Kjarninn - 22.08.2013, Side 44

Kjarninn - 22.08.2013, Side 44
húsið að Obama Bandaríkjaforseti hefði aflýst fyrirhuguðum fundi sínum með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í byrjun september. Ben Rhodes, aðstoðarráðgjafi forsetans í þjóðaröryggis­ málum, sagði ákvörðun Rússa um að veita Snowden dvalar­ leyfi í óþökk Bandaríkjamanna aðeins hafa gert samband ríkjanna, sem var þegar mjög stirt, enn verra. „Við munum áfram vinna með Rússlandi að málefnum sem hægt er að finna sameiginlegan grundvöll fyrir, en það var einróma skoðun forsetans og þjóðaröryggisráðgjafa hans að fundur væri ekki skynsamlegur,“ hafði AP eftir honum. Ráðgjafi Rússlandsforseta í utanríkismálum, Júrí Úsjakov, sagði að með ákvörðun sinni sýndi Bandaríkjastjórn að hún væri ófær um að þróa samskipti milli ríkjanna á jafnréttis­ grundvelli. Rússar hafa haldið því fram að þeir hafi ekki átt annarra kosta völ en að bjóða Snowden dvöl í landinu vegna þess að enginn framsalssamningur sé í gildi milli ríkjanna tveggja. Úsjakov sagði blaðamönnum að Bandaríkjastjórn hefði í mörg ár forðast að gera slíkan samning, og marg­ sinnis neitað að framselja fólk til Rússlands einmitt á þeim forsendum að enginn samningur væri fyrir hendi. ólíkar uppljóstranir ólíkra manna Snowden hefur verið líkt við hermanninn Bradley Mann­ ing, sem fékk í gær 35 ára dóm fyrir lekann til Wikileaks. Manning hefði getað fengið allt að 90 ára langan dóm, en til frádráttar koma þau rúmu þrjú ár sem hann hefur þegar setið í varðhaldi. Leki upplýsinga eins og bæði Bradley Manning og Edward Snowden stóðu fyrir hefur mikla þýðingu, hvort sem fólk telur hann til góðs eða ills. Þeir eiga ýmislegt sameiginlegt, höfðu báðir farið ungir í herinn, starfað fyrir stjórnvöld og haft trú á málstað Bandaríkjanna. Báðir hafa þeir eftir upp­ ljóstranir sínar verið sakaðir um að sækjast eingöngu eftir athygli og sagðir föðurlandssvikarar sem hafi ekki gengið neitt gott til. Á móti telur fjöldi fólks þá vera táknmyndir fyrir gegnsæi og uppljóstranir. 4/10 kjarninn mAnnRéTTInDI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.