Kjarninn - 22.08.2013, Page 32
aukin viðskiptaumsvif Kínverja í Bandaríkjunum. Sem dæmi
um þau eru viðskipti stærsta kjötvöruframleiðanda Kína, Shu
anghui International Holdings, frá 3. júní síðastliðnum. Þá
tilkynnti félagið um kaup á stærsta svínakjöts framleiðanda
heims, Smithfield Foods, sem er með höfuðstöðvar í
Virginíuríki. Fyrirtækið er mikilvægasta landbúnaðar
fyrirtæki Bandaríkjanna en kaupverðið er 4,7 milljarðar
Bandaríkjadala. Viðskiptin munu ekki ganga endanlega í
gegn fyrr en nefnd á vegum bandaríska þingsins, sem fjallar
um erlendar fjárfestingar í Bandaríkjunum, hefur endanlega
staðfest þau. Það hefur ekki gerst enn. Kínaheimsókn Baracks
Obama, forseta Bandaríkjanna, ásamt föruneyti fór fram viku
eftir að tilkynnt var um viðskiptin og voru þau til umræðu á
fundum embættismanna ríkjanna tveggja á meðan Obama
var í Kína. Formlegar viðræður milli leiðtoga ríkjanna eru oft
kallaðar „tveggja turna tal“, ekki að ástæðulausu.
norðurslóðaríkið
Kína og Ísland hafa formlega styrkt viðskiptasamband sitt
4/10 kjarninn EFnAHAGSmáL
risavaxið sendiráð
Viðskiptin með húsið í Bríetartúni sem nú hýsir sendiráð Kína á Íslandi drógu dilk á eftir sér. Aron Karlsson var
dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik í tengslum við þau, en bankar sem áttu veð í húsinu voru hlunnfarnir í
viðskiptunum. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar, þar sem það bíður þess að vera tekið fyrir.