Kjarninn - 22.08.2013, Page 49
sýnt pólitískan styrk með því að skjóta skjólshúsi yfir
son sinn. „Ég virði styrk hans og hugrekki,“ sagði Lon
Snowden, sem hefur ekki séð son sinn síðan hann fór frá
Havaí. Lon Snowden sagði baráttuna ekki vera á milli forseta
Banda ríkjanna og Rússlands. Lokaorð hans í viðtalinu
voru: „Baráttan er hér í Bandaríkjunum, þar sem við sjáum
stjórnarskrár bundin réttindi okkar fótum troðin af okkar
eigin stjórnvöldum.“
Einn helsti stjörnulögfræðingur Rússlands, Anatólí
Kútserena, sem gætir hagsmuna Snowden, hefur sent föður
hans heimboð til Rússlands og segir Edward Snowden
sakna fjölskyldu sinnar í Bandaríkjunum. Sjálfur er Edward
Snowden farinn að læra rússnesku og komast inn í lifnaðar
hætti Rússa, meðal annars matarmenninguna. Hann sér fram
á að halda út næsta vetur í Rússlandi en ef hann fer úr landi
ógildist flóttamannapassi hans í Rússlandi sjálfkrafa. Þá er
hann sagður hafa kynnst nýjum vinum. Þess er skemmst að
minnast að ung kona í FSB, leyniþjónustu Rússlands, Anna
Chapman, sendi honum bónorð til að flýta fyrir því að hann
fengi rússnesk skilríki. Ekki er þó vitað til þess að Edward
Snowden hafi tekið því. Chapman, sem fædd er árið 1982 í
Volgograd – áður Stalíngrad, var meðal fjölda rússneskra
njósnara sem vísað var frá Bandaríkjunum í miklu
njósnahneyksli sumarið 2010.
9/10 kjarninn mAnnRéTTInDI
Smelltu til að horfa
á viðtalið við Lon
Snowden