Dagfari - 01.11.2007, Side 6
Hvers má vænta í írak?
Er nokkur von um að
endir verði á óöldinni
þar? Kemst einhvern
tímann á friður?
Því miður virðast flokkadrættir vera
slíkir í landinu að þess sé langt að
bíða. Trúarhópar berast á banaspjót
og mannfallið í morðárásum stríðandi
afla er óskaplegt. Jafnvel þótt hið er-
lenda hernámslið yfirgæfi landið er
síður en svo víst að friður kæmist á í
bráð. Það virðist raunar ósennilegt í
meira lagi.
Hernámið er undirrót átaka
Hins vegar má telja víst að svo lengi
sem írak er hernumið land muni þar
geisa stríð. Átökin í írak eru ekki
aðeins á milli íraka innbyrðis heldur
geisa vitaskuld einnig átök á milli
hernámsliðsins og vopnaðra hópa
Iraka. Meðlimir þeirra eru oft skil-
greindir sem hryðjuverkamenn, en
sjálfir líta þeir væntanlega á sig sem
andspyrnuhreyfingu. Og alla þá sem
starfa með hernámsliðinu líta þeir á
sem samverkamenn. Ásamt ágreiningi
milli trúarhópa er þetta auðvitað ein
helsta undirrót ófriðarins - og jafn-
framt ein sú fyrirsjáanlegasta. Sú trú
sumra í aðdraganda innrásarinnar í
írak 2003 að innrásarliðinu yrði tekið
sem frelsurum var auðvitað barnaleg.
Þó svo að margir írakar hafi verið
andvígir Saddam Hussein er ekki
loku fyrir það skotið að einhverjir hafi
stutt hann - þrátt fyrir alla þá glæpi
sem hann sannanlega framdi. En þar
á ofan fól andstaða við Saddam Huss-
ein ekki sjálfkrafa í sér stuðning við
innrás. Bæði er fólki (skiljanlega)
oft ekki vel við að vera „frelsað“ með
kúlnahríð og sprengjuregni. En þar á
ofan er ekki við að öðru að búast en að
þjóðernissinnuð öfl séu andvíg erlend-
um innrásarher - hver svo sem hin
meinta ástæða innrásar er, til dæmis
að koma óvinsælum einræðisherra frá
völdum.
Samkvæmt
Lancet-rann-
sókninni lét-
vopnaðra hópa heldur einnig óvopn-
aðir borgarar, þeirra á meðal börn.
Þess vegna hlýtur það að vera upp-
hafið að þvi að koma á friði í írak að
erlendar hersveitir yfirgefi landið.
Barnaleg og óraunsæ trú á að unnt sé
að vinna einhvers konar „sigur“ veld-
ur aðeins frekari skaða. Því miður
kemst þó varla á friður um leið og
hinn erlendi her hefur yfirgefið landið.
Vonandi mun þó sem fyrst verða unnt
að binda enda á átökin með friðar-
viðræðum þar sem hlutlausir sátta-
semjarar (sem sagt ekki menn úr hópi
þeirra sem stutt hafa stríðsrekstur, til
dæmis Tony Blair) geta haft hlutverki
að gegna.
ust 645.695 írak-
ar afvöldum
stríðsinsfrá upp-
hafi þess þar til í
júní 2006.
En sem sagt: í írak mun aldrei ríkja
friður á meðan erlendar hersveitir
valsa þar um. Alltaf munu einhverj-
ir amast við veru þeirra og reyna
að klekkja á þeim með vopnuðum
árásum. Slíkar árásir munu ýta und-
ir frekari valdbeitingu hins erlenda
hers og stríðið mun því halda áfram.
Því lengur sem það heldur áfram, því
fleiri munu falla í vopnuðum átökum
- ekki aðeins hermenn og meðlimir
Hundruð þúsunda fallin
Eins og gefur að skilja er fátt brýnna
fyrir írösku þjóðina en að friður kom-
ist á. Enginn veit nákvæmlega hversu
margir hafa fallið, en þó er ljóst að
mannfallið er gríðarlegt. Gerðar hafa
verið ýmsar tilraunir til að reikna það
út. Ein er sú að telja alla þá sem falla
í stríðinu samkvæmt staðfestum frétt-
um fjölmiðla (samanber vefsíðuna
iraqbodycount.net). Sú aðferð hlýtur
að leiða til vanáætlunar, enda segir sig
sjálft að í stríði deyja margir án þess að
nokkuð sé fjallað um það í fjölmiðlum.
Þess vegna verður að beita öðrum úr-
ræðum til að meta mannfallið.
Á meðal þeirra er að beita sambæri-
legum aðferðum og við skoðanakann-
anir, það er að notast við svör frá
tilviljunarkenndu úrtaki. I þessu til-
viki samanstendur úrtakið þá af Irök-
6
Dagfari • nóvember 2007