Kjarninn - 22.08.2013, Page 52
sínum trúir eða líklegir til að lúta vilja annarra, að ljúga
eða fremja hryðjuverk. Slóð okkar á netinu inniheldur ítar
lega skrá um hegðun og hugsun þeirra sem nota það. Þetta
hefur aldrei áður þekkst í mannkynssögunni.
Flest okkar hafa líklegast einhvern tímann skilið eftir
leyndarmál eða þögular þrár þegar við látum okkur reka
áfram í hugsunarleysi frá einni bryggju til annarrar á hinu
stafræna hafi. Fæstum okkar kom þá til hugar að einn
daginn gætu þær upplýsingar orðið erfingjum okkar að
gengilegar. Þegar við deyjum lifir hið stafræna sjálf okkur
hins vegar af, nema við gerum sérstakar ráðstafanir til þess
að koma í veg fyrir það. Mannkyninu hefur tekist að gera
sig að hluta ódauðlegt. Samskiptamiðlar á borð við Gmail,
Google+ og Facebook eru ótæmandi geymslur fyrir ljós
myndir, vídeó og margs konar persónuleg skilaboð. Það er
því ekkert undarlegt að makar, foreldrar eða börn nýlátinna
einstaklinga sækist eftir því að fá aðgang að síðum þeirra.
Eina leiðin til þess að komast framhjá þessu er að geyma
í vitund annars einstaklings upplýsingar um notandanafn og
lykilorð á öruggum stað. En strangt til tekið eiga ættingjar
látinna samt enn í hættu að gerast þá sekir um lögbrot. Sums
staðar er ólöglegt að villa á sér heimildir sem einhver annar
á netinu. Bara með því að skrá þig inn á Facebooksíðu látins
maka þíns ertu að bæta við hans stafrænu slóð og þar með
„að þykjast vera“ hann. En það verður að teljast ólíklegt að
varðhundar Facebook kæmust að hinu sanna. Langt ferli þarf
að eiga sér stað til þess að notandi teljist vera „látinn“, en
fyrr fá nánustu ættingjar ekki aðgang að reikningi hans. Ef
enginn tilkynnir þig látinn geymist síðan þín á netþjóni Face
book áfram um ófyrirsjáanlega framtíð. Dánartilkynningin
þarf að koma frá ættingja eða nánum vini sem þarf helst að
hafa tengil á síðu sem staðfestir andlátið á einhvern hátt. Eft
ir það skoða umsjónarmenn Facebook hvort notandinn hafi
birt eitthvað á síðu sinni nýlega. Ef ekkert hefur verið sett
inn í lengri tíma er notandi skráður látinn. Uppsetning síð
unnar tekur þá nokkrum breytingum. Upplýsingar og virkni
sem gæti komið nánustu ættingjum í tilfinningalegt
3/06 kjarninn TæKnI
Smelltu til að lesa
sálfræðirannsókn
nemenda við Cambridge