Kjarninn - 22.08.2013, Page 16
sorgleg málalok sem þarf að læra af
Endalok Sparisjóðsins í Keflavík eru bæði sorgleg og ógn
vænleg. Fall sjóðsins reiddi mörgum stofnfjárhöfum þungt
fjárhagslegt högg, sem margir hverjir riða enn eftir. Af enda
lokum hans er hægt að draga lærdóm. Forkastanleg vinnu
brögð og gegndarlausar lánafyrirgreiðslur til áhrifamanna
á Suðurnesjum, bæjarfulltrúa sem sátu í stjórn sjóðsins og
annarra vildarvina, án nokkurra trygginga eða veða, riðu
sjóðnum að fullu. Þá vógu áhættufjárfestingar sjóðsins vissu
lega þungt, en fyrst og síðast er stjórn sjóðsins ábyrg fyrir
falli hans. Enn hefur enginn verið dreginn til ábyrgðar vegna
Sparisjóðsins í Keflavík.
Kostnaður almennings vegna yfirtöku Landsbankans
á SpKef, sem reistur var á rústum Sparisjóðsins í Keflavík,
er áætlaður um 26 milljarðar króna. Von er á skýrslu
Rannsóknar nefndar Alþingis um fall sparisjóðanna á næst
unni, þar mun vafalaust koma fram ýmislegt sem er að finna
í leyniskýrslu PwC sem er nú lesendum Kjarnans aðgengileg.
Rannsókn á falli sparisjóðanna átti að ljúka síðasta haust, en
hefur dregist sökum mannabreytinga í nefndinni og stærðar
verkefnisins. Ljóst er að margir bíða óþreyjufullir eftir upp
lýsingunum sem þar koma fram.
12/12 kjarninn FJáRmáL
leyniskýrsla pwC opinberuð
Lesendur Kjarnans geta nú
nálgast leyniskýrslu PwC,
sem haldið hefur verið leyndri
frá almenningi frá árinu
2010. Skýrslan er hátt í sex
hundruð blaðsíður að lengd.
Smelltu til að sækja
leyniskýrsluna