Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Side 56

Fréttatíminn - 21.01.2011, Side 56
56 dægurmál Helgin 21.-23. janúar 2011 PRÓTÍNBOMBUR! Samkvæmt skýrslu Matís er harðfiskur hollari en áður var talið. Langhollasti þorramaturinn. Fæst í Bónus H R E I N Í S L E N S K F Æ Ð U B Ó T Þ egar þær stöllur Skoppa og Skrítla mæta til leiks á ný í Borgarleikhúsinu um helgina verður nýr liðsmaður í hópnum. Þetta er álfastrákurinn Zúmmi, sem var skrifaður inn í sýninguna að beiðni samstarfsaðila tvíeykisins í Holly- wood þar sem verið er að vinna að gerð sjónvarpsþátta um þær. „Já, það kom beiðni frá LA um að vinsamlegast skipta út víkingnum í sýningunni,“ segir Hrefna Hall- grímsdóttir sem stendur á bak við Skoppu og Skrítlu ásamt Lindu Ásgeirsdóttur. Linda útskýrir að leikarinn, sem hafi leikið víkinginn, hafi verið hafður á hnjánum, og það hafi ekki fallið í kramið í drauma- verksmiðjunni þar sem menn hafi óttast að þetta yrði mögulega mis- skilið sem dvergagrín. „Það var nú alls ekki hugmyndin heldur var grínið að sögurnar af víkingnum hafi kannski orðið svona stórar af því að þeir voru svo litlir.“ Zúmmi álfastrákur var lausnin á þessum vanda auk þess sem Linda  skoppa og skrítla snúa aftur Vildu útiloka misskiln- ing um dvergagrín Berfætt með hei magerðan bolta  afríkudagar til styrktar skóla í úganda k rakkar í 6. flokki Breiðabliks munu í vikunni fram undan spreyta sig á að búa til eigin fótbolta og spila án hefðbund-ins skófatnaðar. Til fyrirmyndar hafa þau aðstæður ungra fótboltaáhugamanna í Afríku, sem flestir leika með heimagerða bolta og ýmist berfættir eða í sandölum, jafnvel bara á öðrum fæti, svo að tveir geti gjörnýtt hvert skópar. Framtak Blikakrakkanna er í tilefni af Afríkudögum sem verða haldnir frá 22. til 28. janúar að frumkvæði Barnaheilla og Afríku 20:20 – félags áhugafólks um málefni Afríku sunnan Sahara. Markmiðið er að vekja athygli á málefnum Afríku og afla fjár til stuðnings menntunarverkefni Barnaheilla í Pader-héraði í Norður-Úganda. Að sögn Bjargar Björnsdóttur, verkefnisstjóra hjá Barna- heillum, verður dagskráin fjölbreytt. Ljósmyndagjörningur Páls Stefánssonar verður áberandi víða um höfuðborgina, boðið verður upp á tvær málstofur um málefni Afríku, Bíó Paradís mun sýna þrjár myndir um lífið í Gíneu-Bissá og þættir á Rás 1 verða helgaðir Afríku í vikunni. -jk

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.