hún. „Heimilislæknar eru kannski ekki hátt skrifaðar hér heima en það eru þeir í Danmörku. Þar segja margir sem velja að vera heimilislæknar að þeir geri það vegna góðra launa. Þannig er það ekki hér. Hér flýja heimilislæknar til Svíþjóðar, já eða fara þangað sem verktakar í tvær vikur og fá laun sem jafnast á við eins til tveggja mánaða vinnu hér.“ Svala og Róbert eru hvort í sínu horni um þessar mundir. Á meðan hann starfar sem atvinnumaður og býr einn í Heidel- berg sinnir hún náminu og börnunum þremur hér heima. Svala segir fjarbúðina mun erfiðari fyrir hann en sig. „Það er svo mikið að gera hjá mér og ég hef alla í kringum mig. Ég drösla öllu liðinu í búð, ræktina og skóla á meðan hann er einn og hefur bæði meiri tíma og fleiri að sakna. Ég hef lítið getað heimsótt hann síðustu mánuði; eina helgi í október og aðra í desember. Hann sá ekki börnin frá 20. júlí til 20. október og hann varði jólunum með Ólafi Stefánssyni og fjölskyldu hans. Þetta voru Skype-jól,“ segir Svala og þakkar fyrir hve samheldnin meðal íslensku handboltamannanna sé mikil úti, en fyrir þennan vetur spilaði Snorri Steinn Guð- jónsson með Rhein-Neckar Löwen ásamt þeim Guðjóni Val Sigurðssyni, Róbert og Ólafi en Guðmundur Guðmundsson þjálfar liðið. Snorri Steinn, einn besti vinur Ró- berts, flutti sig um set til Danmerkur fyrir þetta tímabil og spilar nú með AG Køben- havn, en sami eigandi er að liðunum. „Það ná allir svo vel saman. Líka við konurnar. Við erum margar góðar vinkonur,“ segir hún og hlakkar til að hitta vinina og sam- eina fjölskylduna að nýju. Fjarbúið ekki alslæm „Yngri börnin gera sér ekki alveg grein fyrir aðstæðunum. Þau eru nú ekkert að spá í hvort við séum skilin af því að við búum í fjarbúð, heldur vita að hann er að keppa í Þýskalandi og kemur annað slag- ið. Þau pældu til dæmis lítið í því að pabba vantaði um jólin. Hann kom þegar jólin voru búin og þá var nú gaman. Ég hugga mig við það að þau séu svo lítil að þau eigi ekkert eftir að muna eftir þessum tíma; þótt Birtu rámi hugsanlega í hann seinna meir enda er hún mikil pabbastelpa. Áður en við fluttum heim í sumar var rétt eins og hún fyndi á sér hvað væri í vændum. Hún var mjög erfið við pabba sinn í um þrjár vikur fyrir heimferðina. Það var rétt eins og hún væri að brynja sig gegn því að verja svo litlum tíma með honum.“ En fjarbúðin er þó ekki alslæm að mati Svölu. „Nei, nei, maður fattar hvað maður á og hve heppin ég er. Það er því oft gott að fá að sakna því það að sjást á hverjum degi á Skype er ekki það sama og að hitt- ast á hverjum degi. En það breytist nú þegar við flytjum aftur út.“ Ég hef lítið getað heimsótt hann síðustu mánuði; eina helgi í október og aðra í desember. Hann sá ekki börnin frá 20. júlí til 20. október og hann varði jólunum með Ólafi Stefánssyni og fjölskyldu hans. Þetta voru Skype-jól. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is viðtal 29 Helgin 21.-23. janúar 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.