Kjarninn - 22.08.2013, Page 9
Sverris H. Geirmundssonar, sem er sonur sparisjóðs
stjórans fyrrverandi. Skuldir eigendanna voru ekki teknar
saman í mati á stórum áhættuskuldbindingum í skýrslum
sjóðsins til FME fyrr en árið 2010. Miðað við skuldastöðu
viðkomandi í lok júní 2008 nam vanmatið ríflega 400 millj
ónum króna. Heildaráhættuskuldbinding Fasteignafélagsins
og tengdra aðila, samkvæmt skýrslunni frá 2010, nam um
906 milljónum króna og þá hafði um fjórðungur þegar verið
lagður í afskriftar sjóð, eða um 188 milljónir króna.
Þá má geta þess að miðað við fyrrnefnda skýrslu sjóðs
ins til FME frá 2010 nam heildarskuldbinding Þorvaldar
Lúðvíks Sigurjónssonar, fyrrverandi forstjóra Saga Capital
fjárfestingarbanka og núverandi framkvæmdastjóra Atvinnu
þróunarfélags Eyjafjarðar, um 514 milljónum króna, en um
87 prósent þeirrar fjárhæðar höfðu þá verið afskrifuð, ríflega
447 milljónir króna.
einráður og stjórnlaus sparisjóðsstjóri
Geirmundur Kristinsson, þáverandi sparisjóðsstjóri, hafði
5/12 kjarninn FJáRmáL
sparisjóðsstjórinn
Geirmundur Kristins
son lét af störfum sem
sparisjóðsstjóri Spari
sjóðsins í Keflavík 1. júní
2009. Við starfi hans tók
þá Angantýr V. Jónasson,
fyrr verandi sparisjóðs
stjóri hjá Sparisjóði
Vestfirðinga. Geirmundur
hafði þá starfað hjá sjóðn
um samfleytt í 44 ár, frá
árinu 1965.