Dagfari - 01.11.2007, Qupperneq 8

Dagfari - 01.11.2007, Qupperneq 8
Hér er ekkert stríð lengur. Ekki alvöru stríð; ekkert blóð, engar skotgrafir, engar sprengjudrunur, engin skotvarnarbyrgi eða loftvarnarflautur um nótt. Herinn, þar sem hann er til staðar, sér aðal- lega um að leysa úr agavandamálum nýjustu uppreisnarkynslóðarinnar og veitir fátækum ungmennum von um menntun og starfsframa. Evrópa - eða alltént vesturhluti hennar - hefur verið svo vandlega reyrð saman með milliríkjasamningum að það væri eins og að skjóta sig í fótinn að lýsa stríði á hendur öðru Evrópulandi. Þetta er reyndar ekki rætt mikið á íslandi af því að þar er ástríðufullum friðarsinn- um yfirleitt álíka illa við Evrópusam- bandið og bandaríska heimsvalda- stefnu. (Héðan er þó auðvitað lýst yfir stríði en við sleppum frekar billega hvað dauðsföll og almenna eyðileggingu varðar, að minnsta kosti ef við miðum við landið á hinum endanum. Nú er ekki lengur nauðsynlegt að sjá hvít- una í augum andstæðingsins áður en maður drepur hann, nú er hægt að reikna út skotmark í annarri heims- álfu með fáeinna metra fráviki, halla sér svo aftur á bak í stólnum og láta sjálfstýringuna sjá um restina. Segja menn hneykslaðir, eins og hvítan í augum andstæðingsins hafi einhvern tímann stöðvað bardagann.) En hér er ekkert stríð. Þótt það sé sífellt verið að tilkynna okkur hið gagnstæða: að við séum stödd í miðri ofsafenginni baráttu góðs og ills, að andstæðingurinn láti sér ekkert íyrir brjósti brenna, að hér sé ekki bara um líf og dauða að ræða heldur beinlínis stríð sem gæti tortímt hugsjónum okk- ar, réttlætinu og bræðralaginu, því sem átti að lifa þótt fólkið félli. Þetta stríð hefur ekki áhrif á okkur frekar en stríðið í írak, það er háð án þess að við tökum eftir því, það truflar okkur ekki við að sækja börnin í leikskólann og elda nautahakk. Nema stundum. Af og til brýst þetta ósýnilega stríð vissulega inn í hvers- dagslífið. Til að mynda þegar NATO- Við gætum ^ allteins sprengt okkur í loft upp í Norrænu. ráðstefnan var haldin í Háskólabíó og börnin sem við sóttum á leikskólann Hagaborg voru í skotfæri leyniskytt- anna á þakinu á Hótel Sögu. Auk tveggja grunnskóla - og einnar kirkju, ef einhverjum finnst það táknrænt. Ut á hringtorg mættu til að mótmæla fáeinir gamlir kommúnistar, vinstri- sinnaðir fjölskyldufeður úr hverfinu, einn bassasöngvari og nokkrir anark- istar með svo stóra svarta fána að það mátti þakka fyrir að þeir rotuðu ekki einhvern í rokinu. Við sungum Int- ernasjónalinn, sem hvarf í vindinn, mændum upp á hótelþakið, svo fóru Mynd: Harpa Stefánsdóttir allir heim nema anarkistarnir sem héldu áfram að slást við fánann. Þetta vakti eklci mikla athygli, enda búa ekki allir í nágrenni við Háskólabíó, og svo er víst flest heiðvirt fólk í vinnunni á þessum tíma dags. (Það er ótrúlegt hverju hægt er að koma í gegn á réttum tíma dags, þegar allt heiðvirt fólk er í vinnunni.) Þetta stríð sem er háð einhvers staðar bak við hversdaginn lætur reyndar miklu oftar skína í tennurnar. Það er bara eins og enginn taki eftir því - og þó fjölgar utanlandsferðum okkar örugglega ennþá hraðar en heimabíóum og nettengdum sumar- bústöðum. (Það eru ekki allir plebbar, en flesta langar til útlanda.) Fóllc hef- ur jú sætt sig við það áratugum saman að mega ekki taka krossbogann sinn með sér í millilandaflug, kjötöxina, jarðsprengjuna eða blússlampann, og á sama hátt virðist það bæta á listann tannkreminu, naglaþjölinni og varaglossinu. Það er vissulega oft svolítið pirrandi - það vita til dærnis allir hvernig maður á það til að svitna í löngu flugi og þá er bagalegt að mega hvorki hafa með sér svitalyktareyði né ilmvatn - en það er alveg hægt að lifa við þetta. Það er hægt að lifa af líkamsfyluna með svolitlu nöldri. Ekki getum við bara hætt að fara til út- landa? Allir með Norrænu? Við mætum mörgum klukkustund- um fyrr á flugvöllinn, stöndum í kíló- metra langri röð, þrömmum sífellt fáklæddari gegnum vopnaleitarhliðið meðan gramsað er í dömubindunum og ástarsögunum og peningunum og Dagfari • nóvember 2007

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.