Kjarninn - 22.08.2013, Side 3

Kjarninn - 22.08.2013, Side 3
Þjóðarsátt um stéttaskiptingu lEiðari Þórður Snær Júlíusson thordur@kjarninn.is Deildu með umheiminum B jarni Benediktsson, nú fjármálaráðherra, sagði í eldhúsdagsumræðum 13. mars að ef Sjálfstæðis­ flokkurinn kæmist til valda yrði gerð ný þjóðar sátt. Þessar áherslur rötuðu inn í stefnu­ yfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Í lok júlí sýndi Bjarni aðeins á spilin og hvað ætti að felast í þjóðarsáttinni. Þá lét hann hafa eftir sér að launahækkanir á almennum vinnumarkaði væru óheppilegar og að sameiginlegt átak þyrfti til að forðast aukna verðbólgu og kjararýrnun. Kæla þyrfti hagkerfið og komandi kjarasamningar ættu að leika lykilhlutverk í þeirri kælingu. Allt er þetta skynsamlegt hjá nýja fjármála ráðherranum. Launahækkanir þurfa að haldast í hendur við aukna verðmæta sköpun. Það hafa þær ekki gert undanfarið. Laun á almenna vinnumarkaðinum hækkuðu um 14 prósent á árun­ um 2008 til 2012 og litlu meira hjá opinberum starfsmönnum. Ljóst er að þær hækkanir eru meiri en hagvöxtur á sama tímabili. Til að stemma stigu við áframhaldandi innistæðu­ lausu launaskriði almúgans hefði verið eðlilegt að sýna fordæmi og halda aftur af hækkunum á launum forstjóra og forstöðumanna. Það var ekki gert. Þess í stað ákvað kjararáð að hækka laun forstöðumanna ýmissa ríkisstofnana afturvirkt til 1. ágúst í fyrra um 16 til 20 prósent. Starfsmenn í fjármálaþjónustu, hjá lífeyrissjóðum og í vátryggingastarfsemi hækkuðu um 11,2 prósent í launum í fyrra. Vísitala launa þeirra hækkaði um 29 prósent á árunum 2009 til 2012. Við bætist að starfsmenn Landsbankans, sem er nánast að öllu leyti í eigu ríkisins, fengu hlut í bankanum, metinn á 4,7 milljarða króna, gefins frá þrotabúi hans fyrir að vera duglegir að rukka inn ákveðin lánasöfn. Fullur hlutur hvers starfsmanns nemur fernum mánaðarlaunum. Þetta hefur allt gerst samhliða því að enn er í gildi allsherjar ríkisábyrgð á innlánunum sem starfsemi fjármálafyrirtækja hvílir á. Til að stemma stigu við áfram­ haldandi innistæðulausu launaskriði almúgans hefði verið eðlilegt að sýna fordæmi og halda aftur af hækkunum á launum forstjóra og forstöðu­ manna. Það var ekki gert. Til viðbótar kom fram í tekjublaði Frjálsrar verslunar að 200 launahæstu forstjórar landsins voru með 2,3 millj­ ónir króna að meðaltali á mánuði í fyrra. Laun þeirra höfðu hækkað um 300 þúsund frá ári til árs. Regluleg laun fullvinnandi launamanna á íslenskum vinnumarkaði voru 402 þúsund krónur að meðaltali á árinu 2012. Meðallauna­ hækkun forstjóranna nemur því um 75 prósentum af heildar­ launum meðallaunamannsins. Þessi þróun er augljós vísir að aukinni stéttaskiptingu á Íslandi og versta veganesti sem hægt er að taka með sér inn í mikilvægustu kjarasamningaviðræður í aldar fjórðung. Hinir ríku verða ríkari á meðan launafólk er hvatt til að færa fórnir með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi, þrátt fyrir að jafn lítil innistæða sé fyrir launahækkunum forstjóranna og starfsmanna á plani. Hinir ríku eiga líka margir hverjir peninga erlendis sem þeir geta komið með í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans, og fengið fyrir vikið 20 prósenta afslátt á eignum hérlendis. Eignafólk er líklegra til að taka þátt á verðbréfamarkaði, sem hefur hækkað um tugi prósenta á undanförnum árum, að hluta til vegna áhrifa gjaldeyrishafta. Við bætist að ríkisstjórnin ætlar að ráðast í hundraða milljarða króna skuldaniðurfellingar, sem lenda að mestu hjá tekjuháum. Rúsínan í pylsuendanum er síðan áform hennar um að afnema lágmarksútsvar. Þá geta hinir ríku hópað sig enn frekar saman í sveitarfélögum þar sem þeir greiða mjög lága skatta. Í ávarpi sínu á þjóðhátíðardaginn sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að Ísland hefði „ekki verið stéttskipt á sama hátt og mörg önnur lönd og það er einn af mörgum góðum kostum þess að byggja þetta land“. Það stétt­ skiptingarleysi, hafi það einhvern tímann verið til staðar, virðist vera á hröðu og markvissu undanhaldi, að hluta til vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Verði ekki brugðist við þessari þróun í aðdraganda kjarasamninga í haust gæti hún fest sig rækilega í sessi. Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.