Kjarninn - 22.08.2013, Side 44
húsið að Obama Bandaríkjaforseti hefði aflýst fyrirhuguðum
fundi sínum með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í byrjun
september.
Ben Rhodes, aðstoðarráðgjafi forsetans í þjóðaröryggis
málum, sagði ákvörðun Rússa um að veita Snowden dvalar
leyfi í óþökk Bandaríkjamanna aðeins hafa gert samband
ríkjanna, sem var þegar mjög stirt, enn verra. „Við munum
áfram vinna með Rússlandi að málefnum sem hægt er að
finna sameiginlegan grundvöll fyrir, en það var einróma
skoðun forsetans og þjóðaröryggisráðgjafa hans að fundur
væri ekki skynsamlegur,“ hafði AP eftir honum.
Ráðgjafi Rússlandsforseta í utanríkismálum, Júrí Úsjakov,
sagði að með ákvörðun sinni sýndi Bandaríkjastjórn að hún
væri ófær um að þróa samskipti milli ríkjanna á jafnréttis
grundvelli. Rússar hafa haldið því fram að þeir hafi ekki átt
annarra kosta völ en að bjóða Snowden dvöl í landinu vegna
þess að enginn framsalssamningur sé í gildi milli ríkjanna
tveggja. Úsjakov sagði blaðamönnum að Bandaríkjastjórn
hefði í mörg ár forðast að gera slíkan samning, og marg
sinnis neitað að framselja fólk til Rússlands einmitt á þeim
forsendum að enginn samningur væri fyrir hendi.
ólíkar uppljóstranir ólíkra manna
Snowden hefur verið líkt við hermanninn Bradley Mann
ing, sem fékk í gær 35 ára dóm fyrir lekann til Wikileaks.
Manning hefði getað fengið allt að 90 ára langan dóm, en
til frádráttar koma þau rúmu þrjú ár sem hann hefur þegar
setið í varðhaldi.
Leki upplýsinga eins og bæði Bradley Manning og Edward
Snowden stóðu fyrir hefur mikla þýðingu, hvort sem fólk
telur hann til góðs eða ills. Þeir eiga ýmislegt sameiginlegt,
höfðu báðir farið ungir í herinn, starfað fyrir stjórnvöld og
haft trú á málstað Bandaríkjanna. Báðir hafa þeir eftir upp
ljóstranir sínar verið sakaðir um að sækjast eingöngu eftir
athygli og sagðir föðurlandssvikarar sem hafi ekki gengið
neitt gott til. Á móti telur fjöldi fólks þá vera táknmyndir
fyrir gegnsæi og uppljóstranir.
4/10 kjarninn mAnnRéTTInDI