Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Page 58

Fréttatíminn - 11.02.2011, Page 58
50 dægurmál Helgin 11.-13. febrúar 2011  Plötuhorn Dr. Gunna Sound of the Planet  Ikea Satan Ikea Satan er tríó. Unnur Kolka trommar, Pétur Úlfur Einarsson syngur og leikur á gítar og Hannes Þór er á bassa. Sound Of The Planet er þriggja laga seigur rokkköggull með blúsmetalísku yfirbragði og minnir allnokkuð á rokkgerð Jacks Whites. Öll lögin eru virkilega fín, teppalagt sjúskrokk á ensku, melódískt og einhvern veginn mitt á milli helvítis og Ikea. Tríóið vinnur nú efni á stóra plötu sem á að koma út með vorinu. Sú verður vonandi jafn góð og þetta stöff. holland Island Bar light  California Cheeseburger Holland Island Bar Light er fyrsta plata hljómsveitarinn- ar California Cheeseburger. Ari Eldon, Riina Pauliina og Pétur Úlfur starfrækja þetta band með trommaranum Kormáki „Komma“ Geir- harðssyni og spila glimrandi gott popprokk sem á ættir að rekja aftur í brimbretta- popp Beach Boys, Velvet Underground (þá helst lögin sem trommustúlkan Moe Tucker söng) og áfram upp tónlistarsöguna allt yfir í gáfumannapopp í Belle & Sebastian. Á þessari 13 laga plötu er hellingur af skemmtilegu og afslöppuðu sólskinspoppi – eðalstöff, en kannski ekki alveg það byltingarkenndasta. Sex on the Beach  Black Valentine Black Valentine virðist vera Pétur Úlfur Einarsson einn að búa til tölvutónlist sem er laus í reipunum og til- raunakennd. Hann vinnur með sömpl og lúppur og útkoman liggur einhvers staðar á milli plötunnar Play með Moby og raftil- raunaefnisins sem Morr- útgáfan þýska gefur út, auk þess sem gítarrokkað efni er haft með í bland. Fína spretti má hér finna og aðra la la. Sex On The Beach er önnur plata Black Valentine og er stefnt að því að hún og fyrri platan, Rehab Is For Quitters frá 2009, komi út saman á geisladisk. Vetrarhátíð verður haldin í Reykjavík nú um helgina, frá föstudegi til sunnudags, 11.-13. febrúar. Vetrarhátíðin hefur í áratug boðið borgarbúum upp á fjölbreytta menningarviðburði. Í ár verður hún borin uppi af þremur stoðum; Safnanótt á föstudagskvöldinu, Heimsdegi barna í Gerðubergi á laugardeginum og Kærleikum á sunnudeginum, að því er fram kemur í til- kynningu Höfuðborgarstofu. Hátíðin hefst með opnunaratriði í Hallargarð- inum við Fríkirkjuveg kl. 19 í kvöld, föstudag. Á Safnanótt taka yfir þrjátíu söfn á höfuðborgarsvæðinu öllu þátt í dag- skrá sem ber yfirskriftina Íslendingur? Spurningunni er varpað fram á afmælisári Jóns Sigurðssonar, en í ár eru 200 ár frá fæðingu hans. Sér- stakur ókeypis safnanæturstrætó gengur á milli safnanna. Leiðsögumenn með grænar húfur fræða farþega um það sem er í vændum á næsta safni og sprella ögn. Í stíl við húfurnar verða söfnin með græn ljós yfir dyrum til að vísa gestum veginn. Vetrarhátíð lýkur með Kærleikum sem hefjast um sólsetur á Austurvelli á sunnudaginn, kl. 17.30. Þar verður mikið sungið og knúsað. -jh  vetrarhátíð uPPákomur um helGIna Fjölbreyttir menningarviðburðir í borginni P lötuútgáfa heimsins er í upp-námi. Fáir undir fertugu kaupa lengur geisladiska, hörðustu músíkáhugamenn kaupa vínylplötur, en yfirleitt er fólk bara að hlaða niður músík í tölvurnar sínar. Fyrst sífellt færri kaupa diska, til hvers þá að gefa þá út? Sú spurning verður æ meira aðkallandi. Það er dýrt að gefa út vínylplötu og salan ekki orðin það úrbreidd aftur að slík útgáfa svari kostnaði nema í meiriháttar tilvikum. Lausnin hlýtur því að vera fólgin í því að gefa bara út „rafrænt“ og það er sú stefna sem Ching Ching Bling Bling (www.chingchingblingbling.com), upprennandi útgáfa í Reykjavík, hef- ur tekið. Reyndar koma útgáfurnar hjá þeim stundum út á diskum líka. Mörgum finnst plötur ekki hafa „komið út“ nema hægt sé að hand- leika útgáfuna, en þetta er tilfinning sem eflaust mun hverfa með tím- anum. Kannski mun það líka breytast að sérstakt „umslag“ fylgi rafrænum útgáfum því það er í sjálfu sér algjör óþarfi að láta ferkantaða mynd fylgja með rafrænum skjölum. Ching Ching Bling Bling hefur gefið út slatta af tónlist en þær þrjár „plötur“ sem fjallað er um, eru þær nýjustu. Þær eiga það sameiginlegt að vera fluttar á ensku og að Pétur Úlfur Einarsson kemur við sögu á þeim öllum. Pétur er afkastamikill jaðarmaður, hefur líka samið tónlist, m.a. undir nöfnunum Peter & Wolf og Pornopop (m.a. á hinni vanmetnu og Sigur Rósar-legu plötu … and the slow songs about the dead calm in your arms). Eins og gengur er allt vaðandi í tóndæmum á heimasíðu útgáfunnar og þar að auki geta skráðir notendur hlustað á plöturnar í heild sinni á Gogoyoko-vefnum. Ég mæli sterklega með að fólk með eyrun í lagi tékki á Ching blinginu. -dr. Gunni Safnanótt í Reykjavík. Yfir þrjátíu söfn á höfuð- borgarsvæð- inu taka þátt.  chInG chInG BlInG BlInG Rafrænt rokkbling California Cheeseburger frá vinstri: Ari, Pétur, Riina og Kommi. Verndargripir goðanna Hrafnar Óðins Engin venjuleg dýr! Dvergar fóru að drullumalla Rómversk hljóðfærasmiðja Suðræn og seiðandi danssmiðja Drekasmiðja Kínverskur dreki Leikbrúðusmiðja Seifs og Afródítu Drakúla Galdrasmiðja Merlins Freyjuklattar og Valkyrjuglögg (útieldun!) Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og frístundamiðstöðinni Miðbergi Listsmiðjur kl.13-16 Menningarmiðstöðin Gerðuberg • Gerðubergi 3-5 • 111 Reykjavík Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is • www.gerduberg.is Nánari upplýsingar um smiðjurnar á www.gerduberg.is á Vetrarhátíð í Reykjavík 2011 laugardaginn 12. febrúar kl.13-17 Hátíð elds og dreka kl. 16 -17 Fréttablaðið DV Sýnt vegna fjölda áskoranna í Íslensku óperunni 25. febrúar · Miðasala hefst 1. febrúar · 511 4200 · opera.is HANDRIT OG LEIKSTJÓRN JÓN ATLI JÓNASSON L E Y N IV O P N IÐ Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 Grensásvegi 8 -108 RVK Sími: 517-2040 Góðir skór á börnin www.xena.is St. 20-27 kr. 6.495.- St. 28-35 kr. 6.995.- St. 20-27 kr. 6.495.- St. 28-35 kr. 6.995.-

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.