Kjarninn - 22.08.2013, Page 88
F
rá því að markverður atburður á sér stað og þar
til almenningur fræðist um hann þarf að sinna
þremur lykilhlutverkum:
1. Söfnun: Einhver þarf að safna saman
upplýsingum um atburðinn, t.d. viðtölum, lýsingum,
ljósmyndum og myndböndum.
2. Ritstjórn: Einhver þarf að leggjast yfir upplýsingarnar, velja
þær sem gefa besta innsýn í atburðinn, setja í samhengi og
búa til skiljanlega frétt.
3. Dreifing: Einhver þarf að koma fréttinni til lesenda.
Lengi vel voru öll þessi hlutverk á höndum starfsmanna
fjölmiðlafyrirtækja. Blaðamaður og ljósmyndari sáu um
að safna upplýsingum, blaðamaður skrifaði fréttina ásamt
fréttastjóra og fréttin barst lesendum eftir dreifikerfi
prentsmiðju, blaðbera og blaðsala. Almenningur átti ekki
kost á að færa fjöldanum fréttir einfaldlega vegna þess hve
dýrt og tímafrekt það var að sinna öllum þessum hlutverkum
af kostgæfni.
Þetta tímabil, þegar aðgangshindranir gerðu að verkum
að fréttaflutningur var á fárra höndum, gengur einhverra
hluta vegna undir nafninu „gullöld blaðamennsku“. Ég
uPPlýsingatækni
Salvar Þór Sigurðarson
Bylting,
tæknilega séð
Hvernig nýsjálenskur áhugamaður um jarðskjálfta rak síðasta
naglann í líkkistu gamaldags blaðamanna
Deildu með
umheiminum
1/04 kjarninn uPPLýSInGATæKnI