Kjarninn - 22.08.2013, Side 10
heimild til að veita lán sem námu allt að fimmtán prósentum
af eiginfjárgrunni sjóðsins. Áðurnefnd breyting á reglum
lánanefndar á haustdögum 2008 kom í veg fyrir að öll stærri
lánamál færu fyrir lánanefnd óháð yfirferð sparisjóðs
stjórans. Hann var því einráður og stjórnlaus er kom að
stærri lánveitingum sjóðsins.
Þess eru dæmi að sparissjóðsstjóri hafi breytt skil málum
lána án þess að hafa til þess heimild, og tilfelli eru um að
skilmálabreytingar félaga sem tengdust stjórnarmönnum
sjóðsins hafi ekki verið teknar fyrir í stjórn. Samhliða því að
erlendum lánum var breytt í íslenskar krónur veitti sjóðurinn
allt að 25 prósenta afslátt af höfuðstól. Þetta var gert þrátt
fyrir að engar skriflegar reglur væru til um slíka gjörninga
og mjög neikvæðan gjaldeyrisjöfnuð sjóðsins.
Dæmi eru um að Geirmundur hafi samþykkt lán til lög
aðila tveimur mánuðum eftir að lánanefnd hafði hafnað að
veita viðkomandi félagi lán, en sparisjóðsstjórinn átti sæti í
lánanefnd sjóðsins.
Börn Geirmundar skulduðu háar fjárhæðir til sjóðsins,
hundruð milljóna króna í einhverjum tilfellum. Fólu lánin í
sér háar lánafyrirgreiðslur, sumar án nokkurra trygginga,
sem ekki koma fram í samþykktum stjórnar eins og reglur
sjóðsins kváðu á um. Þá átti Geirmundur sæti í stjórn fyrir
tækja sem fengu lánafyrirgreiðslur í sparisjóðnum, sem ekki
samræmdust lögum sjóðsins.
Starfslokasamningur Geirmundar var til umfjöllunar
í fjölmiðlum á sínum tíma og vakti mikla athygli. Í starfs
lokasamningi hans dagsettum 21. júní 2009 segir að fram
skuli fara endurútreikningur á láni sonar hans, Sverris
Geirmunds sonar, og það fært yfir í einkahlutafélag. Sá
starfslokasamningur var dreginn til baka eftir gagnrýni
starfsmanna, og ákvæðið um son sparisjóðsstjórans tekið
út. Kristján Gunnarsson, þáverandi stjórnarformaður sjóðs
ins, undirritaði báða samningana. Eftir umfjöllun um fyrri
ráðningarsamninginn í fjölmiðlum sagði Kristján af sér sem
formaður Starfsgreinasambandsins í kjölfar harðrar gagn
rýni og dró sig út úr stjórnunarstörfum fyrir Alþýðusamband
6/12 kjarninn FJáRmáL