Dagfari - 01.10.2009, Qupperneq 8

Dagfari - 01.10.2009, Qupperneq 8
DAGFARI NEIN ZUR, r ^ ákomu fór gangan sjálf loks af stað (en þá höfðum við þegar varið mörgum klukkutímum í að ganga). Hún byrjaði vel og heyra mátti fjölbreytt slagorð og mótmælasöngva úr öllum áttum. Fljótlega kom í ljós að lögreglan beindi göngunni í burtu frá borginni og um úthverfi í grennd við þýsku landamærin, þar sem til stóð að sameinast öðrum hópi mótmælenda frá Þýskalandi í nám- unda við hina svokölluðu Evrópubrú. Eftir svolítinn spöl var gangan stöðvuð og mótmælendum sagt að bíða. Gangan hélt áfram í rykkjum: það var gengið um hríð, síðan beðið, síðan haldið áfram að ganga og þannig gekk þetta mestan part- inn; lögreglan réði augljóslega allri för, hvenær gangan hélt áfram og hvenær hún nam staðar. Við eitt stoppið fékk íbúi úr hverfinu sem við vorum að fara í gegnum að tala í gjallarhorn og lýsti yfir áhyggjum af eyðileggingunni sem gangan hefði í för með sér fyrir þetta fátæka hverfi, því svartblokkin hafði þá rústað apótek og fleira auk þess sem áður er nefnt. Þetta sama stopp dróst á langinn, en eftir langa mæðu, þegar tilkynnt hafði verið að nú fengi gangan bráðum að halda áfram tók stór hópur svartklæddra ungmenna sig til, öskraði að hann vildi „rétdæti“ en ekki frið, og byrjaði að grýta lögregluna. Þeim, rétt eins og okkur, var augljóslega farið að leiðast þófið og þessi hálf tílgangslausa ganga, en það var vandséð hvaða rétt- læti fyrir fórnarlömb NATO þau myndu knýja fram á þessari stund og stað. Við grjótkastið höfðu þau sömu aðferð og fram að þessu í göngunni: þau hlu- pu fram og köstuðu, gerðu nokkrar atlögur og földu sig síðan innan um hina mótmælendurna. En í þetta sinn skaut lögreglan táragasprengjum inn í mannfjöldann, sem var mjög saman- þjappaður þarna, og uppi varð fótur og fit. Margir göngugestir voru þó ekki eins vel á sig komnir og svartblokkin, t.d. voru þarna eldri konur og fólk á hækjum. Allir reyndu að forða sér en þá var lögreglulið bak við okkur sem varnaði okkur útgöngu og kastaði fleiri táragasprengjum. Þetta skapaði mikla ringulreið. Með hendur á lofti var mót- mælendum loks leyft að yfirgefa svæðið MEW ZOH, NftTU en lögreglan tók alla sem henni þótti grunsamlegir. Lögreguliðið var úti um allt svo að mótmælendurnir þurftu að fara krókaleið til baka að borginni og einhver var svo góður að spila carmina burana og teknótónlist undir. Það fór því svo að mótmælendurnir komust aldrei nærri fundarstaðnum, enginn fundargesta varð var við okkur eða kröfur okkar um frið. En það sem okkur þótti einna verst var, að það var algjörlega fyrirsjáanlegt hvernig fjallað yrði um málið í fjölmiðlum: Fallegar myndir af Obama og Sarkozy að heilsa æstum aðdáendum, svo af grímuklædd- um og svartklæddum manneskjum að brjóta, bramla og kveikja elda. Rödd þeirra tugþúsunda sem lögðu leið sína til á fundarstaðinn myndi lítið eða ekkert heyrast. Það birtist engin mynd í blöðum af gömlu gráhærðu konunum með friðarfánana, sem vildu koma mál- staðnum á framfæri á sínum forsendum. Það var öruggt að boðskapur friðsamra mótmælenda myndi týnast í öllum æs- ingnum. Neikvæð ímynd mótmælenda sem skilar sér í hertri öryggisgæslu og ■//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////^^^^ 8

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.