Kjarninn - 22.08.2013, Page 38
eru í fjárfestingar hugleiðingum. Viðbrögðin hjá stjórnmála
flokkunum og stjórnvöldum hafa fyrir vikið verið ómarkviss
og einkennst af því, að sitt sýnist hverjum, þvert á flokka.
Kínverskir fjárfestar, í samvinnu við Árna Gunnarsson og
fleiri Íslendinga, hafa einnig sýnt því áhuga að byggja upp
heilsutengda ferðaþjónustu á Flúðum og hefur viljayfirlýsing
um það þegar verið undirrituð.
skipaflutningar og hrávara
Kínversk stjórnvöld hafa margítrekað áhuga sinn á því að
efla skipaflutninga um Ísland og vilja koma að uppbyggingu
hafnarmannvirkja. Þetta staðfesti Össur Skarphéðinsson,
þáverandi utanríkisráðherra, í viðtali við Stöð 2 í nóvember
í fyrra, og sagði Kínverja sjá Ísland fyrir sér sem miðstöð í
skipaflutningum um norðurslóðir í framtíðinni. Frá þeim
tíma hafa nokkur atriði komið fram sem staðfesta enn frekar
að Kína sé með augastað á Íslandi sérstaklega. Þannig hefur
kínverska ríkisolíufélagið CNOOC óskað eftir því að koma
að olíuvinnslunni á Drekasvæðinu, en það hefur formlega
gerst aðili að umsókn íslenska félagsins Eykon Energy um
þriðja formlega leitar og vinnsluleyfið sem íslensk stjórn
völd hyggjast úthluta á svæðinu. Þessu til viðbótar má nefna
áhuga kínverska ríkisálfélagsins Chinalco á því að setja upp
álver hér á landi, en sá áhugi hefur verið margítrekaður
við íslenska ráðamenn, m.a. í tengslum við uppbyggingu
orkufreks iðnaðar á Bakka við Húsavík.
Kínverjar þekkja hrávöruframleiðslu hér í gegnum járn
blendistarfsemi Elkem á Grundartanga en það félag er að
fullu í eigu Kínverja.
Scott G. Borgerson, sem á sæti í Council of Foreign
Relations, sjálfstæðum vettvangi fyrir umræður um alþjóða
mál í Bandaríkjunum, segir í grein sem birtist í júní síðast
liðnum í fagtímaritinu Foreign Affairs, að Kínverjar líti á
Ísland sem hlið að norðurslóðum í framtíðinni. Áhugi sem
æðstu ráðamenn í Kína hafa sýnt landinu að undanförnu,
meðal annars opinber heimsókn Wen Jiabao, þáverandi
forsætis ráðherra, til Íslands í fyrra, sé til marks um það.
10/10 kjarninn EFnAHAGSmáL
FO
RS
Íð
u
m
Yn
D
O
G
m
Yn
D
á
S
Íð
u
4
: K
ja
rn
in
n/
Bi
rg
ir
Þó
r
m
Yn
D
á
S
Íð
u
9
: n
or
di
cp
ho
to
s/
af
p
TE
IK
n
In
G
AR
á
S
Íð
u
6
: K
ja
rn
in
n/
Bi
rg
ir
Þó
r,
T
he
n
ou
n
Pr
oj
ec
t