Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Side 61

Fréttatíminn - 21.01.2011, Side 61
H andverkshúsið býður upp á fjölda námskeiða í upp-hafi árs en þar gefst þeim sem gæddir eru þeirri náðargáfu að geta sameinað vinnu hugar og handa tækifæri til að búa til skart, hnífa og nánast allt þar á milli. „Við erum með verslanir í Bol- holtinu og á Akureyri og á báðum þessum stöðum bjóðum við upp á ein fimmtán mismunandi nám- skeið í handverki,“ segir Þorsteinn Eyfjörð Jónsson hjá Handverks- húsinu. „Leiðbeinendur okkar eru allir mjög hæfir í sínu fagi og búa að mikilli reynslu.“ Lisa Pavelka verður með nám- skeið í skartgripagerð í lok mars. Hún hefur margra ára reynslu í hönnun og smíði skartgripa úr silfurleir og skartleir. „Við buðum henni til okkar í tilefni af 15 ára afmæli Handverkshússins og vonum að það dýpki kunnáttu þeirra sem vinna með sambærileg efni og hún,“ segir Þorsteinn. „Hún hefur skrifað nokkrar kennslubækur í faginu og er fastur dálkahöfundur í vinsælum fagritum. Undanfarin ár hefur hún ferðast um Bandaríkin og Evrópu og kennt skartgripa- gerð.“ Auk skartgripagerðarinnar er meðal annars boðið upp á námskeið í steinvinnslu og öllu sem við kem- ur útskurði og tálgun í tré, auk þess sem hnífagerð er einnig kennd. „Við erum mjög öflug í skartgripa- gerð og í steinvinnslunni verður íslenska grjótið að gulli í höndum þeirra sem til verka kunna.“ Skrá yfir þau námskeið sem í boði eru hjá Handverkshúsinu má finna á vefsíðu hússins, handverks- husid.is.  HandverksHúsið er með fjölbreytt úrval námskeiða Íslenska grjótið verður að gulli Íslenska grjótið verður að gulli í hönd- um þeirra sem til verka kunna. dægurmál 61Helgin 21.-23. janúar 2011 Hnífarnir sem verða til í höndum leiðbeinenda Handverkshússins eru sannkölluð listasmíð. Það var mikið fjör á opnu húsi hjá Handverkshúsinu í fyrra. Bieber opnar verslun Ungi söngvarinn Justin Bieber skaust upp á stjörnuhimininn með ofsahraða á síðasta ári. Hann nýtur frægðar- innar til hins ýtrasta og grípur hvert tækifæri sem gefst. Nú á Justin í miklum samninga- viðræðum um að opna sína eigin verslun í Los Angeles. Hjálp fær hann frá sömu einstaklingum og stóðu á bak við verslunina Khaos, sem er í eigu Kardashian-systra. Bieber stefnir á mikla fjölbreytni í versluninni; sælgæti, strigaskó, hjólabretti og jafnvel leikföng. Vörurnar verða áletraðar með nafn- inu hans og nokkrar munu jafnvel skarta mynd af söngvaranum. Finnsk leynibúð Þeir sem alltaf hafa látið sig dreyma um að skarta skeggi en sprettur ekki grön, geta látið þann draum rætast með hjálp finnsku vöruhönnuðanna Aamu Song og Johan Olin. Hjónakornin opna síðdegis í dag, föstudag, Leynibúðina sína, eða Salakauppa eins og hún heitir á finnskunni, í húsakynnum Spark Design á Klapparstíg 33. Og þar verður einmitt mögulegt að kaupa sér tækifærisskegg úr ull. Aamu og Johan reka fyrirtækið Company í Helsinki en hafa ferðast með Leynibúðina víða um heim síðastliðin fimm ár. Hugmyndafræði þeirra og vörur endurspegla og fagna hefðbundnu finnsku handverki og hráefni. Hönnuðurnir eru gestakennarar í vöruhönnun við Listaháskóla Ís- lands. Blóðpeningar til góðgerðarmála Twilight-stjarnan Kristen Stewart hefur auðgast vel á leik sínum í blóðsugubíó- myndunum sem kenndar eru við Ljósa- skipti. Hún er mjög upptekin af því að nota auð sinn til þess að hjálpa öðrum og hefur uppi áform um að reisa fjölmörg áfangaheimili. Hún segir að sér sé mikið í mun að nota hluta af þeim 25 milljónum dollara sem hún hefur fengið greidda fyrir leik sinn öðrum til góðs. Hún segist telja að um þessar mundir sé besta leiðin til þess að koma þaki yfir höfuð fólks sem er að reyna að ná fótfestu eftir persónuleg áföll og vandræði.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.