Kjarninn - 22.08.2013, Page 105
6/07 kjarninn TÓnLIST
listamenn í útrás að setja sér strangar listrænar regl
ur og nefnir þar Björk sem dæmi enda hefur hún aldrei
selt tónlistina sína í auglýsingar, þrátt fyrir augljós
gróðatækifæri sem í því gætu falist fyrir hana.
Starfsemi ÚTÓN er í raun og veru tvíþætt. Þar er
starfrækt upplýsingaþjónusta fyrir íslenskan tónlist
armarkað um þann erlenda og öfugt. Sigtryggur segir
ÚTÓN hafa á vissan hátt orðið til til þess að mæta auk
inni eftirspurn eftir indítónlist frá Íslandi enda sé hún
þó nokkur. Í indígeiranum liggur jafnframt sérþekking
starfsmanna ÚTÓN.
Tónlist er gríðarlega stórt hugtak og getur náð yfir
allt mögulegt, jafnvel þögn ef út í það er farið. Það er því
auðséð að það sem á við um indítónlist á kannski ekkert
endilega við um aðrar stefnur tónlistar.
„Þegar ég tala um íslenska músík sem vörumerki er
það ekki eitthvað sem við höfum meðvitað búið til hér
heldur verður það til út í heimi,“ segir Sigtryggur.
á réttum stað og á réttum tíma
Íslensk indítónlist á heimkvæmt hvar sem er í
heiminum, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Evrópu
eða Asíu, að sögn Sigtryggs. Erfiðara sé hins vegar að
átta sig á því hvað veldur þessum meðbyr með íslensku
tónlistarfólki erlendis. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves
hefur að öllum líkindum mikið að segja enda hefur hún
undanfarin ár dregið að sér gífurlegan fjölda erlendra
gesta og erlendu fólki sem lifir og hrærist í tónlist hefur
markvisst verið boðið hingað í október til að fylgjast með
íslensku tónlistarfólki í sínu nærumhverfi.
Og þótt ekki sé hægt að setja smærri tónlistarhátíðir
í sama flokk og Iceland Airwaves þá hafa Myrkir músík
dagar, Aldrei fór ég suður og Eistnaflug, svo einhverjar
séu nefndar, sótt í sig veðrið þannig að erlent bransafólk
er farið að leggja við hlustir.
Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir höfuðmáli að
vera á réttum stað á réttum tíma. Það gerði það fyrir 25
50%
Hlutfall erlendra gesta á
Iceland Airwaves-hátíðinni
fór í fyrsta sinn yfir 50% í
fyrra.