Kjarninn - 22.08.2013, Page 121
úr ársskýrslum ÁTVR. Nú bregður hins vegar svo við
að rauðvínssala hefur aukist í sumar. Erfitt er að segja
nákvæmlega til um hvers vegna þetta er. Líklegasta
skýringin er þó að rauðvínið sé að sækja í sig veðrið á
kostnað hvítvíns. Eftir því sem sólpallar verða algengari
við heimili og sumarbústaði virðist sem gott veður skili
sér í aukinni sölu á hvítvíni samkvæmt tölum ÁTVR. Í ár
bregður hins vegar svo við að hvítvínssala hefur dregist
saman, í fyrsta skipti í mörg ár.
breytingar á sölu léttVíns Milli ára
tölur í þús. l maí–júlí 2012 maí–júl 2013
Rauðvín 476 492 3,4%
Hvítvín 375 361 -3,6%
Hamborgarar til bjargar
En það er þó ekki öll von úti þótt hann rigni. Margt af
þeim mat sem við veljum okkur gjarnan á grillið er jafn
gott eða jafnvel betra að steikja á pönnu. Hér er ég fyrst
og fremst að vísa til hamborgara. Leyndardómurinn
við góðan hamborgara felst ekki í miklu sólskini,
heldur í góðu hráefni og réttri matreiðslu. Gróft
brauð, ný upptekið íslenskt grænmeti og úrvals kjöt
er veislumatur, hvort sem eldað er á grilli eða pönnu.
Óli Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmeistari hjá Matís,
er höfundur Kjöt bókarinnar. Hann kann að velja
rétt kjöt í hamborgara af bestu gerð; hann þekkir
hamborgaraleyndarmálið.
uppskrift að góðum sumarborgara
Greinarhöfundur gaf nýlega út bók um hamborgara
úr íslensku hráefni. Opinber útgáfudagur Íslensku
hamborgara bókarinnar var 17. júní 2013. Þann dag
var víða dumbungur en sólin lét þó á sér kræla í
útgáfuhófinu, sem haldið var í samvinnu við Kvenfélagið
Hallgerði í Goðalandi í Fljótshlíð. Aðstandendur bókar
5/06 kjarninn ExIT