Kjarninn - 22.08.2013, Page 51
ímyndarsköpun. Við finnum fyrir þessu til dæmis þegar
kemur að því að velja prófílmynd á síðurnar okkar. Það
er ekki á allra vitorði hversu auðvelt það er að komast að
minnstu smáatriðum um okkur út frá hegðun okkar á slíkum
miðlum. Skráð er hvaða prófíla við skoðum, hverjum við
sendum skilaboð og hvaða listamenn, búðir, hönnuði, kvik
myndir og bækur við kjósum að „heiðra“ með því að smella á
„like“hnapp þeirra.
Nýlega unnu nemendur í Cambridgeháskóla sálfræði
rannsókn um þetta efni, með þýði upp á 58 þúsund þátttak
endur. Niðurstöður hennar gefa það sterklega til kynna að
auðvelt sé að álykta réttilega um marga persónulega þætti
manna út frá því einu hvaða síður þeir „læka“. Sjálfboðaliðar
svöruðu fyrst allir spurningalistum þar sem þeir voru beðnir
um að uppljóstra um persónulegar upplýsingar á borð við
kynhneigð, trúarlegar og pólitískar skoðanir og hver húð
litur þeirra væri, svo eitthvað sé nefnt. Tilgátan var sú að
sérstakt algrím gæti ályktað réttilega um þá þætti sem þeir
höfðu áður svarað í spurningalistunum – einungis út frá
upplýsingum um „læk“smelli þeirra. Þar sem upplýsingar
eru misjafnlega viðkvæmar á milli menningarsamfélaga gæti
þetta skapað hættu fyrir notendur. Í löndum á borð við Kína
er til dæmis hægt að lenda í fangelsi vegna skoðana sinna
og í Gambíu er ólöglegt að stunda kynlíf með einstaklingi af
sama kyni.
Tölvan sem forrituð var með algrímið gat í 88 prósentum
tilvika ályktað rétt um kynhneigð þátttakenda, í 95 pró
sentum tilvika ályktað rétt um hvort þátttakandi væri svartur
eða hvítur (þegar svo átti við), í 85 prósentum tilvika hvort
viðkomandi væri hlynntur demókrötum eða repúblikönum
og í 82 prósentum tilvika hvort viðkomandi væri kristinn eða
íslamstrúar. Í um 70 prósentum tilvika giskaði vélin rétt á
hjúskaparstöðu þátttakenda og líka hvort þeir ættu eða hefðu
einhvern tímann átt við einhvers konar vímuefnavanda að
stríða.
Það er því kannski bara tímaspursmál hvenær tölvur
verða forritaðar til þess að álykta um hverjir séu makar
2/06 kjarninn TæKnI
Smelltu til að lesa
um algrím
algríM
Algrím (einnig þekkt
sem algóritmi) er einnig
kallað reiknirit. Það er
lausnaraðferð sem skilgreind
er sem endanlegt mengi vel
skilgreindra fyrirmæla til að
leysa verkefni. Algrím skilar
skilgreindri niðurstöðu að
gefnu upphafsskilyrði. Það er
einkum notað í stærðfræði
og tölvunarfræði.
ok
algríminu