Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 48
F ræðslan sem við stöndum fyrir snýst helst um að koma skilaboðum til fólks um hver munurinn er á lífrænum matvörum og þeim hefðbundnu. Það er alveg ljóst að við Íslendingar þurfum að fara að huga meira að heilsu okkar og ekki síst mataræðinu. Námskeið- in sem við stöndum fyrir hjálpa ein- staklingum að bindast náttúrunni og fræða þá um umhverfið í kring- um okkur. Það er svo mikilvægt að við göngum vel um á vistvænan hátt,“ segir Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Maður lifandi. Arndís segir að eingöngu sé boð- ið upp á lífrænar vörur í versluninni og veitingasölunni. „Við tryggjum aðgengi fólks að gæða matvöru. Við leggjum mikið upp úr hollustu og allur matur hjá okkur er án slæmra aukefna. Nýlega bættum við mikið við vöruúrvalið. Réttur dagsins er borinn fram alla daga ásamt öðrum tilbúnum mat sem kostar frá 990 krónum. Matur- inn sem við bjóðum upp á er fjöl- breyttur og nær til allra fæðuflokka; kjúklinga- og grænmetisréttir, sam- lokur, salöt og bökur. Okkur finnst lykilatriði að standa fyrir öflugri fjölbreytni,“ segir Arndís og bætir við að hún hvetji fólk til að prófa að borða lífrænan og hollan mat. „Það er mikilvægt að taka eitt skref í einu því það er ógerlegt að sigra heiminn á einum degi. Að fólk kynni sér heilbrigðan lífsstíl, holla matvöru og prófi sig áfram er nauð- synlegt. Inni á heimasíðu okkar, madurlifandi.is, er fullt af fræðslu fyrir fólk sem vill bæta bæði líf sitt og heilsuna.“ -kp 40 heilsa Helgin 11.-13. febrúar 2011 Í World Class á Seltjarnar-nesi byrjar í síðustu vik-unni í febrúar sex vikna þjálfunarnámskeið í súlufimi, sem er meðal nýjustu val- kosta í leikfimi. Sérfræðingar í greininni segja að hún sé nútímaleg líkamsrækt sem byggi upp vöðvastyrk, lið- leika, vöðvaþol og jafnvægi og henti öllum sem vilja koma sér í gott form. Guðrún Lára Sveinbjörns- dóttir er einn af þjálfurunum og segist vonast til að sjá sem flesta á námskeiðinu, og þá sérstaklega stráka. „Súludans og súlufimi er ekki það sama. Þetta eru töluvert ólíkar athafnir sem byggjst að vísu á sömu undirstöðuatriðum en þó eru áherslurnar aðrar. Súlufimi er helst byggð á eróbikdansi og er þjálfunarkerfi sem ég þróaði ásamt Camillu Hofsen fyrir tveimur árum. Hún er leikari og ég dansari svo að við bættum ýmiss konar leik- rænum tilþrifum inn í íþrótt- ina. Þetta verður rosalega skemmtilegt og ég vonast til að sjá sem flesta á námskeið- inu, sérstaklega stráka,“ segir Guðrún Lára. Hún tekur fram að nám- skeiðið verði mjög einstak- lingsmiðað. „Við erum tvær sem kennum á námskeiðinu, ég og Esther Gunnarsdóttir, og það á að veita meira öryggi í tímanum og tryggja að allir þátttakendur fái góða athygli. Samkvæmt minni reynslu fá nemendur meira út úr tímanum þegar kennslan er persónulegri. Þetta er áhættusöm íþrótt sem byggist á mikilli einbeitingu og jafn- vægi. Tímarnir verða tvisvar í viku, annars vegar fyrir byrjendur og hins vegar fyrir lengra komna,“ segir Guðrún Lára. -kp  Súlufimi Íþrótt með leikrænum tilþriFum Strákarnir velkomnir – Lifið heil Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 35 