Kjarninn - 22.08.2013, Page 99
komið nægilega hratt fyrir og sumar samtals
senurnar eru dregnar örlítið á langinn, alla leið að fjórða
pöbbnum (af tólf).
Allt er þó fyrirgefið þegar hasarinn tekur yfir, sem
verður sífellt brjálæðislegri og skemmtilegri eftir því
sem á líður. Gamanið nær svo hámarki þegar Nick
Frost tekur til hendinni á tjaldinu. Hann hefur til þessa
leikið vinalega aulann, en sýnir hér meiri þroska,
leikstyrk og sjálfsöryggi en áður. Hans besta stund er
svo í miðju risastórs slagsmálaatriðis gegn skeggjuðum
Pierce Brosnan og um 50 ómennskum félögum hans – á
pöbbnum, auðvitað – þar sem Frost sýnir hasartakta á
pari við Jason Statham á góðum degi. Pegg, og raunar
allir hinir, eru líka mjög áhugaverðir karakterar. Það
er gaman að sjá Pegg leika persónu sem glímir við
djúpstæð vandamál, er full af innri togstreitu og er
að berjast við vonbrigði og trega. En það er Frost sem
vinnur tryggð áhorfandans þegar til kastanna kemur,
ekki síst í lokauppgjöri myndarinnar og eftirmála, sem
er bæði dökkur, jarðbundinn og hæfilega hjartfólginn.
Og fyndinn. Að sjálfsögðu.
3/03 kjarninn ExIT
Smelltu til að
horfa á stiklu fyrir
myndina