Kjarninn - 22.08.2013, Page 126
hátíðarinnar forfallaðist var hann ekki lengi að stíga
fram og bjóða fram krafta sína. „Ég var ekki að halda
námsstofu eða spila tónlist, svo það er mjög gaman að
geta lagt eitthvað af mörkum,“ sagði hann og henti upp
hátölurum og snúrum. Undir traustri hljóðblöndun
Kristians og félaga stigu svo á svið bönd á borð við Ojba
Rasta, Just Another Snake Cult og Boogie Trouble og
héldu uppi stuði fram á nótt.
pönnukökur, fjallagrasamjólk og spjall í Kirkjubæ
Dansþreyttir þátttakendur skriðu smám saman úr
tjöldum sínum á sunnudagsmorgninum og söfnuðust
að fornum sið saman í gömlu kirkjunni, sem nú er nýtt
sem gistiheimili. Eftir kaffi og pönnukökuhressingu
hófust líflegar umræður á kirkjubekkjunum um
grasrótarkvikmyndagerð, hæfileikasamfélagið,
framtíð listarinnar og hópfjármögnun. Á meðan heit
fjallagrasamjólk vann á þynnkunni meltu þátttakendur
reynslu helgarinnar og góður rómur var gerður að
hugmyndinni um að halda Pólar aftur að ári.
Við hjá Karolina Fund erum afskaplega stolt af
því að hafa fengið þetta heillandi verkefni inn til
okkar. Það var ekki aðeins skemmtilegt að taka þátt
í fjörinu á þessum fallega stað, heldur var hátíðin öll
áhugaverður lær dómur um samvinnu, hópframkvæmdir
og hæfileikaskipti. Fyrst og fremst var hátíðin þó
áminning til okkar sem erum að þróa nýjar leiðir til
hóp fjármögnunar og samvinnu á netinu um hve sterk
hefð samvinnu og félags lífs er oft til staðar í smærri
samfélögum víðs vegar um landið. Við hlökkum til Pólar
að ári!
4/04 kjarninn ExIT