Dagfari - 01.11.2007, Side 11

Dagfari - 01.11.2007, Side 11
stöðugt þróast í þá átt að vera virkur þátttakandi í stríðum í öðrum ríkjum, fyrst með sprengjuárásum en síðar líka með annarri hernaðartækni. Það var svo í kringum loftárásir- nar á Júgóslavíu og sérstaklega eftir hryðjuverkaárásirnar í New York n. september 2001 sem NATO varð að því virka herveldi sem það er í dag. Almennt má því segja að NATO hafi vaxið stöðugt í öfugu hlutfalli við ógnina sem steðjar að þjóðunum sem í bandalaginu eru. Hernaðaradgerðir Fyrsta heraðgerð NATO fólst í að skjóta niður fjórar bosníu-serbneskar flugvélar sem fóru inn á bannsvæði sem bandalagið hafði sett upp nokkru áður. Þetta gerðist í febrúar 1994, og fram að þvi hafði NATO aldrei beitt hervaldi sínu. Eftir Bosníustríðið hóf NATO samstarf við ýmis ríki á sviði hermála. Árið 1999 tók NATO fyrst afgerandi þátt í stríði annarra ríkja með loftárás- unum á Júgóslavíu um vorið. Raunar fengu NATO-þjóðirnar aldrei heimild öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til árásanna og brutu þannig gegn viðurlcenndum alþjóðalögum. Loft- árásirnar stóðu yfir í 11 vikur og drápu í kringum 500 óbreytta borg- ara ef marka má Human Rights Watch og særðu þúsundir. Auk þess voru sprengdar ýmsar byggingar sem gegndu lykilhlutverki fyrir líf óbreyttra borgara, svo sem orkuver og sjónvarpshús. Ekki er talið að einn einasti hermaður NATO-þjóðanna hafi látið lífið af hendi júgóslavneskra hermanna, enda var loftárásaformið einmitt valið til að lágmarka dauðsföll í röðum NATO (en ekki til að koma í veg fyrir að óbreyttir borgarar létu lífið). Loftárásirnar höfðu þar að auki mjög skaðleg áhrif á umhverfi Balkan- skaga, meðal annars vegna þess að sumar af sprengjunum sem varpað var yfir skagann innihéldu sneytt úran. Eftir 11. september 2001 var fimmta grein stofnsáttmála NATO - sem kveður á um að árás á eina aðildarþjóð sé árás á þær allar - notuð í fyrsta skiptið í sögunni. Það var þó ekki fyrr en árið 2003 sem NATO tók virkan þátt í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ sem Bandaríkjaforseti hafði lýst yfir í kjölfar árásanna haustið 2001. Þá tók NATO að sér stjórn Alþjóðlega örygg- isherflans (ISAF) sem sér um stríðið í Afganistan af hálfu árásaraðila, en í þessu stríði hafa þúsundir óbreyttra borgara látið lífið, þar af margir í loft- árásum og öðrum aðgerðum NATO. íslendingar eru þar á meðal með „friðargæsluliða“ sem ganga í her- búningi, bera vopn og hafa hertitla. Þá hefur NATO tekið að sér að þjálfa íraskar lögreglusveitir sem eru hluti af fjölþjóðaherliðinu sem berst í stríðinu í írak. Eðli og skipulag Hver aðildarþjóð hefur sérstaka sendinefnd í höfuðstöðvum NATO í Brussel sem talar máli viðkomandi þjóðar í stjórnsýslu NATO. Einn af þeim sem eru í sendinefndinni kall- ast fastafulltrúi (e. Permanent Mem- ber) þjóðarinnar, og situr hann í NATO hef- ^ ur hafhað því að útiloka beitingu kjarn- orkuvopna að fyrra bragði. svonefndu Norður-Atlantshafsráði ásamt samsvarandi fulltrúum ann- arra aðildarþjóða. Formlega séð er það Norður-Atlantshafsráðið sem telcur allar ákvarðanir innan NATO, en þegar meginstefna NATO er mót- uð eru varnarmálaráðherrar, utan- ríkismálaráðherrar og/eða þjóðarleið- togar hafðir með í ráðum. íslenska sendinefndin hjá NATO samanstendur af sex einstaklingum. Fastafulltrúi íslands er sendiherrann Gunnar Gunnarsson. Öfugt við flest önnur alþjóðasam- tök byggist skipulag NATO ekki á meirililutaræði af neinu tagi. Allar ákvarðanir þurfa að vera teknar með einróma samþykki frá fulltrúum allra aðildarþjóðanna 26. Það þýðir að fræðilega séð hefði hver einasta þjóð í NATO getað komið í veg fyrir þá Atómsprengja á Bikini hernaðarleiðangra sem NATO hefur staðið fyrir í gegnum árin. í reynd má hins vegar efast um að þjóð sem gengi gegn vilja hinna bandalagsþjóðanna væri stætt á að vera áfram í banda- laginu. Því til stuðnings má nefna að þegar Ungverjaland var nýgengið í NATO lögðu ungverskir ráðamenn ekki í að beita neitunarvaldi gegn loftárásunum í Júgóslavíu þótt mjög rnikil andstaða hefði verið þar í landi við áætlanir bandalagsins. Samkvæmt Norður-Atlantshafssamn- ingnum geta aðeins ríki innan Evrópu gengið í NATO. Þegar Sovétríkin sóttu um aðild árið 1954, að eigin sögn til að varðveita frið í Evrópu, var því engu að síður hafnað. Segja má að Frakkland sé ekki leng- ur í NATO nema að nafninu til. í lok sjötta áratugs síðasta aldar mótmælti Charles de Gaulle, þáverandi forseti Frakklands, því að Bandaríkin væru því sem næst einráð í ákvarðanatöku bandalagsins. Ekki vildi de Gaulle þó taka upp mikið lýðræðislegri stjórn- arhætti því tillaga hans gekk út á að valdhafarnar yrðu þrír: Fralckland, Bretland og Bandaríkin. Þegar de Gaulle varð ljóst að ekki væri stuðn- ingur innan bandalagsins við hug- mynd hans um þríræði, dró hann franskar herdeildir úr stjórn NATO og bað loks alla erlenda hermenn NATO að yfirgefa Frakkland. Þá voru höf- uðstöðvar NATO, sem fram að þessu höfðu verið í París, fluttar til Bruss- el þar sem þær eru enn í dag. Mest um vert er þó að Frakkar komu sér upp kjarnorkuvopnum óháð NATO- aðildinni og tóku þannig virkan en sjálfstæðan þátt í vígbúnaðarkapp- hlaupi Kalda stríðsins. Dagfari • nóvember 2007 11

x

Dagfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.