Dagfari - 01.11.2007, Qupperneq 17
\ vw/11
v C*EPUAEIÍHB«N
ÍNAFNILMfcWS
" HÖFW5lKÍ»t
YANKEE
Mynd: Harpa Stefánsdóttir
Um mánaðamótin okt-
óber/nóvember voru
staddir hér landi um 30
æðstu yfirmenn breska
vopnaframleiðslufyrir-
tækisins BAE Systems. Þeir funduðu
á Hilton-Nordica-hótelinu í Reykjavík
og vissu fáir af kornu þeirra hingað
til lands fyrr en eftir að fundahöldin
hófust og fjölmiðlar gripu málið álofti.
Þetta er eitt stærsta vopnaframleiðslu-
fyrirtæki heims, en hjá því starfa
um 96 þúsund manns. Meðal þeirra
ríkja, sem keypt hafa af því vopn, eru
Indónesía, Sádi-Arabía, Zimbabwe og
ísrael. Það hefur iilotið mikla gagn-
rýni mannréttinda- og friðarsamtaka
og verið sakað um spillingu og rnútur.
Breska spillingarskrifstofan, SFO (Se-
rious Fraud Office), hefur rannsakað
viðskipti þess í sex löndum, það er
Tanzaníu, Tékklandi, Katar, Rúmeníu,
Suður-Afríku og Chile. Breska blaðið
Guardian birti árið 2005 fréttir af því
að fyrirtækið hefði greitt Augusto Pi-
nochet háar fjárhæðir fyrir að liðka
fyrir viðskiptum í Chile. Einnig þykja
viðskipti þess í Sádí-Arabíu vafasöm.
Þess má geta að fyrirtækið hefur
komið að framleiðslu kjarnavopna.
Af tilefni fundarins gáfu SHA út
svohljóðandi ályktun um málið hinn
2. nóvember 2007:
„Samtök hernaðarandstæðinga gagn-
rýna harðlega fund stjórnenda vopna-
framleiðslufyrirtækisins BAE Systems
í Reykjavík. Vopnaiðnaðurinn er án
nokkurs vafa óviðfelldnasta atvinnu-
grein samtímans. Fyrirtæki á borð við
BAE byggja afkomu sína á stríðsreksti
og blóðsúthellingum. Hendur þeirra
manna sem nú funda á Hilton-hótel-
inu við Suðurlandsbraut eru litaðar
blóði og heimsóknir slíkra manna til
íslands eiga ekki að líðast.
Samtök hernaðarandstæðinga hvetja
alla landsmenn til að senda fram-
leiðendum og sölumönnum drápstóla
skýr skilaboð: þeir eru ekki og munu
ekki verða aufúsugestir hérlendis.“
Fleiri ályktuðu gegn fundinum. Stjórn
Ungra vinstri-grænna sendi frá sér
ályktun hinn 1. nóvember 2007. Þá
gáfu Ungir jafnaðarmenn í Hafn-
arfirði út ályktun á aðalfundi sínum
hinn 3. sama mánaðar, auk þess sem
borgarstjórnarflokkur vinstri-grænna
jy ... rétt-
ast væri
að slökkva
áfriðarsúl-
unni...
í Reykjavík ályktaði hinn 6. sama
mánaðar.
í ályktun stjórnar Ungra vinstri-
grænna segir meðal annars:
„Ung vinstri-græn minna á að ný-
lega var afhjúpuð friðarsúla í Viðey
og að í því samhengi var rætt um að
Reykjavík yrði friðarhöfuðborg heims-
ins. Á meðan stríðstólaframleiðendur
funda óáreittir í Reykjavík er ljóst að
allt slíkt tal er hræsni. Ung vinstri-
græn telja að réttast væri að slökkva
á friðarsúlunni, að minnsta kosti á
meðan stríðstólaframleiðsla er skipu-
lögð í borginni.“
Við svipaðan tón kveður í ályktun
borgarstjórnarflolcks vinstri-grænna í
Reykjavík, en þar segir meðal annars:
„Borgaryfirvöld hafa á síðustu
misserum viljað kynna Reykjavík sem
miðstöð friðar og má í því sambandi
nefna Friðarsúlu Yoko Ono sem sett
var upp í Viðey á dögunum. Fundir og
kaupstefnur vopnaframleiðenda geta
ekki samiýmst því markmiði og sömu
sögu má raunar segja um ráðstefnur
á borð við þá sem hernaðarbandalagið
NATO hélt hér nýverið."
Ályktun aðalfundar Ungra jafnaðar-
manna í Hafnarfirði hljóðar svo:
„Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði
harma fund stríðsmangaranna í
breska vopnaframleiðslufyrirtækinu
BAE Systems á Hilton-Nordica-hótel-
inu. Þetta fyrirtæki hefur hiklaust
selt vopn til allra handa einræðis- og
kúgunarstjórna. Má þar nefna sölu
á svonefndum Hawk-herþotum til
Zimbabwe sem notaðar voru í hinu
hörmulega borgarastríði í Kongó, sem
og sölu á sams konar þotum til Indó-
nesíustjórnar sem beitt var í þjóðar-
morðinu á Austur-Tímor. Það er ein-
staklega óviðeigandi að þessir menn
skuli funda hér í ljósi þess að nýlega
var sett upp minnismerki í Reykjavík
um hinn mikla og einlæga friðarsinna
John Lennon. UJH hvetja til þess að
framvegis verði komið í veg fyrir allar
ráðstefnur vopnaframleiðenda hér á
landi með sarna hætti og komið var í
veg fyrir ráðstefnu klámframleiðenda
fyrr á árinu. Þá lcrefjast UJH sem
endranær tafarlausrar úrsagnar úr
kjarnorkuvopnabandalaginu NATO.“
Dagfari • nóvember 2007