Kjarninn - 22.08.2013, Page 98
Myndin er lokahnykkurinn í Cornettoþríleiknum
svokallaða og sver sig í ætt við fyrri myndirnar tvær, Hot
Fuzz og Shaun of the Dead; pöbbarölt, smábæjarsamfélag
sem er farið til fjandans, stílfærð slagsmálaatriði og
afskaplega misheppnuð tilraun til að stökkva yfir
girðingu fyrirfinnast í þeim öllum. Í Shaun of the Dead
sáum við uppvakningamyndir teknar fyrir, Hot Fuzz
vitnaði í um það bil hverja einustu byssuhasarmynd
sem gerð hefur verið (hallóóó, Point Break!), en hér taka
geimveru vélmenni yfir heiminn (eða smábæ í Bretlandi,
sem er um það bil það sama).
Hins vegar er að finna eina stóra breytingu í The
World’s End. Hún er dekkri, þroskaðri og alvarlegri
en hinar tvær. Ekki að hún sé síður fyndin, heldur
leika bæði Pegg og Frost persónur sem hafa gengið
í gegnum þroskaferli sem fyrri persónur þeirra hafa
ekki gert. Þeir eru eldri, lifaðri og þar af leiðandi dýpri
en áður. Svo hafa þeir raðað frábærum dramatískum
karakterleikurum í kringum sig; Paddy Considine, Eddie
Marsan og Martin Freeman, auk Rosamund Pike, sem öll
eiga þar að auki mjög auðvelt með gamanleik.
Helsti gallinn á þessum nýfundna þroska er hins
vegar sá að myndin fer afskaplega hægt af stað.
Vísbendingum varðandi raunverulegt eðli bæjarins sem
þeir ólust upp í og eru nú að heimsækja á ný er ekki
2/03 kjarninn ExIT
Smelltu til að lesa um The
World’s End í 20 orðum
Smelltu til að lesa þrennt gott
við myndina
Smelltu til að lesa þrennt slæmt
við myndina
þrennt gott
n Fyrsti slagurinn, þar sem félagarnir takast á við unglingagengi á
almenningsklósetti, er æðislega samsettur og hendir myndinni í
fullan gang.
n Öll hreyfihönnun er svo vel úr garði gerð að það þyrfti í raun að
stofna nýjan flokk á Óskarnum til þess eins að gefa The World’s
End gullstyttu.
n Eftirmáli myndarinnar – án þess að gefa of mikið uppi – er með
betri lokaatriðum ársins. Besti endir á mynd frá þessu teymi til
þessa.
þrennt slæMt
n myndin er lengi að ná flugi eftir stórflotta upphafssenu, þar sem
samtölin og kómískar tímasetningar ná ekki að halda uppi of
teygðu handriti í gegnum fyrsta þáttinn.
n Persóna Rosamund Pike er fulltýpísk „kvenpersóna-í-grínhasar-
mynd“, sérstaklega þar sem svo margir hinna persónanna eru
svo vel skrifaðar.
n myndin fer að líkindum ekki í almenna sýningu á Íslandi
(samkvæmt nýjustu fréttum), sem er mikil synd. Það verða þó
tvær sérsýningar á vegum Tómasar Valgeirssonar, sem rekur
Bíóvefinn.
tHe World’s end í
tuttugu orðuM
Afskaplega vel leikinn,
dökkur en stórskemmti legur
lokahnykkur á epískum
grínþríleik. Rússíbanareið,
fer hægt af stað en endar á
fullri ferð.
Smelltu ti að loka