Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 44
Hallberg Hallmundsson, bók-
menntamaður, þýðandi og frömuður
í þýðingum milli íslensku og ensku,
lést hinn 28. janúar. Hallberg var
kominn af almúgafólki á Suðurlandi
en komst til mennta, lauk námi í
sögu og landafræði frá Háskólanum
og stundaði vetrarlangt framhalds-
nám í spænsku í Barcelone sem var
fátítt. Hann var blaðamaður við það
merka blað Frjálsa þjóð frá 1954 til
1960 en vann á þeim tíma ýmis störf
fyrir Valdimar Jóhannsson í Iðunni.
Hallberg kynntist 1960 konu sinni
Mary, sem stundaði hér nám í ís-
lensku, og fluttist með henni vestur
til New York þar sem hann bjó æ síð-
an og hafði lifibrauð sitt af ritstörf-
um. Hann sendi frá sér að staðaldri
ný ljóðasöfn og var útlendingur á ís-
lenskum ljóðakri; yrkisefni hans og
viðmið lutu öðrum hugmyndum en
algengar og gjaldgengar voru í ís-
lenskum skáldskap. Þau hjónin voru
á áttunda og níunda áratug síðustu
aldar afkastamiklir þýðendur bóka
af íslenskum stofni, en á liðnum tutt-
ugu árum hefur Hallberg sent frá
sér í eigin útgáfu stórt safn þýddra
ljóða, einkum eftir ensk og banda-
rísk skáld; síðast þessara kvera var
safn ljóða eftir Lorca. Á þessum ára-
tug sendi hann frá sér í smákverum
þýdd ljóð íslenskra skálda.
Hallberg var eitt fárra dæma í ís-
lenskri bókmenntasögu um mann
sem orti samfellt á íslensku en lifði
og starfaði í erlendu samfélagi. Þess
gætti fyrst og fremst í hugmynda-
heimi hans sem var stækkaður af
návist við stærra og fjölbreyttara
samfélag en þreifst í fámenni eyjar-
innar sem ól hann. Aðrir höfundar
sem skipa þann bekk eru Hannes
Sigfússon og Guðbergur Bergsson.
-pbb
Breska leiksskáldið David Hare nýtur þeirra forréttinda um
þessar mundir að leikhúsin í Sheffield eru að ráðast í sviðsetn-
ingu nokkurra verka hans. Hare þekkja íslenskir áhorfendur af
nokkrum verka hans sem ratað hafa á íslensk svið, enn fleiri
þekkja handrit hans fyrir kvikmyndir; Lesarann og Stundirnar
sem bæði voru tilnefnd til Óskarsverðlauna. Hann á líka að baki
þrjár merkilegar kvikmyndir sem leikstjóri en þær eru miður
kunnar: Strapless og Paris by night hafa ekki sést hér á landi
en Weatherby um valdatöku Thatcher var sýnd hér í sjónvarpi
á níunda áratugnum. Hare hefur lengi verið eitt pólitískasta leikskáld Breta: síðasta
verk hans fyrir svið fjallaði um bankahrunið. Í viðtali við Telegraph í vikunni lýsti hann
ástandinu í heimalandi sínu svo að þeir sem hefðu klessukeyrt samfélagið hefðu sest
aftur undir stýri. Fyrr samdi hann verk um Íransstríðið og átti þá að baki þríleik um
kirkjuna, dómskerfið og lestirnar ensku og einkavæðingu þeirra. Verkin sem munu sjást
á sviði í Sheffield eru Plenty, Racing Demon og Breath of Life. Sjálfur vinnu hann nú að
frumsömdu handriti fyrir BBC sjónvarp um MI5 með gömlum samstarfsmönnum: Bill
Nighty og Michael Gambon. -pbb
Yfirlit um Hare
Bókadómur Wikileaks – stríðið gegn leyndarhyggju
t veir blaðamenn á Guardian hafa tekið saman bók um stóra lek-ann sem Julian Assange, Wiki-
leaks-forstjóri með meiru, stóð fyrir með
aðstoð ritstjóra nokkurra stórblaða aust-
an hafs og vestan. Höfundar bókarinnar
stóðu í miðju stormsins og höfðu aðgang
að öllum þátttakendum ef frá eru taldir
bandarískir embættismenn sem voru til
varna fyrir stjórnkerfi Bandaríkjanna.
Bókin kemur út samtímis í nokkrum
löndum og er þrátt fyrir blaðamennsku-
kenndan stíl og hraða vinnslu einstök
heimild um hið svokallaða frjálsa kerfi
upplýsinga sem hefur heldur betur sett
ofan í ljósi þeirra uppljóstrana sem Wiki-
leaks hefur afhjúpað.
Sagan sem blaðamennirnir rekja er
spennandi þótt þeir gangi býsna langt
í lýsingum sínum, býsna berorðum,
um persónulega hagi Assange og taki
heldur lítið tillit til þess hversu gífur-
legri pressu hann er undir. Sumt af því
má kalla illa rökstutt níð, til þess fallið
að draga heilindi hans og erindi í efa.
Varðar okkur til dæmis mikið um þrifn-
aðarhætti hans, sem verða efnisatriði
í persónulýsingu hans eins, en ekki
annarra?
