Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Side 2

Fréttatíminn - 11.02.2011, Side 2
alla föstudaga og laugardaga 150 kíló af Lúxem- borgarskjölum í hús Starfsmenn sérstaks saksóknara hafa sankað að sér gögnum úti um allan bæ við rannsókn á málum tengdum hruni bankanna. Hér sést Björn Þorvaldsson, saksóknari embættisins, bera inn gögn úr húsleitum tengdum rannsókn á málefnum Landsbankans. Hannes slapp fyrir horn Athafnamaðurinn Hannes Smárason þarf – að svo stöddu – ekki að greiða Glitni sjálfskuldarbyrgð að upphæð 400 milljónir króna, sem hann gekk í fyrir félögin FI fjárfestingar, Hlíðarsmára ehf. og ELL 49 ehf. í desember 2007. Þetta kemur fram í dómi sem kveðinn var upp í máli Glitnis gegn félögunum þremur og Hannesi. FI fjárfestingar voru hins vegar dæmdar til að greiða tæpa 4,7 milljarða til Glitnis. Ástæða þess að Hannes slepppur við að greiða sjálfskuldar- ábyrgðina að svo stöddu er að dómurinn taldi Glitni ekki hafa veitt Hannesi nægjanlegt svigrúm til að greiða sjálf- skuldarábyrgðina líkt og kveðið var á um í viljayfirlýsingu bankans og Hann- esar á miðju ári 2008. -óhþ Gunnar Rúnar bar ekki vitni Gunnar Rúnar Sigurþórs- son, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili þess síðarnefnda í ágúst á síðasta ári, bar ekki vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Gunnar Rúnar nýtti sér rétt sinn og stað- festi aðeins að framburður hans við yfirheyrslur væri réttur. Mikil reiði ríkti meðal fjölskyldu og vina Hann- esar Þórs með ákvörðun Gunnars Rúnars. Hann viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa stungið Hannes tuttugu sinnum og að hann hefði skipulagt morðið með löngum fyrirvara. Þrír geðlæknar hafa úrskurðað hann óskahæfan. -óhþ Embætti sérstaks saksóknara hefur loksins fengið til landsins þau skjöl sem aflað var í hús- leitum í Lúxemborg snemma á síðasta ári. Um er að ræða gríð- arlegt magn af skjölum og vegur skjalabunkinn 150 kíló. Húsleit- irnar voru gerðar vegna rann- sóknar á málefnum Kaupþings. Rannsóknardómstóll hefur haft skjölin undir höndum en nítján félög sem og Banque Havilland, áður Kaupþing í Lúxemborg, reyndu að koma í veg fyrir og kröfðust þess að þau yrðu ekki afhent. Því var hafnað og nú bíður bunkinn þess að starfsfólk hjá sérstökum saksóknara fari í gegnum hann. -óhþ  SérStakur SakSóknari MálarekStur e mbætti sérstaks saksóknara hefur fengið tugi mála til rann-sóknar frá því að það var sett á laggirnar í ársbyrjun 2009. Málin koma bæði frá Fjármálaeftirlitinu sem og skilanefndum og slitastjórnum gömlu bankanna. Gríðarlegur fjöldi hefur verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn- irnar og staðfesti Ólafur Þór Hauks- son, sérstakur saksóknari, í samtali við Fréttatímann að fjöldi þeirra sem væru með réttarstöðu grunaðra í rannsókn- um á vegum embættisins væri á annað hundrað. Gera má ráð fyrir að grunuð- um fjölgi verulega á næstu mánuðum eftir því sem embættið kemst lengra í rannsóknum sínum á málum sem nú eru á byrjunarstigi. Ákært hefur verið í tveimur málum á vegum embættisins. Annars vegar er þar um að ræða mál félagsins Exeter Holdings þar sem Jón Þorsteinn Jóns- son, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi for- stjóri Byrs, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, eru ákærðir vegna lánveitinga Byrs til Ex- eter Holdings vegna kaupa á bréfum MP banka í Byr. Hins vegar var Baldur Guð- laugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, ákærður fyrir brot á lögum um innherjaviðskipti vegna gruns um að hann hafi haft innherjaupp- lýsingar um stöðu Landsbankans þegar hann seldi bréf sín í bankanum hálfum mánuði fyrir hrun. Embætti sérstaks saksóknara hefur farið í nokkra stóra húsleitarleiðangra, í tengslum við rannsókn á málefnum stóru bankanna þriggja, húsleitir sem hafa teygt sig til Lúxemborgar og Lond- on. Nokkrir einstaklingar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Frægt er þegar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings-samstæðunnar, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaup- þings í Lúxemborg, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í maí á síðasta ári. Þá var jafnframt gefin út alþjóðleg hand- tökuskipun á Sigurð Einarsson, fyrr- verandi stjórnarformann Kaupþings, sem var síðar dregin til baka. Í síðasta mánuði voru þeir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Ívar Guðjónsson, framkvæmdastjóri eigin viðskipta bankans, úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Á annað hundrað með réttarstöðu grunaðra Viðamiklar rannsóknir embættis sérstaks saksóknara hafa skilað sér í því að vel yfir eitt hundrað manns hafa réttarstöðu grunaðra. Gera má ráð fyrir að grun- uðum fjölgi verulega á næstu mán- uðum eftir því sem embættið kemst lengra í rannsóknum sínum á málum sem nú eru á byrjunarstigi. Lj ós m yn d/ H ar i.  dóMSMál Meiðyrði Eiður Smári vann DV og Inga Frey Blaðamaður og ritstjórar DV dæmdir til að greiða sekt og miskabætur vegna umfjöllunar r eynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar DV, og Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri á DV, voru í gær, fimmtudag, dæmdir til að greiða 150 þúsund krónur hver í sekt til ríkissjóðs og saman 400 þúsund krónur í miskabætur til knattspyrnukappans Eiðs Smára Guðjohnsen vegna umfjöll- unar Inga Freys og DV um fjármál hans. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Komst dómari að þeirri niðurstöðu að umfjöllunin hefði brotið í bága við lög um friðhelgi einkalífsins. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir í samtali við Fréttatímann að dómnum verði að sjálfsögðu áfrýjað. „Dómurinn er há- pólitískur,“ segir Reynir. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Inga Freys, segir í samtali við Fréttatímann að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Hann hafði sagt við aðalmeð- ferð málsins að ef Eiður Smári ynni, gætu blaðamenn alveg eins pakkað saman og farið heim. Hann sagðist í gær standa við þau orð sín. -óhþ Eiði Smára Guðjohnsen voru dæmdar 400 þúsund krónur í miskabætur. Dómurinn er hápótískur N or di c Ph ot os /G et ty Im ag es 2 fréttir Helgin 11.-13. febrúar 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.