00 0 2/ 11 KALSÍUM, MAGNESÍUM OG SINK – uppbyggjandi og slakandi Mikilvæg næringarefni til að viðhalda almennri heilsu. Kalsíum fyrir tennur, taugar og vöðva- samdrátt. Magnesíum hjálpar til við fótaóeirð og er vöðvaslakandi. Sink er fyrir ónæmiskerfið. Ógerlegt að sigra heiminn á einum degi Holle-barnaþurrmjólk – Demeter-vottuð lífræn vara Fáir gera sér grein fyrir magni aukefna í hefðbundinni barnaþurr- mjólk. Holle-þurrmjólkin er hins vegar unnin úr 100% lífrænni mjólk úr kúm sem fá að vera úti í náttúrunni þar sem eingöngu fer fram lífræn ræktun. Kýrnar eru frjálsar og fá lífrænt vottað fóður allan ársins hring, sem er ástæðan fyrir gæðum þurrmjólkurinnar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að vægi d-vítamíns og omega 3-fitusýra er hærra en í hefðbund- inni ólífrænni mjólk. Bæði þessi vítamín eru gríðarlega mikilvæg ungbörnum. Holle-þurrmjólkin er sú eina á markaðnum sem ber Demeter-gæðavottun, en það er sá lífræni gæðastaðall sem er hvað strangastur í bransanum; oft kallað „gullið í lífrænni vottun“. Krakkagos Drykkur fyrir alla hressa krakka. Sætur með eplasafa svo að hann er 100% laus við allan sykur. Frábær krakka- og partídrykkur. lífræn steikingarolía (BRúNA flASKAN) Sólblómaolía sem er einstaklega hitaþolin og hentar vel til steik- ingar, á grillið, í djúpsteikingu og marineringu. Vinsæl fyrir grill- matinn. Heilnæm safahreinsun – þrjár lífrænar safategundir í kassa Þrír bragðgóðir og lífrænir gæðadrykkir í fallegum kassa. Henta vel til að hreinsa líkamann eða bara til að njóta með allri fjöl- skyldunni. Þeir koma frá Beutels- bacher og eru framleiddir undir ströngustu gæðakröfum í lífrænni ræktun. Ef um detox er að ræða þá er mælt með léttu mataræði meðan á föstu stendur. Í þessum kassa er ein af okkar mest seldu safategundum, en það er rauðrófusafinn sem er þekktur fyrir hreinsandi áhrif sín á blóð, ristil og meltingu. Hann er talinn góður við hinum ýmsu kvillum eins og blöðru-, nýrna- og gall- steinavandamálum. Hnetusmjör Lífrænt hnetusmjör frá Himneskri hollustu er gríðarlega vinsælt. Það er stútfullt af hollri fitu og að sjálfsögðu laust við transfitusýrur. Frábært á rískex eða í heilsuhrist- inginn. -kp Heilsukeðjan Maður lifandi hefur starfað í rúm sex ár og stendur fyrir þríþættri starfsemi; öflugri matvörurverslun, veitingasölu og fræðslumiðstöð. Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Maður lifandi, segir lífræna markaðinn vera vaxandi og að nauðsynlegt sé að við áttum okkur á hvað felist í orðinu lífrænt. Eftirsóttustu líf- rænu vörurnar Yggdrasill sérhæfir sig í innflutningi á vottuðum lífrænum mat-, snyrti- og hreinlætisvörum. Vörurnar eiga það sameiginleg að vera í hæsta gæðaflokki frá þekktum framleiðendum og leggja áherslu á hollar og nærandi vörur sem stuðla að betri líðan neytenda. Sirrý Svöludóttir, markaðsstjóri Yggdrasils, segir okkur frá fimm vinsælustu vörum fyrirtækisins.  YggDRASill Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir súludanskennari. Arndís Thorarensen, fram- kvæmdastjóri Maður lifandi. Sirrý Svöludóttir, markaðsstjóri Yggdrasils.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.