Bókin kemur út hjá forlagi Veraldar
og er skreytt myndum í bak og fyrir af
nafnkunnum samstarfsmönnum Ass-
ange, Birgittu Jónsdóttur og Kristni
Hrafnssyni, sem eru raunar auka-auka-
persónur í fléttunni. Með því tiltæki er
bókin íslenskuð í erindi sem er ekki
alls kostar rétt þótt Ísland hafi verið
dvalarstaður Assange um tíma meðan á
vinnslu gagna hans stóð.
Afhjúpanir Wikileaks hafa þegar
haft gríðarleg áhrif og er ekki enn séð
fyrir endann á þeim hræringum sem
opinberun gagna hefur hrint af stað:
Túnis, og í beinu framhaldi Egyptaland
og fleiri harðstjórnarlönd, skjálfa þessar
stundir undan kröfum almennings um
bætta stjórnunarhætti. Nú munu takast
á þjóðarhagur margra ríkja og hagur
þeirra sem ráða. Hlutur Bandaríkjanna
er einkum athyglisverður og utanríkis-
stefna þeirra er löskuð til langframa.
Sannast hér það sem Matthías Johann-
essen sagði í Draumalandinu: Stórveldi
á enga vini. Þeir sem telja sér trú um
vináttu þjóðstjórna nær og fjær eru flón.
Þetta verður enn ljósara ef litið er til
hagsmunagæslu Bandaríkjastjórnar hér
á landi og nú verður skýrara í hversu
mikilli villu menn hafa vaðið sem lengst
hafa gengið í stuðningi sínum við stefnu
bandarískra hernaðarhagsmuna.
Sagan sem rakin er í bókinni er reyf-
arakennd en nokkrir kaflar, einkum um
tæknilega útfærslu á dreifingu gagna
eftir öryggisleiðum, eru heldur snúin
lesning en forvitnileg leikmanni þegar
komið er í gegnum torfið. Annars er
þýðingin lipurleg. Bókin er opinberun
og kallar á frekari gagnrýna skoðun
á hverju Wikileaks hefur áorkað. Það
er því hlálegt að lesa íslenskar greinar
sem snúast gegn þeirri kröfu sem nú er
uppi um gegnsæi. Hér ætti enn að herða
heimtur á fullu gegnsæi, hvaða grunnur
er að baki stjórnvaldsákvörðunum í
stóru og smáu. Hinn opinberi embættis-
maður verður að taka blað frá munni og
leyndarhyggjunni að linna.
Wikileaks –
stríðið gegn
leyndarhyggju
David Leigh og Luke Harding
Þýðandi Arnar Matthíasson
Veröld 2011
36 bækur Helgin 11.-13. febrúar 2011
minning um Bókmenntamann
múmínálfar í
efsta sæti
Halastjarna, ein af
bókunum um hina
finnsku Múmínálfa, er
í efsta sæti á barna-
bókalista Eymundsson
þessa vikuna – 40
árum eftir að hún kom
út í fyrsta skipti á
Íslandi.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
A. R. Gurney er eitt þeirra bandarísku leikskálda
sem enn eru að þótt komin séu á efri ár. Nýtt verk
eftir hann, Black Tie, var frumsýnt í vikunni og lýsir
hugmyndum og hugstoli hinnar hvítu engilsaxnesku
millistéttar á austurströndinni. Gagnrýnandi Wall
Street Journal fagnar því sem staðfestingu þess
að drama um hugmyndir og átök kynslóða eigi enn
aðgang að sviðum vestanhafs til að glæða millistétt-
ina menntuðu þar vissu um að leikhúsið þrífist best
með orðræðu fólks sem hugsar. Hið vel gerða verk
eigi enn einhvern séns í hringiðu leikhúsa þar sem
orðræðunni er víða úthýst í markvissri viðleitni nýrra kynslóða til að gefast
upp á orðræðu en hygla myndinni sem meginviðfangsefni sviðsins. Lítil von er
til að verk höfunda á borð við hann eigi hér erindi á svið þótt örfá slík verk rati
þangað; Geitina og Elsku barn má nefna. Líkast til er Bragi Ólafsson einn vísir
þess að leikritun sem byggir á orðræðu komist að. -pbb
Millistéttar drama
Hallberg allur
Lekaleiðir
Bókin um sögu
Wikileaks er
opinberun.
Sagan er reyf-
arakennd og
einstök heimild
um hið svokall-
aða frjálsa kerfi
upplýsinga.
Julian Assange, Wikileaks-forstjóri með meiru er í aðalhlutverki bókar Guardian blaðamannanna.
A. R. Gurney.
Höfundar
bókarinnar
stóðu í
miðju
stormsins
og höfðu
aðgang að
öllum þátt-
takendum ef
frá eru taldir
bandarískir
embættis-
menn sem
voru til
varna fyrir
stjórnkerfi
Bandaríkj-
anna.
David Hare.
Lj
ós
m
yn
d/
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
af vörum á
myndabókavef25
afsláttur í
febrúar
Myndabók 21x21, 20bls 6.990kr
með 25% afslætti 5.243kr
Verð er gefið upp með vsk. og miðast við afhendingu hjá Odda Höfðabakka 7.
Afsláttur gildir ekki með öðrum tilboðum.
www.oddi.is