Kjarninn - 22.08.2013, Page 91
almenningur skrefinu lengra í Tyrklandi. Netnotendur
með nöfn eins og TheEarthquakeGuy, BipolarBear0 og
DouglasMacArthur tóku að sér að sía upplýsingaflauminn
sem barst frá Gezitorgi á hverjum degi, og tóku saman í
„liveþráðum“ á samfélagsvefnum Reddit og myndböndum á
YouTube.
Þannig tók almenningur að sér ritstjórnarhlutverkið og
myndaði í fyrsta sinn (eftir því sem ég best veit) keðjuna
sem þarf til að færa fjöldanum fréttir: Fólkið safnaði
upplýsingum, fólkið ritstýrði þeim og fólkið dreifði fréttum
til fólksins. Allir með internettengingu gátu lesið ítarlegar
og upplýsandi fréttir af atburðum í Tyrklandi nokkrum
mínútum eftir að þeir áttu sér stað. Klukkutímum síðar mátti
lesa um þá á fréttavefjum, og í dagblaðinu næsta morgun.
Þessi þróun ætti að halda vöku fyrir blaðamönnum um allan
heim.
Með þessu er ég þó ekki að segja að blaðamenn séu
að verða úreltir. Þvert á móti eru þeir mjög mikilvægir
samfélaginu, þó að almenningur eigi þess meiri og meiri
kost að sinna hlutverkum sem hafa hingað til verið í höndum
blaðamanna. Það sem blaðamenn þurfa að gera er að sætta
sig við þær breytingar sem hafa orðið á þeirra umhverfi, og
endurskilgreina hlutverk sitt gagnvart samfélaginu. Þetta
þurfa þeir að gera í dag, á morgun og á hverjum einasta degi
þar til við hættum að finna upp nýjar leiðir til að tala saman.
Eða finna sér eitthvað annað að gera.
4/04 kjarninn uPPLýSInGATæKnI
ÍtaREFni
Al Jazeera’s key to
success ful reporting of
Arab uprisings
af Editors Web Blog
eftir Teemu Henriksson
The Arab Awakening
and the Internet
á James A. Baker III Institute
Smelltu á fyrirsagnirnar
til að lesa ítarefnið
saManteKt Carl bolland uM MótMælin í tyrKlandi á youtube
Smelltu til að horfa
á myndbandið (1)
Smelltu til að horfa
á myndbandið (2)
Smelltu til að horfa
á myndbandið (3)
Smelltu til að horfa
á myndbandið (4)